Feykir


Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 7
02/2009 Feyklr 7 Fréttaannáll Feykis - síðari hluti Guðmundar Karls Jónssonar. Meðal þess sem ávallt fylgir Húnavöku er samnefht rit og var það í 48. sinn sem það kom út. Fleiri selir Selatalningin mikla fór fram í annað sinn á Vatnsnesi upp úr miðjum júlí. Fleiri selir sáust nú en árið áður eða 1125 á móti 727 árið á undan. Sparisjóöur Skaga- fjaröar ei meir? Þessi fyrirsögn prýddi forsíðu Feykis um miðjan ágúst. Þá var verið að fjalla um tillögu stjórnar Sparisjóðs Mýrarsýslu um aukn- ingu stofnfjár í sjóðnum með þeim hætti að Kaupþing kaupi sig inn og eignist 70% hlut í sparisjóðnum. Eins og menn vita er óljóst enn hvað verður. Lífleg helgi Helgina 16. - 17. ágúst var nóg um að vera hjá íbúum á Norðurlandi vestra hvað varðar skemmtanir og mannamót. Kántrýdagar á Skagaströnd, Sveitasæla í Skagafirði, íbúahátíð í Húnaveri, Norðurlandsleikar æskunnar í frjálsum íþróttum, íslandsmót í mótorkrossi og Hólahátíð svo eitthvað sé nefnt. Áður hafði farið fram vel heppnuð Grettishátíð. Höfóingleg gjöf Listasafn Skagfirðinga fékk góða gjöf þegar ættingjar Jóhannesar Geirs listmálara ákváðu að afhenda listasafninu málverk, skissur, ljósmyndir og önnur gögn listamannsins. Nýr eigandi Glaóheima Eigendaskipti urðu að Glað- \ heimum sem er félag um húsin í I Brautarhvamminum á Blöndu- ' ósi. Það var fyrirtækið Blanda ehf. sem eignaðist reksturinn. Sjóslys Fjólmundur Fjólmundsson var hætt kominn er fjögurra og hálfs tonna bátur hans sökk eftir árekstur við einhvern fljótandi hlut í sjónum. Líklegt var talið að um rekaviðardrumb hafi verið að ræða. Það þótti hins vegar umhugsunarefni hvað langur tími leið frá því að hringt var í aðstoð þangað til hún barst. Einnig þótti undarlegt að enginn tók eftir neyðarsólunum sem skotið var á loft en hugsanlegt var talið að fólk héldi að ein- hverjir væru að leika sér með flugelda. Drangeyjarsund Benedikt Hjartarson bakari og sundkappi úr Reykjavík synti hið eftirsótta og erfiða Drangeyjar- sund. Sundið tók hann 2 klst. og 36 mínútur. Það sem þótti eftirtektarvert var að Benedikt dreif sig norður eftir vinnu í bakaríinu þar sem hann vinnur og eftir að hafa hitað sig í Grettislauginni dreif hann sig suður aftur þar sem hann ætlaði að leggja sig örlítið og mæta svo í vinnuna. Fyrsti heimsmeist- arinn í glímu Jóhanna Guðrún Magnúsdóttir frá Hnjúki hampaði fyrsta heimsmeistaratitli kvenna í glímu á fyrsta heimsmeistaramóti IGA sem fram fór í Hróarskeldu í Danmörku. íslandsmeistari Jóndís Inga Hinriksdóttir llára frá Syðstu-Grund varð íslands- meistari í langstökki á Meistara- móti Islands sem fram fór að Laugum í Reykjadal. Jóndís stökk4,10metra. Nýtt nafn á nýja heilbrigóisstofnun Já, nýtt nafn var opinberað á nýrri stofnun samkvæmt reglu- gerð sem tók gildi þann 16. júlí. Nýja stofnunin skal heita Heilbrigðisstofnunin Blönduósi og Sauðárkróki. íbúum fjölgar Samkvæmt miðársmannfjölda- skrá Hagstofu íslands fjölgaði íbúum á Norðurlandi vestra um 59 manns. Mest fjölgaði í Skagafirði eða um 34 en fækkað mest í Húnaþingi vestra um 8. Sameining Bæjarstjórn Blönduósbæjar samþykkti einróma að styðja hugmyndir samgönguráðherra að íbúafjöldi sveitarfélaga yrði að lámarki þúsund manns. Verði hugmyndirnar að lögum er ljóst að ekkert sveitarfélaganna fjög- urra í Austur Húnavatnssýslu getur staðið eitt og sér. Tíu milljónir Umsóknir um styrki úr Vaxtar- samningi Norðurlands vestra voru teknar fyrir í upphafi september. Alls bárust 20 umsóknir um fjárframlög, samtals að upphæð 48.090.000. Tíu aðilar fengu styrki alls að upphæð tíu milljónir. Kalkþörungur í Húnaflóa 10 - 15 manna vinnustaður gæti orðið til verði hugmyndir að væntanlegri kalkörungaverk- smiðju á Hvammstanga að veru- leika. Kalkþörunganámur sem taldar eru vera í vinnanlegu magni má finna í Hrúta- og Miðfirði þannig að ef til kæmi er líkleg staðsetning verksmiðj- unnar á Hvammstanga. Jón Óskar Pétursson framkvæmda- stjóri SSNV segir þó að hug- myndin sé á byrjunarstigi. Metuppskera korns I Skagafirði og Húnavatnssýslu voru bændur duglegir við að rækta korn. Stefndi í algjöra metuppskeru hvað varðar magn á hvern hektara sem og heildar- magn korns þar sem fjöldi hektara sem sáð var í hefur aldrei verið meiri. Sjö missa vinnuna Sjö starfsmenn Mjólkurbúsins á Blönduósi missa vinnuna frá og með áramótum er mjólkurbúinu verður lokað vegna hagræðingar í rekstri Auðhumlu. Þetta segir í grein í Feyki þann 25. sept. Áburöarverksmiója? Stofnað var á Blönduósi félag um könnun á forsendum til áburðar- framleiðslu. Forathugun á mál- inu hefur gefið það til kynna að þetta kunni að vera fýsilegur kostur og með stofnun þessa félags er ætíað að kanna enn frekar hvort að þetta sé raun- hæfur möguleiki, sagði Arnar Þór bæjarstjóri á Blönduósi. Fél- agið fékk nafnið Hákjami ehf. Gunnar formaóur SSNV Gunnar Bragi Sveinsson var kjörinn formaður SSNV á sextánda ársþingi samtakanna sem haldið var á Siglufirði um miðjan september. Aðrir í stjórn voru kosnir Elín R Líndal, Björn Magnússon, Héðinn Sigurðsson og Páll Dagbjartsson. Þetta var í síðasta sinn sem Siglfirðingar sitja þingið því þeir munu vænt- anlega starfa með Eyfirðingum og Þingeyingum héðan af. Fjöldi manns í Laxárdalnum Mikill fjöldi manns tók þátt í Ævintýrinu Skrapatungurétt þar sem riðið var niður Laxárdalinn og hann smalaður og stóðið dregið daginn eftir í Skrapa- tungurért. Mikil gleði og söngur var allsráðandi í þessu skemmti- lega ævintýri. Dömupjatt og mígildi Þetta voru drykkir sem boðið var upp á í afmæli ferðaþjón- ustunnar í Dæli en þá voru liðin 20 ár síðan þau Víglundur Gunnþórsson og Sigrún Valdi- marsdóttir fóru í slíkan rekstur. Fleiri drykkir voru á boðstólnum með skemmtileg nöfh eins og Sveitalúði, Bændabuna og Garg- olía svo eitthvað sé nefnt. Hallarmet og Feykir.is fer í loftió Til þess að geta sagt að fjölmenni hafi verið þegar Feykir.is væri opnaður þá var staðurinn valinn með það í huga. Það var gert á fjölmennri skemmtun í Reið- höllinni Svaðastöðum í sambandi við Laufskálaréttirnar að við- stöddum um 1000 manns. Á skemmtuninni var m.a. keppt í skeiði og varð Sigurður Sigurð- arson hlutskarpastur á Drífu frá Hafsteinsstöðum á tímanum 4,63 sekúndum og setti með því nýtt hallarmet. Hrafnhildur og Bjarki best Á uppskeruhátíð knattspyrnu- deildar Tindastóls voru þau Hrafnhildur Guðnadóttir og Bjarki Már Árnason kjörin bestu leikmenn í kvenna- og karla- flokki í fófboltanum. Skaufar og vambir í útflutning Skaufar vambir og annar innmatur seljast sem aldrei fyrr og hefur margfaldast í verðmæti enda mikil eftirspurn á þessum afurðum á Asíumarkaði. Að- spurður segir Ágúst Andrésson hjá KS að skaufamir séu notaðir í pottrétti og vambirnar þurrk- aðar og notaðar líkt og pasta og núðlur í ýmsa rétti. Smalaö í snjó og blíóu Mikið fjölmenni var í Víðidals- tungurétt en hún er stærsta stóðrétt landsins sé litið til fjölda hrossa. Tveggja daga dagskrá var í kringum réttarstörfin og koma gestir víða að úr heiminum til þess að upplifa stemninguna. Línudansarar í útrás Nokkrar hressar konur frá Skagaströnd héldu í haust til Skotlands þar sem þær tóku þátt í mikilli línudanshátíð. Forsvars- maður hópsins er Linda Björk Ævarsdóttir sem kennt hefur línudans á Skagaströnd. Lentu þær stöllur í miklum ævintýrum í ferðinni sem þær sögðu frá í Feyki. íslandsmet í garpasundi Hans Birgir Friðriksson frá Sauðárkróki setti Islandsmet í garpasundi sem fór fram í byrjun október. Islandsmetið var sett í flokki 55-59 ára í mjög harðri keppni í 50 m skriðsundi. Sparisjóóimir standa sterkir SparisjóðirnirtveiráNorðurlandi vestra í Skagafirði og Hvamms- tanga standa nokkuð keikir, stendur á forsíðu Feykis um miðjan október. -Þetta eru auð- vitað hræðilegar hremmingar en engu að síður er staðan hjá okkur góð og aukin innlán virka á okkureinsoggóðvítamínsprauta, sagði Páll Sigurðsson spari- sjóðsstjóri á Hvammstanga. 45 milljóna búbót Einstaklingur á Skagaströnd fékk 45 milljónir í vinning í Happ- drætti Háskólans. Hæsti vinn- ingur er 5 milljónir á einfaldan miða en vinningshafinn hafði keypt fimmfaldan miða auk fjögurra einfalda á sama miða. Sundlaug af staó Verktaki að byggingu sundlaugar á Hofsósi kom sér fyrir með tæki og tól sama dag og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri Skag- firðinga og fulltrúi Sveinbjöm Sigurðsson hf. undirrituðu samning um að fyrirtækið myndi byggja laugina. Samkvæmt sam- komulaginu var áætlað að gestir gætu baðað sig í lauginni í nóvember á þessu ári. Tískustúlkan 2008 Vala María Kristjánsdóttir var valin Tískustúlka 2008 á lokakvöldi keppninnar sem haldin var á Sauðárkróki. Þrek- sportstúlkan var kjörin Inga María Baldursdóttir. Það var Hulda Jónsdóttir, einstæð móðir á Sauðárkróki, sem var hug- myndasmiður og eigandi keppn- innar. Segir sig frá dreifbýlinu Gagnaveita Skagafjarðar sendi Fjarskiptasjóði bréf, þar sem í ljósi fyrirkomulags á útboði og breytinga sjóðsins varðandi farnetsþjónustu, telji fyrirtækið sig ekki skuldbundið að veita þjónustu sem áður var samið um. Gagnaveitan mun samt sem áður halda áfram uppbyggingu á háhraðaneti í dreifbýli, en á sínum forsendum. Glaumbær fær viöurkenningu Á uppskeruhátíð ferðaþjónustu-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.