Feykir


Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 9
02/2009 Feykir 9 sem ég er leggja upp í þá vegferð að taka á rekstrinum á þann hátt að taka á kostnaðarliðum með þessum hætti. Þrátt fyrir að ég átti mig alveg á því að það sé umdeilt og viðkvæmt mál þá er það í mínum huga svo miklu skárri lausn og í rauninni eina lausnin því hin lausnin felst í að skerða þjónustu eða hækka þjónustugjöld á þann hátt að ekki allir geti haft efni á að sækja heilbrigðisþjónustu. Nú er talað um glærur þar sem sagt sé að eigi leggja niður sjúkra- rannsóknar og fæð- ingadeildir. Og það brenna margar spurningar á fólki. Það er óvisst um sína framtíð og .. það sem meira er sína grunnþjónustu. Hvert er þitt svar til handa þessu fólki? tf -Mér þótti einmitt mjög miður að geta ekki komið á borgarafundinn sem haldinn var hér en ég frétti af honum það seint að ég gat ekki komið því við að mæta. Ég átti hins vegar frumkvæðið að því að fara á fundinn í Hafnarfirði. Þetta snýst um að nýta þá aðstöðu og mannafla sem við höfum með meiri og betri samvinnu á milli svæða og í því felast líka tækifæri. Eins og ég sagði áður þá er hinn valkosturinn flatur niður- skurður. Ekki bara í ár heldur líka næsta og þarnæsta ár og það myndi án nokkurs vafa hafa gríðarlega þjónustuskerðingu í för með sér jafnt hér sem annars staðar. Reynsla okkar af sam- einingum í heilbrigðisum- dæmum er að það hefur enginn haft áhuga á því að snúa til baka. Það er enginn sem berst fyrir því að brjóta upp aftur <? þær sameiningar sem hafa orðið á Austurlandi og eða Suðurlandi. Það er ekki verið að leggja neitt niður og okkar næsta skref er að fá fagfólk meðal annars héðan af svæðinu til að fara í þá vinnu að útfæra framkvæmdina. Hverjir eiga sæti í þessum vinnuhóp héðan? -Það eru Hafsteinn Sæmundsson, Herdís Klausen, Örn Ragnarsson, Óskar Jónsson og Vernharður Guðnason. Við treystum þessu fólki best til þess að vinna saman að því að sameina þessi svæði með eins góðri nýtingu fjármuna og hægt er. Hvað með Halldór Jónsson? Verður hann sjálfkrafa yfir hinni nýju stofnun? - Það er eitt af því sem við erum að fara yfir núna. En hvað er það þá nákvæmlega sem þið eruð að fara að spara ef ekki á að skera niður þjónustu? Varla erum við bara að tala um stöðu forstöðumanns? -Nei, þetta snýst um að við erum að taka á yfirstjórnum stofnanna almennt til þess að reyna að vernda störfin á gólfi um land allt jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Þetta er allt að gerast mjög hratt og þess vegna erum við að stofna þessa vinnuhópa svo hægt sé með sem bestum hætti að mæta sjónarmiðum sem flestra svæða og ekkert svæði upplifi sig þjónustulega útundan. En það er rétt að taka það fram að í þeim stofnunum sem þetta hefur verið gert hefur reynslan verið góð og talin hafa styrkt þjónustu á viðkomandi svæðum. Það er því engin leið til þess að fá þig til þess að hærta við þetta? -Ég get alveg hætt við þetta en þá þarf ég eins og ég sagði hér áður að skera niður þjónustu eða hækka gjöld enn frekar og á því hef ég ekki áhuga. Hvað með aðkomu sveita- félaganna, nú hafa bæði Blönduós og Skagafjörður óskað eftir að taka yfir rekstur stofnanna á sinum svæðum, kemur það til greina? -Ég hef haft frumkvæði að því að opna á þá umræðu að sveitarfélögin komi meira að rekstri heil- brigðisstofnanna meðal annars í Reykjavík þar sem heima- hjúkrun var flutt til borgarinnar. En til þess að hægt sé að ræða þessi mál tel ég að við þurfum engu að síður að ná þessum markmiðum fyrst. Nú segir í fimmtu grein Iaga númer 40 frá árinu 2007 að ráðherra sé heimilt að sameina stofnanir innan heilbrigðis- umdæma að undangengnu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og samtök sveitafélaga. Nú vilja menn meina að þetta samráð hefi ekki verið haft og þú því í órétti með þennan gjörning. Hvað segir þú um það? -Við erum hér til þess að ræða þessi mál og hafa samráð um útfærslu á sam- einingunni auk þess sem við höfum sent erindi til samtaka sveitarfélaga. Við teljum okkur því vera að uppfylla þessi skilyrði, segir Guðlaugur Þór að lokum. ( TÖLVUPÓSTURINN ) Selma Dögg Sigurjónsdóttir er verkefnastjóri hjá Impru - frumkvöölar og sprotar hjá Nýsköpunarmiðstöö íslands. Eitt af verkefnum Impru hafa verió Brautargengisnámskeið fyrir konur meö vióskiptahugmyndir. Feykir hafði samband vió Selmu og forvitnaöist örlítiö meira um námskeiöin. Námskeiö fyrir konur meö viöskipta- hugmynd Brautargengi fyrir konur hvers lags námskeið er það? -Brautargengi er námskeið fyrir athafnakonur sem hafa viðskiptahugmynd sem þeim langar til að koma í framkvæmd með nýju eða starfandi fyrirtæki. Á námskeiðinu er svo farið í stefnumótun, vöru- og þjónustuþróun, markaðsmál, fjármál, stjómun auk annarra hagnýtra atriða við stofnun og reksturfyrirtækja. Hversu langt er námskeiðið? -Námskeiðið hefst um miðjan febrúar með sameiginlegum degi hópanna tveggja, þ.e. hópsins á Sauðárkróki og á Akureyri og lýkur námskeiðinu með útskrift í maí. Kennt er einu sinni í viku í 4.5 tíma í senn. Auk þess hafa konumar aðgang að leiðbeinendumfrálmpruogSamtökumsveitarfélaga á Norðvesturlandi ítímum og milli tíma við að þróa áfram sína hugmynd. Auk þess kemurgóður hópur fyrirlesara úr atvinnulífinu að námskeiðinu með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Lýkur því með prófi? -Námskeiðið er próflaust en konumar vinna jafnt og þétt á námskeiðstímanum og fá að glíma við nokkur skemmtileg heimaverkefni sem nýtast beint inn í þeirra viðskiptaáætlun. Endanlega afurð námskeiðsins, ef svo má segja, er því heilsteypt plagg um þeirra viðskiptahugmynd. Hvar verður það kennt? -Brautargengi er haldið í samvinnu við SSNV og verður það kennt á Sauðárkróki þetta vormisserið. Einnig verður hópur á Akureyri sem konumar á Sauðárkróki hafa tækifæri á að kynnast og efla þar með enn frekar tengslanetið sitt Hafa svona námskeið verið haldin oft áður? -Brautargengi fagnaði 10 ára afmæli sínu sl. haust en námskeiðið hófst sem 2ja ára námskeið í Reykjavíkárið 1996. Brautargengi á landsbyggðinni hófst árið 2003 og hefur verið keyrt á 14 stöðum vítt og breitt um landið og hlotið góðar viðtökur en yfir 700 konur hafa tekið þátt f námskeiðinu frá upphafi. Hefur stórt hlutfall þeirra kvenna sem námskeiðið sækja endað í eigin rekstri? -Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Impru kom í Ijós að 50 - 60% kvenna sem lokið hafa Brautargengisnámi eru meðfyrirtæki írekstri ogtelja flestar að námskeiðið hafi skipt mjög miklu máli varðandi það hvort þær færu af stað með rekstur. Einnig telur mikill meirihluti þeirra að þærséu mun hæfari stjórnendur eftir að hafa lokið náminu. Alltaf leggja einhverjar hugmyndina sína til hliðar eftir að hafa skoðað hana á námskeiðinu þar sem forsendur gefa til kynna að viðskiptahugmyndin beri sig ekki fjártiagslega miðað við gefnar forsendur. Hvaða skilyrði þurfa konur að uppfylla til þess að geta sótt námskeiðið? -Eina inntökuskilyrðið sem við setjum er að konur hafi hugmynd til að vinna með á námskeiðinu en að loknu námskeiði hafa konumar í höndum sínum viðskiptaáætlun um þá hugmynd sem þær komu með á þangað. Getur þú nefnt dæmi um konur á Norðuriandi vestra sem hafa sótt svona námskeið og eru í rekstri? -Það er erfitt að nefna einhverjar nokkrar en á heimasíðu Impru, www.impra.is má sjá umsagnir þátttakenda um námskeiðið og hvaða fyrirtæki þær reka í dag. Btthvað að lokum? -Skráning á námskeiðið er hafin á heimasíðu Impru og ég hvet konurtil þess að hafa samband við mig á netfangið selma@nmi.is eða í síma 460-7975 vilji þærfá frekari upplýsingar um námskeiðið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.