Feykir


Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 10
lO Feykir 02/2009 Fyrsta bam ársins á Noróurlandi vestra Nýársprinsessa á Sauoárkróki Feykir Sveinsson og Erla Björk Helgadóttir eignuðust sitt annað barn þann 1. janúar klukkan 15:32. Fyrir áttu þau Helga Snævar fjögurra ára. I.ítil prinsessa leit dagsins ljós og vóg hún 4440 g eða tæpar 18 merkur og var 56 cm löng svo því sé nú skilmerkilega haldið til haga. Samkvæmt sónar var von á prinsessunni þann 30. desember en hún ákvað að tilheyra frekar 2009 árgang og lét aðeins bíða eftir sér. -Ég vaknaði um 10 að morgni nýársdags með smá seiðing og hún var komin í heiminn kl. hálf fjögur, ég sagði nú altaf í gríni að ég ætlaði að koma með fyrsta barn ársins en bjóst samt ekki við því að eiga á nýársdag, hvað þá fyrsta Skagfirðinginn, segir Erla og horfir blíðlega á dóttur sína sem teygar móðurmjólkina á meðan á viðtalinu stendur. Aðspurð segir Erla að það hafi verið frábær upplifun að fæða heima á Sauðárkróki. -Þegar ég átti Helga Snævar þá missti ég vatnið þremur vikum fyrir áætlaðan dag og var stödd á Drangsnesi með Feyki. Ég var því send með sjúkrabíl á Akranes þar sem hann fæddist. Feykir fékk jú að vera viðstaddur fæðinguna og vera hjá mér fyrstu nóttina en síðan fékk hann bara að kíkja í heimsókn og var ég þar inni í 4 daga. Við vorum svo heppin að hann á móðurbróður á Skaganum og gat því gist og verið hjá honum, annars hefði hann bara þurft að vera á hóteli en hjúkkurnar hugsuðu vel um mig. Hérna var þetta allt svo heimilislegt. Ég var eina sængurkonan og var tvær nætur á sjúkrahúsinu. Á meðan kom Feykir og fór eins og hann vildi og gisti báðar næturnar. Það var voða gott að geta aðeins hvílt sig eftir fæðinguna og fengið ráðgjöf og þjónustu sem í boði er og svo eru þær eru svo yndislegar þessar ljósmæður og hjúkkur hérna, segir Erla. -Miðað við hvernig allt gekk hjá mér hefði ég ekki viljað þurfa að keyra norður á Akureyri á einkabíl eða skrölta í sjúkrabíl eftir að ég vaknaði þarna um morguninn, sérstaklega ekki ef stelpan hefði verið minni, þá hefði hún líklega verið fædd milli 13.00 og 14.00. Hún var bara svo stór að þetta tók allt saman aðeins lengri tíma, bætir hún við. Helgi Snævar kemur nú inn í stofu en hann hafði fengið það miður skemmtilega verkefni að taka til í herberginu sínu. Ég spyr hvernig sé að vera orðinn stóri bróðir? -Já, ég er orðin það, svarar Helgi að bragði. -Þegar barnið kom úr bumbunni varð ég stóri Nýársprinsessna er bæði vær o£ góð. Mynd: Erla Björk Helgi Snævar er góður við litlu systr. Mynd: Erla Björk bróðir, bætir hann við. En þarf að drekka úr brjóstunum skyldi eitthvað vera hægt að leika við litlu systur. -Já, já ég get sýnt henni bangsana. Hún er stundum reið þá er hún búin að kúka eða er svöng og hennar mömmu, bætir hann við með allt sitt á þurru. Feykir sest hjá okkur og tekur hann undir orð Erlu um hversu gott það hafi verið að njóta sængurþjónustu á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðár- króki. -Jenný og Birgitta voru með okkur allan tímann fram að fæðingu, Jenný í fæðingu og nú kemur hún hingað heim og tékkar á okkur. Ég get ekki séð að þessi fæðingarstofa hér sé svo dýr í rekstri, því trúlega þurfa þeir að hafa ljósmóður á staðnum. Það kostar líka sitt, jafnvel meira, að keyra á milli í sjúkrabíl. Það eru svo miklu skemmtilegri tengsl sem myndast á þessum smærri stöðum, segir hann. Þau Feylcir og Erla eru bæði í fæðingaorlofi og segist Erla ætla að taka sér ársleyfi. -Ég alla vega stefni að því núna en ætla svo sem að hafa mína hentisemi með þetta, það fer svolítið eftir því hvað hún verður lengi á brjósti og hvenær ég fæ nóg af því að hanga heima hvort ég fari fyrr að vinna, segir Erla og hlær. Ekki mikið stressið á þessum bænum. Það er að verða tímabært að leyfa litlu fjölskyldunni að fá frið en ég get ekki kvatt án þess að spyrja þessarar spurningar sem allar mæður fá og að sjálfsögðu spyr ég í smá fullyrðingartón. Er hún ekki vær? Erla hlær að spurningunni og er fljót að svara. -Hún er voða vær og góð, lætur reyndar alveg í sér heyra ef eitthvað bjátar á en er líka fljót að þagna þegar hún er tekin upp. Það heyrðist aldrei í bróður hennar og því segi ég að hún láti vel í sér heyra en gestir segja mér að láta ekki svona það heyrist aldrei í þessu barni, segir Erla að lokum. Hugmyndarikar konur ... athugið! Nýsköpunarmiðstöð íslands Impra frumkvöölar og sprotar Impra á Nýsköpunarmiðstöð Islands auglýsir Brautargengi á Sauðárkróki Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmyndum í framkvæmd með nýju eða starfandi fyrirtæki. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur: • skrifi viðskiptaáætlun • kynnist grundvallaratriðum varðandi stofnun fyrirtækja • öðlist hagnýta þekkingu á þeim þáttum sem koma að fyrirtækja- rekstri, s.s. stefnumótun, markaðsmálum, fjármálum og stjórnun Námskeiðið þyggist upp á fyrirlestrum, verkefnavinnu og persónu- legri handleiðslu og hentar jafnt konum sem eru að hefja rekstur og konum sem reka nú þegarfyrirtæki. Kennsla hefst um miðjan febrúar 2009. Nánari upplýsingar og skráning á vefsfðu Impru, www.impra.is, eða hjá Selmu Dögg Sigurjónsdóttur verkefnisstjóra í síma 460 7975, selma@nmi.is.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.