Feykir


Feykir - 22.01.2009, Qupperneq 1

Feykir - 22.01.2009, Qupperneq 1
Fréttablaðið á Norðurlandi vestra 22. janúar2009 :: 3. tölublað :: 29. árgangur ©455 2200 Bangsi og Stefán Vagn menn ársins Alls tóku um 1000 manns þátt í því að kjósa mann ársins á Norðurlandi vestra oggaman að segja frá því að jafnir í fyrsta sæti með 262 atkvæði voru þeir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, og Björn Sigurðsson, Bangsi, hvunndagshetja á Hvammstanga. Viðtöl eru við menn ársins á miðopnu Feykis. sjá bls. 6-7 Felag Ferðaþjonustunnar í Skagafirði_ 7,5 milljónir í Sturlungaverkefni Gáttir, vöruþróunarverkefni í menningartengdri feröaþjón- ustu á vegum Ferðamála- stofu og Nýsköpunarmiö- stöö ísiands hafa veitt Sturlunguhóp á vegum Félags Ferðaþjónustunnar í Skagafiröi styrk að upphæö 6,5 milljónir króna. Síðastliðið sumar var settur á laggirnar Sturlunguhópur á vegum Félags Ferðaþjónust- unnar í Skagafirði, og sótt var um að taka þátt í Gáttum. Félagið fékk 1. milljón í forverkefhisstyrk s.l. haust til þess að vinna frekar með hugmyndir sínar og undirbúa framhaldsumsókn. Hópurinn er geysiöflugur og samanstendur af átján aðilum bæði fyrirtækjum og stofnun- um innan ferðaþjónustunnar sem og áhugasömum einstakl- ingum. Er þarna að sögn langþráður draumur loksins að rætasthj ámörgum, semhafahaft áhuga á að nýta þetta merkilega sögusvið sem við Skagfirðingar eigum, í ferðaþjónustunni. Fyrri part vetrar hittist Sturlungahópurinn vikulega til þess að spá og spekúlera, ræða ýmsa atburði og atriði sögunnar sem og persónur og velta fýrir sér möguleikum varðandi útfærslur. M.a. fékk hópurinn Einar Kárason í heimsókn og var hann með námskeið í Sturlungu. Auk peningastyrksins frá Gáttum er boðið upp á námskeið og handleiðslu við verkefnið. Ákveðið hefúr verið að leggja áherslu á fjóra meginþætti i verkefhinu. Gera á átak í merkingum sögustaða sem tengjast sturlungaöldinni. Bjóða á upp á hljóðleiðsögn og lifandi leiðsögn áýmsum stöðum. Setja á upp einhverskonar miðstöð eða setur þar sem fjallað verður um atburði Sturlungu á fjölbreyttan og líflegan hátt. Þá er stefnt að þvi að setja upp dagskrá eða viðburð tengdan atburðum Sturlungu næsta sumar og stefnt er að slíku með vissu millibili.. Sturlungahópurinn ædar að fara á af stað með leshóp i Sturlungu n.k. laugardag á Hótel Varmahlíð kl. 10.30 og eru áhugasamir boðnir velkomnir. Stjórn SSNV áiyktar um heilbrigðismál Vilja tryggja þjónustu Stjóm SSNV mótmætti á siöasta fundi sínum þvf samráösleysi sem heilbrigðisráðherra hefur vióhaft varöandi þær miklu breytingar sem tilkynntar hafa verió skipulagi heif- brigðisþjónustu með stór- felldri sameiningu stofnana. Segir í ályktun að aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu sé homsteinn hvers sam- félags og afar mikilvæg i byggðalegu tilliti. Því sé óásættanlegt að íbúar þurfi að leita um langan veg eftir grunnheilbrigðisþjónustu. Krefst stjórn SSNV þess af ráðherra að hann tryggi að þjónusta heilbrigðisstofnana á Norðurlandi vestra skerðist ekki á neinn hátt og störfum við heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi vestra fækki ekki. Sauðárkrókur Vinna hafin við Ártdl K-tak átti lægsta tilboó f jarövinnu, undirstöður og botnplötu vió leikskólann við Árkíl á Sauðárkróki. Að sögn Gunnars Braga Sveinssonar formanns byggða- ráðs er verið að skoða hvaða leiðir verða farnar í framhaldinu með uppbyggingu leikskólans. Það mun skýrast á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að leik- skólinn verði tilbúinn í mars- apríl árið 2010. hotepook ESEVfeáuÐ 'OS'D® Intel Core 2 Duo örgjörvi T5870 2.0 GHz, 2 MB L2 Coche, 800 MHz FSB VERÐ m. —kTew^ilt ehj J|— TOLVUDEILD BORGARFLOT 27 SAUÐARKROKI r 455 7900 VIÐ BÓNUM 0G RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 848 7007 * Netfang: siffo@hive.is Bílaviðgerðir

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.