Feykir


Feykir - 22.01.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 22.01.2009, Blaðsíða 10
lO Feykir 03/2009 Afmælistónleikar til heióurs Skarphéöni H. Einarssyni Skarphéóinn í 60 ár Skarphéðinn lék við hvurn sinn fingur og tók lagið. Þann 11. september á síðasta ári átti Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson á Blönduósi 60 ára afmæli. í tilefni af því var tónlistarskemmtun haldin annan dag jóla þar sem sérstök undirbúningsnefnd hafði veg og vanda að tónleikunum. Þeirvoru haldnir í Félagsheimilinu á Blönduósi og gestir voru um 300 talsins auk þess sem þátttakendur voru um 50 talsins. Veislustjórar voru bræður Skarphéðins, þeir Jón Karl og Kári Einarssynir og fóru þeir yfir ævi Skarphéðins við mikla kátínu viðstaddra en sú yfirferð var í léttari kantinum. Fjölmörg tónlistaratriði voru flutt og má þar nefna núverandi og þáverandi lúðrasveit, Hjalti Jónsson söng við undirleik Sólveigar Einarsdóttur. Hug- rún Hallgrímsdóttir, Kristín Birgissdóttir, Lillý Rebekka Steingrímsdóttir og Pál Szabó spiluðu og Svörtu sauðirnir enduðu dagskrá fyrir hlé. Eftir hlé var komið að hljómsveitinni Demó en hana skipa þeir Haukur Ásgeirsson, Benedikt Blöndal, Unnsteinn Júlíusson, Stefán Ólafsson og Skarphéðinn Einarsson og léku þeir nokkur lög og sungu með þeim þau Nína Hallgrímsdóttir, Guðmundur Karl Ellertsson og Hrafnhildur Víglundsdóttir. Næstir á svið var Bigband en það var skipað fyrrverandi nemendum ásamt nokkrum aukaleikurum að „sunnan'. í lolcin steig hljómsveitin Sveitó á stokk sem skipuð er þeim Skarphéðni, Jóni Karli, Baldri Valgeirs, Skarphéðni Ragnars og Sigurði Baldurs og alveg í restina fluttu þeir Benni, Unnsteinn, Stebbi og Haukur frumsamið ljóð til heiðurs afmælisbarninu. Hægt er að sjá fleiri myndir á heimasíðu Jóns Sig á www.123.is/jonsig Svörtu sauðimir voru sprækir. Jón Karl og Kári fluttu nokkrar óborganlegar drápur. Mikil músík var í veislunni. Hjalti Pálsson sagnfræðingur „Það er feykigott fyrir Norðurland vestra að hafa sitt svæðisblað sem flytur fréttir og fróðleik úr heimabyggð og tengir íbúana betur saman. Þetta myndum við best finna ef blaðið hyrfi af vettvangi. Stöndum öll saman að eflingu Feykis. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - eða þannig.” Góðar fréttir að heiman íbúaþing 7. febrúar Mótum Sauöárkrók saman til framtíöar í bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra laugardaginn 7. febrúar frá kl. 10:00 til 15:00. íbúaþing er: - Vettvangur þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að koma sínum hugmyndum og ábendingum um þróun byggðar og samfélags á framfæri. - Tækifæri til að safna saman þeirri miklu þekkingu og visku sem býr í samfélaginu. - Haldið í tengslum vió endurskoóun á aðalskipulagi fyrir Sauðárkrók sem ráðgjafarfyrirtækió Alta vinnur aó í samráöi vió sveitarfélagió. Á íbúafund eiga allir erindi og hægt er að lofa fróólegum og skemmtilegum degi. Boóió verður upp á barnagæslu á staónum og léttar veitingar verða til sölu á vægu veröi. íbúum býöst aö senda inn tilllögur aó umræðuefnum fyrir íbúaþingið á netfangiö skagafjordur@skagafjordur.is fram til 5. febrúar. Takið daginn frá - nánar auglýst síóar! www.skagafjordur.is Skagafjörður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.