Feykir


Feykir - 29.01.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 29.01.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 04/2009 Jón Bjarnason um heilbrigðisstofnanir Ferlið stöðvað og skoðað í held sinni -Við setjum það á oddinn að stöðva þau mál og endurskoða. Sums staðar getur þetta verið skyn- samlegt en annars staðar ekki. En þetta ferli verður stöðvað og málið yfirfarið í heild sinni og í þetta sinn í samvinnu við heimafólk, segir Jón Bjarnason, þing- maður VG í samtali við Feykir. Jón gat þó ekki sagt til um hversu langt yrði gengið í þessum málum, hvort aftur yrði snúið til þeirrar hug- myndar að sameina á Blöndu- ósi og Sauðárkróki eða þá að hver stofnun stæði sem sérstök rekstareining líkt og verið hefur. Leiðari Númer 100 í dag skilum uið þér lesandi góður blaði númer 100 undir minni ritstjórn. Þetta hefur verið skemmtilegur timi, tími umbrota og tækifæra hér á svæðinu. Mér telst svo til, efég kann að telja, að það séujafnframt 108 vikur síðan égflutti á Norðurland vestra. Þegar ég kom hingað vissi ég ekki mikið um svæðið og þekktifáa. Er eiginlega óhætt að segja að ég hafi varla þekkt nokkurn mann. Á þessum vikum hefég kynnstfólki alls staðar afá svæðinu, bændum,frumkvöðlum, listamönnum, stjórnmálamönnum, klárum unglingum og kátum krökkum. Stundum hefur mérfundist ofmikill tímifara í að sætta sjónarmið milli svæða, hverju svæðifinnst við Palli eyða ofmikilli orku á hinu svæðinu. En það sagði mér góður maður í vikunni að svona hefðiþetta verið í yfir 100 ár og því breytti ég ekki áioo vikum. Ætliþað sé ekki svolítið til i þessu hjá honum. Við höfum skólast mikið til á þessum 100 blöðum, opnað vefsvæðiðfeykir.is og tekið gríðarlegan jjölda viðtala og frétta. Samtfinnst mér ég ekki hafa náð að gera mikið meira en gára yfirborða viðfangsefnanna. Þau eru sem beturfer óþjótandi. Eins eru lesendur duglegir að munda myndavélarnar og senda okkur myndir ogfréttirþví án þess væriþettajú ekki hægt. Við Palli náum aldrei að vinna þetta allt tvö ein. í tilefni timamóta kynnum við í dag Feyki með nýju útliti og örlítið breyttum áherslum. Er það ósk mín að lesendur Feykis taki þessum breytingum vel og verði áfram í góðum tengslum við blaðið sitt. Hugmyndir ykkar eru vel þegnar. Ég hefófáar liugmyndirnar fengiðfrá lesendum, stór hlutiþeirra hefur nú þegar litið dagsins Ijós á síðum blaðsins en eitthvað afþeim hugmyndum eru enn í hugmyndabókinni góðu sem til allra lukku virðist alltaf verajafn full. Góðar hugmyndir, greinar, myndir sögur og Ijóð eru vel þegin inn á netfangiðfeykir(afeykir.is því saman búum viðjú til besta blaðið. Hlý kveðja Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgerflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Bladstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmadun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is ® 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprentis ® 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Öm Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Byggðarráð Húnaþings vestra_ Mótmælir sameiningum heilbrigðisstofnanna Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælir á fundi sfnum fyrr í vikunni harðlega áformum um skeðingu á þjónustu heilbrigðisstofnunarinnar Hvammstanga þ.m.t. skertu sjálfstæði stofnunarinnar og skorti á nauðsynlegu samráði. Byggðarráð Húnaþings vestra gerir þá kröfu að komi til sameiningar heilbrigðisstofn- ana verði hún vel undirbúin og að allar ákvarðanir verði sérlega vel ígrundaðar en ekki teknar í fljótræði þar sem um grunn- þjónustu samfélagsins er að ræða. Lögð er áhersla á að fram- lwærnd sameiningarinnar verði á jafnréttisgrunni milli einstakra stofnana en ekki að um sé að ræða innlimun undir Heilbrigðisstofnun Akraness. Byggðarráð Húnaþings vestra leggur áherslu á að ef áform um sameiningu heil- brigðisstofnana komi til framkvæmda sé tryggt að í skipuriti þeirrar nýju stofnunar komi fram að fagleg og stjórnunarleg ábyrgð sé áfram í heimahéraði og að sérstakur rekstrarstjóri sé þar starfandi. Byggðarráð Húnaþings vestra leggur ríka áherslu á að þjónusta sem veitt hefur verið við Heilbrigðisstofnunina Hvammstanga verði á engan hátt skert og að íbúar læknishéraðsins njóti áfram þjónustu þess frábæra fagfólks sem þar starfar." Hefur ályktun þessi verðu send til heilbrigðisráðherra. Alþingiskosningar 2009 Guðmundur Steingríms- son ætlar fram Guðmundur Steingnmsson hefur ákveðið að sækjast eftir 1. sæti á lista framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi f komandi alþingiskosn- ingum. Guðmundur er eins og flestir vita sonur Steingnms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins. „Það eru mörg spennandi og aðkallandi verkefni í kjörd- æminu, t.d. hvað varðar aukna verðmætasköpun í matvæla- iðnaði. Atburðir í efnahagsmál- unum undanfarið hafa rækilega leitt í ljós að meiri tekjuöflun og fjölbreytt atvinnuuppbygging sldptir ekki bara máli fyrir kjördæmið sem slíkt, heldur þjóðina alla. Nú þarf að bretta upp ermar," segir Guðmundur í samtali við Feyki. Aðspurður segist hann hafa miklar og sterkar tengingar inn í kjördæmið. Faðir hans og afi hafi verið þingmenn fyrir Vestfirði og þangað eigi hann sterkar rætur. Þá dvelji hann löngum í Borgarfirði og unnunsta hans sé af Snæfells- nesi að ógleymdum ættar- tengslum hans í Skagaíjörðinn. Blönduós__________ Hið ístenska laxasetur Opinn kynningarfundur um stofnun Hins íslenska laxaseturs á Blönduósi verður haldinn fimmtudaginn 29. janúar n.k. kl. 20:30 að Þverbraut 1 á Blönduósi (gamla Ósbæ). Framsögumenn verða: Arnar Þór Sævarsson, bæjar- stjóri Blönduóss. Alva Kristín Ævarsdóttir, verkefnisstjóri og hugmyndasmiður Hins íslenska laxaseturs. Ásbjörn Björgvinsson, stofnandi Hvalasafns íslands og framkvæmdastjóri Mark- aðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi. Hrafnhildur Ýr Viglundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Selaseturs Islands og ráðgjafi verk- efnisins um Hið íslenska laxasetur. Atvinnumál kvenna og Vaxtasamningur Norður- lands vestra styrkja verkefnið. Húnaþing vestra Barkastada- selverður lögbýli Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á sfðasta fundi sínum að verða við ósk Benedikts Ragnarssonar um stofnun lögbýlis í Barkastaðaskógi undir heitinu Barkastaðasel. Var lagt til að erindið yrði samþykkt með teknu tilliti til skipulaps- og búrekstarstöðu nálægrajarða. Þá var lögð fram og samþykkt endurskoðun á aðalskipulagi Húnaþings vestra í landa Bessastaða í Húnaþingi vestra. Nýsköpunarmiðstöð Opna starfsstöð á Sauðárkróki Impra, Nýsköpunarmiðstöð íslands mun í febrúar opna starfsstöð á Sauðarkróki þar sem gert er ráð fyrir þremur stöðugildum. Nú þegar hafa verið auglýstar tvær stöður sér- fræðinga sem munu sinna rannsóknar- og þróunarverk- efnum á Norðurlandi vestra, m.a. á sviði trefjaiðnaðar. Starfsemi Versins vísindagarða er grunnur að þverfaglegu þekkingarsetri á Sauðárkxóki og munu starfsmenn Nýsköpunarmið- stöðvar vera með aðstöðu þar. Starfsstöð Nýsköpunar- miðstöðvar á Sauðárkróki er ætlað að efla menntun, rannsóknir og nýsköpun í þágu atvinnuuppbyggingar á svæðinu og kalla fram samlegðaráhrif sem leiða munu til varanlegrar nýsköpunar í atvinnulífi á Norðurlandi vestra.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.