Feykir


Feykir - 29.01.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 29.01.2009, Blaðsíða 4
4 Feykír 04/2009 Hjalti Pálsson t.v. og Sölvi Sveinsson t.h. ásamt heiðursfélaganum Hannesi Péturssyni á heimili hans 14. janúars.l. Gloría Kristmundi virðist vera mjög skemmtileg bók efmarka má upplitið á þeim Hjalta og Kristmunði á þessari mynd. Furukot 2.9. 1981. Mynd: Hing. Ingvarsson stjórnarmenn í sögufélaginu hittu Kristmund á afmælinu 10. janúar s.l. og afhentu honum þessa viðurkenningu. Mánudaginn 12. og miðvikudaginn 14. janúar voru þeim Hannesi og Sigurjóni einnig afhent sín heiðursskjöl. í tilefni afmælis Krist- mundar tóku þessir fyrr- verandi og núverandi ritnefndarmenn sig til og efnuðu í tæplega 100 blaðsíðna afmæliskver til heiðurs Kristmundi og skrifuðu hver sína greinina. Kom bókin út á afmælisdaginn 10. janúar og er nafn hennar dregið af latínufrasanum Gloria mundi eða dýrð heimsins. Með sérstakri tilvísan til Kristmundar var bókin nefnd Gloria Kristmundi. Um það bil 100 eintök eru til sölu af gloríu eða dýrð Kristmundar og fæst hún á afgreiðslu Sögufélagsins í Safnahúsinu á Sauðárkróki, eða nánar til tekið á Héraðsskjalasafninu og kostar þar kr. 2500. Hjalti Pálsson skrífar Þrír heiðursfélagar hjá Sögufélagi Skagfirðinga Um mánaðamótin nóvember/desember kom út 31. hefti Skagfirðingabókar, rits Sögufélags Skagfirðinga, sem hóf göngu sína árið 1966 þegar þeir félagar Hannes Pétursson skáld, Kristmundur Bjarnason rithöfundur á Sjávarborg og Sigurjón Björnsson sálfræðingur tóku sig saman og efndu til útgáfu rits sem þeir nefndu Skagfirð- ingabók. Ögmundur Helgason — 0(rU-fy«tí/tr‘7?jl}n(!£nL ■'&fa upp á síðkastið. Ritnefnd bókarinnar síðustu þrjá áratugina eða rúmlega það, hafa síðan skipað Gísli Magnússon, Hjalti Pálsson, Sigurjón Páll ísaksson og Sölvi Sveinsson. í tilefni þess að einn þessara forgöngumanna Skagfirðingabókar varð níræður á dögunum ákvað félagið að votta þeim þakklæti sitt öllum í senn og gera að Heiðursskjalið sem afhent var Kristmundi Bjarnasyni. kom til liðs við þá félaga með útgáfu sjötta heftis en eftir það gáfu þeir Sögufélagi Skagfirðinga bókina og upplagið og hefur hún síðan verið ársrit félagsins og fastur punktur í útgáfum þess, þótt hún hafi reyndar ekki komið árlega heiðursfél- ögum fyrir margvíslegan stuðning við skagfirska fræðastarfsemi og það framtak að hefja útgáfu Skagfirð- ingabókar sem síðan hefur flutt mjög mikið og margvíslegt efni úr héraði á meira en 3000 blaðsíðum og bjargað frá gleymsku fjölþættum fróðleik og vitneskju. Hjalti Pálsson og Unnar Hörður Ingimarsson skrifar Opið bréf til Sveitarstjórnar Skagafjarðar | Árið 1978 stóð ný Bæjarstjórn á Sauðárkróki frammi fyrir þörfum um brýna lausn á leikskólamálum. Ágæt samstaða var um staðsetningu og byggingu nýrrar dagvistunarstofnunar eins og það var nefnt á þessum árum. Staðsetningin var ákveðin við Sæmundarhlíð í miðju Hlíðarhverfinu. Túnahverfið var þá óbyggt en grunnur að fyrsta húsinu þar var tekinn 1980. Furukot fékk nafn sitt líklega af húsgerðinni, timburhúsi á steyptum grunni framleitt af Húseiningum í Siglufirði. Þessi húsgerð var m.a. valin vegna þess að það kæmi fljótt í notkun og ekki síst það að stækkunarmöguleikar voru góðir bæði til vesturs og suðurs og þar að auki að kostnaður yrði sveitarfélaginu viðráðanlegur. Þá þótti staðsetning Furukots góð miðað við væntanlega byggð í Túnahverfi sem ekki var vitað þá hve hratt myndi byggjast upp. Furukot var sem sagt hugsað til að þjóna tveim hverfum mitt í millum tveggja byggðakjarna. Möguleikar á stækkun Furukots Furukot er milli 240-50m2 að grunnfleti. Stækkunar- möguleikar eru allt frá 400m2 til 600m2. Landrýmið er yfrum nóg bæði fyrir byggingar, bílastæði og útivistarsvæði. Allar helstu lagnir eru til staðar og grunnur undir nýtt hús ódýr og auðunninn. Gróflega áætlað er byggingarkostnaður nú um 200 þús. krónur á fermetra. Miðað við stækkun Furukots um 600m2 væri kostnaður um 120 milljónir króna en ef vísitala byggingakostnaðar frá 2008 er tekin með í reikninginn hefur hún hækkað um 30% sem þýðir að kostnaðurinn getur farið í um 160 milljónir króna. Það er álit ýmsra að með nýjum bílastæðum og full- frágenginni lóð sé heildar kostnaður um 200 milljónir króna. Stækkun Furukots eyðir öllum biðlistum eftir leikskólaplássum og vel það. Sveitarstjórn Skagaíjarðar ætlar að leggja niður og loka Furukoti er væntanlegur leikskóli tekur til starfa í Sauðármýrum. Rökin fyrir því liggja hvergi fyrir opinberlega. Leikskóli í Sauðármýrum Illu heilli var tekin skóflustunga að nýjum leikskóla í reitnum austan Skagfirðingabrautar sunnan Sauðár og Tjarnarbrautar og vestan brautar um Borgargerði í þessum reit (oft kallaður Sauðármýrarreitur) sem hafði ekki verið deiliskipulagður á þessum tíma. Það varð að sýna forseta fslands virðingu og fá eiginkonu hans verkefni meðan á opinberri heimsókn stóð á liðnu sumri. Þetta var því skrautsýning og vand með farið og nánast ógjörningur að hafa skoðanaskipti um leikskólann fyrir og um forsetaheimsóknina. Þetta var því tilgerðarleg gjörð. Tekin skóflustunga á svæði sem ekki hafði fengið afgreiðslu á deiliskipulagi sem skylt er samkvæmt lögum. Ekki hefur enn verið samþykkt deiliskipulag og staðfest á þessu svæði það ég best veit. Það má öllum vera ljóst að brautin um Borgargerði verður með hraðakstur, en frá henni er aðkoma að væntanlegum leikskóla. Þá má búast við mikilli svifmengun sem mun leggjast yfir væntanlegan leikskóla. Ríkjandi hafgola og vindar eru á þessu svæði sem öllum eru kunn. Þá nægir að nefna til viðmiðunar svifryksmengun á Akureyri sem talsvert hefur verið íjallað um. Öndunarfærasjúkdómar fylgja slíku umhverfi og ekki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.