Feykir


Feykir - 29.01.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 29.01.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 04/2009 10 ára afmæli Búhölda Gleði í bundnu Búhöldar buðu á dugunum íbúum í íbúðum félagsins til kvöldverðar á Hótel Mælifelli en tilefni kvöldverðarins var 10 ára afmæb félagsins. Veislustjórar voru þær Unnur Sigfúsdóttir og Margrét Albertsdóttir máli Undir borðhaldi las Unnur kitlandi brandara svo hlátur- öldur liðu um salinn. Þórður Eyjólfsson sté svo í ræðustól og lýsti aðdraganda og stofnun félagsins og hvernig til hefur tekist með byggingarnar, en íbúðir félagsins eru orðnar 44 Heimsmálin voru ekki bara rædd heldur leyst. sér hafa verið alveg sérlega hjálpsamir en það eru þeir Ólafur Þorbergsson og Helgi Þorleifsson. Svo hefur stjórnin verið afskaplega samhent og hjálpfus ef eitthvað hefur þurft að gera, festa þakplötur eða eitthvað annað. Svo get ég sagt að fólk er mjög duglegt að mæta á fundi. Svo má ég til með að nefna að hinn lági byggingakostnaður hefur vakið athygli viða því hingað hafa komið hópar manna frá öðrum sveitarfélögum til að skoða þetta hjá okkur. Þeir undruðust að hægt væri að byggja fyrir 135 þúsund á fermetrann þegar kostnaðurinn annarstaðar fór upp undir 200 þúsund krónur á fermetrann. Hönnuður hús- anna Jóhannes Ingibergsson á Akranesi var líka sérlega lipur og vel á verði þegar hann teiknaði þau. Hann kom þrisvar sinnum norður til að hitta okkur og tók okkar tillögum vel og rissaði og teiknaði þangað til allir voru ánægðir. Húsin eru öll eins, 91m2 með 38m2 bílskúr, íjögur rúmgóð herbergi, stórt eldhús og þvottahús. Dyr eru breiðar og hannaðar fyrir hjólastóla svo það er einstaklega gott að ganga um. -Sá sem sækir um íbúð hjá okkur borgar 2,5 milljónir inn á íbúðina þegar hún er á byggingastigi og öðlast þá eignarétt á henni, afganginn er hægt að fjármagna með láni frá íbúðalánasjóði. Ásgrímur hjá íbúðalánasjóði hefur verið mjög hjálplegur á öllum sviðum. Hann hefur sótt um lánin fyrir okkur og jafnvel boðið okkur heim til sín. Fjölbreytt félagslíf Félagslífið er líflegt hjá okkur. Mikill samgangur er milli húsa einsoghérséeinstórfj ölskylda. Það er mikið spjallað og skrafað. Við komum saman tvisvar á ári, sumar og vetur. Á sumrin er grillað og slegið upp götupartýi og balli og á vetrum er höldum við veislu á Hótel Mælifelli og um daginn vorum við einmitt með veglega veislu í tilefni af 10 ára afmæli félagsins. Driffjaðrirnar í skemmti- nefndinni eru þær Margrét Albertsdóttir og Unnur Sigfús- dóttir en þær eru upphafskonur að henni og mikill dugnaður í þeim. Og það sem er líka gott er að innan okkar raða eru góðir skemmtikraftar, fimm harmonikkuleikarar, trommari og bassaleikari. Stjórnarmenn voru heiðraðir Það var troðfullur salur eins og vant er á samkomum Búhölda Unnur Sigfúsdóttir, veislustjóri. Hluti íbúða Búhölda Árið 1998 hóf hópur fólks athugun á stofnun félags um byggingu húsa fyrir eldri borgara á Sauðárkróki. Þjónustuíbúðir í blokk var einn kosturinn sem í boöi var, en þessi hópur vildi frjálst og lýðræðislegt val um þaó hvort þaö byggi í blokk eöa raöhúsi. Félagiö Búhöldur var svo stofnaó áriö 1999. Fyrirtæki vikunnar: Búhöldur hsf Ödýr rúmgóð hús og fjörugt félagslíf Stjóm Búhöldurs er skipuð þremur mönnum þeim Garðari Guðjónssyni, Pálma Jónssyni og Þórði Eyjólfssyni sem jafnframt er formaður félagsins frá upphafi og viðmælandi blaðamanns. -Það var Sæmundur Hermanns- son sem var forsprakki að þessu félagi og hafði miJdnn áhuga á að mynda nokkurskonar þorp í kringum sjúkrahúsið. Ása konan hans tók virkan þátt vinnunni og var fyrsti ritari félagsins en i stjórn auk hennar voru Kári Þorsteinssonog ég. Við berum miJda virðingu fyrir þeim hjónum en við nutum starfsJcraffa Sæmundar allt of stutt því hann varð veikur og lifði það ekki að flytja inn í eina íbúðina eins og hugur hans stóð til. Það var slæmt að missa Sæmund þvi það var gaman að vinna með honum. -Mörg ljón urðu á vegi okkar í forvinnunni en Páll Pétursson fyrverandi ráðherra tók málið í sínar hendur og kláraði málið með miklum sóma. Árið 1999 er byrjað að byggja og þann 15. desember sama ár flutti fyrsti íbúinn inn en það var Efemía Guðmundsdóttir en hún er nú látin. Seinni íbúðin fékk íbúa þann 4. jan árið 2000 en það var hún Stella Guðvins. Síðan rís hvert húsið af öðru og núna eru komnar 46 íbúðir fullkláraðir. Við eigum núna þrjár lóðir fyrir sex íbúðir en hættum framkvæmdum í haust út af verðlaginu og verðbólgunni. íbúðirnar þykja ódýrar í bygg- ingu. Hver er galdurinn? -Galdurinn er að vera vakandi og sofandi með alla hluti og smiðirnir sem tóku verkið að Þórey Jóhannsdóttir og Þórður Eyjólfsson með styííu sem þeim var afhent á tíu ára afmælishátíð Búhöldurs

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.