Feykir


Feykir - 29.01.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 29.01.2009, Blaðsíða 9
04/2009 Feykir 9 talsins. Sagði Þórður þetta vera merkisdag enda Obama krýndur forseti þennan sama dag. Kom þá þessi staka: Ef við lítum yfir svið, hvað Búhöldarnir basla við. Og berja húsin saman, verðbólgan lítt gefur grið Sagði Þórður að nú hyggi menn að skapist einhver bið á að meira verði byggt. Garðar Guðjónsson kvaddi sér hljóðs en hann hafði kallað saman stjórn Búhölda að Þórði forspurðum og ákvað stjórnin að heiðra þau Þórði og Þóreyju með smá viðurkenningu fyrir störf þeirra að málum félagsins. Voru þau hjón kölluð á svið um leið og aðrir stjórnarmenn og fengu þau að gjöf styttu af elskendum ásamt hlýjum orðum á korti. Pálmi Jónsson þakkaði þeim einnig og fór mál hans að mestu fram í bundnu máli. Á langri œvi lífstíl stráum Ijótt er þó að slást og reiðast yndislegþau ennþá sjáum aldurhnigin saman leiðast. Ykkar byggð mun breiðafold blómum skyggða hœga heldur tryggð við tún og mold téðra byggðalaga. Lítum yfir liðin ár Ijúfar stundir munum allt sem skapar illskusár öll við gleyma skulum. Þeim Margréti og Unni ásamt Götubandinu, sem er skipað þeim Hermanni, Sigurði, Hafsteini og Aðalsteini, voru færðir blómvendir. Pálmi þakkaði fyrir sig. Margrét er mögnuð að vanda mikils virk lagin til handa ástúð hún aldrei mun granda útyfir lífs - fjöru - sanda. Glösin sem glampa á bakka gestina vekjafrá sleni unni hér allir svo þakka alþekkta framkvcemdasemi. Ljúft er í dansinn að líða lifandi stundar að njóta baslið með Dodda má bíða á barinn sem örast skal þjóta Til allra veislugesta: Lífsins fleygi létt úr vör Ijósið skíni bjarta gœfan ykkar greiði för gleði ríki í hjarta. Pálmi Jónsson Fimm félagsmiðstöðvar komust áfram frá Sauðárkróki, Dalvík, Siglufirði, Akureyri og Hrafnagili. Söngkeppni Samfés Frábærir taktar hjá frábærum krökkum Söngkeppni félagmiðstöðva grunnskólanna á Norðurlandi var haldin í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga föstudaginn 23. febrúar s.l. Keppendur frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af Norðurlandi tóku þátt allt frá Hvammstanga til Kópaskers. Liðin sýndu góða takta og fluttu atriði sín með eða án lifandi tónlistar. Fyrstu atriðin komu af okkar svæði þegar atriði frá Hvammstanga, Skagaströnd og Sauðárkróki voru flutt. Stóðu allir flytjendur sig vel og uppskáru glymjandi lófaklapp fra sínu stuðningsfólki sem hafði fylgt þeim. Fimm atriði voru valin til að keppa í úrslitum í söngkeppni SAMFÉS sem haldin verður í Laugardalshöll 21. febrúar n.k. en þau eru frá félagsmiðstöðvunum Friði á Sauðárkróki, Pleisinu Dalvík, Æskó Siglufirði, Undirheimum Akureyri og Hyldýpinu Hrafnagili. Alls munu 30 keppendur verða í úrslitakeppninni, 29 sem vinna sér þátttökurétt og sú félagsmiðstöð sem sigraði árið áður. Keppninni verður að öllum likindum útvarpað og jafnframt send út á netinu. Eftir keppnina á Hvammstanga voru græjurnar þandar og slegið upp balli sem stóð fram að miðnætti. Myndir: Snæbjört Ása og Hafsteinn félagsmiðstöðinni Friði komustáfram í úrslitin. samskip Krakkarnirá Hvammstanga riðu á vaðið. Skagstrendingarvoru fjölmennir á sviðinu. ASKORENDAPENNINN Kolbrún Stella Indriöadóttir skrifar úr V-Hún Núna eru spennandi hlutir aó fara af staó í Húnaþingi vestra í hestamennskunni Ég sit hérna fyrir framan tölvuna og hugsa um hvað ég geti skrifað í pistli í Feyki. En mín kæra vinkona Guðrún skoraði á mig og ég héit að það væri nú ekki mikið mál, ég hefði þrjár vikur og svo liðu þessar þrjár vikur og allt í einu átti ég að vera búin að skila pistlinum. Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, hann líður kannski ekki hratt þegar hlutirnir eru að gerast en þegar maður líturtil baka þá finnst manni hann hafa flogið áfram. En núna eru spennandi hlutir að fara af stað í Húnaþingi vestra í hestamennskunni, bráðum verður ný reiðhöll tekin í notkun og er stefnt að því að halda fyrsta mótið í febrúar. En það er Húnvetnska mótaröðin. Mótið er liðakeppni og verða fjögur lið sem keppa, þrjú úrHúnaþingi vestra og eitt úr Austur- Húnavatnssýslu. Liðin safna stigum á hverju móti fyrir sig og í lok mótaraðarinnar stendur uppi eitt sigurlið. Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að fýlgjast með fólkinu plotta sig saman í hópa og raða upp liðunum sínum. Það er enginn tími til að fylgjast með svona litlum málum eins og kreppunni og rfkisstjórn a rsl itu n u m þarsem á öllum hesthúsakaffistofum kemst ekkert að nema stóra liðakeppnin. Komnir eru liðsstjórar fyrir öll liðin og slást þeir um fólk og reyna að bjóða betri hesta en andstaeðingurinn. Mitt lið er lið sem samanstendur af fólki úr Línakradal, af Vatnsnesi og úr Vesturhópi og er auðvitað besta liðið, búið er að skipuleggja hópeflisfundi til að þjappa hópnum saman og munum við ekki gefa neitt eftir í toppbaráttunni. Eins og komið hefur hérna fram hefur þessi keppni hleypt mjög miklu lífi íhestamennskuna á svæðinu og tel ég að fleiri eigi eftir að sjást í keppnisbrautinni með tilkomu liðakeppninnar en ef haldin væru bara venjuleg mót. Ég skora á Elínu Jónu Rósinberg á Hvammstanga að skrifa næsta pistil.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.