Feykir


Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 05/2009 Skagafjörður Níu storf í Héraðs- skjalasafni Héraðsskjalasafn Skagfirðinga réð á dögunum þrjá starfsmenn til verkefna sem unnin eru fyrir Þjóðskjalasafn íslands af Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Alls vinna nú níu starfsmenn að tveimur verkefnum í starfsstöð Héraðsskjalasafnsins að Borgarmýri á Sauðárkróki. Annars vegar er unnið að skráningu skjalasafna sýslu- manna og hins vegar innslætti á manntölum. Reynslan af þessari starfsemi hefur verið afar góð. Þjóðskjalasafnið nýtur góðs af verkefninu og á sama hátt er þessi vinnustaður mjög mikilvægur fyrir Skagafjörð. Leiðari Blessaðurfótboltinn Écj verð aðjáta að ég erfarin að hafa verulegar áhyggjur afandlegri heilsu míns ektamaka. Að meðaltali einu sinni i viku klæðir hann sig vonglaður upp og heldur á fund karls fóður síns og saman horfa þeir í umþað bil tvær klukkustundir á Arsenal etja kappi við hin ýmsu knattspyrnulið. Þessum mmum tveimur tímum síðar, stundum efsérstaklega illa gengur, mun fyrr heyri ég síðan þungstígan, niðurlútan, andlega bugaðan mann ganga upp sdgann heima. Ég horfi í döpur augun og þarf ekki að heyra meira. Arsenal annað hvort tapaði eða gerðijafntefli við lið sem í huga Arsenalmannsins er ekki þess verðugt að gerajafntefli við annan eins risa. Ég hefveltþvífyiir mér aðfá eitthvað viðþessu, eiga ávalt koniak eða viskí við höndina, sorgum þarfjú stundum að drekkja, nú eða hlaupa um húsið ogfela minjagripina sem Arsenal Idúbburinn sendir einu sinni ári. Allt tilþess aðfá gleðina í augu míns ektamaka á ný. Já, ég játa að ég hefafþessu áhyggjur. En lausninni laust niður i huga mér líkt og eldingu í nótt. Sjálfhef ég haldið með Liverpool með góðum árangri síðan Gunni vinnumaður kom með þá menningu inn á heimili mitt fyrir áratugum síðan. Ég hef aldrei misst svefn yfir gengi liðsins, ég hefaldrei misst Ijómann úr augum mínum né látið gengi liðsins fara með vikuna hjá mér. Ég er því komin að þeirri niðurstöðu að andlegri heilsu manna sé mun betur borgið haldiþeir með Liverpool, þess vegna skipti það miklu máli að hann Palli, blaðamaður, heldur líka með Liverpool. Við erum alltafglöð. Kalli minn og ÓliAmar, við ykkur segi ég því; Öðlist gleðina á ný og lærið að segja Áfram Liverpool! Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Útgefandi: Nýprent eht Borgartlöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is ® 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprentis ® 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Blönduós_____________ Stígandi fær frest á verklokum Trésmiðjan Stígandi sem þessa dagana vinnur að uppsteypu nýrrar sundlaugar á Blönduósi hefur óskað eftir framlengingu á verkta'ma til 15. apríl 2009. Er ástæða óskar verktakans sú að tímamörk á síðasta útboði hafi verið þröng og breyttar aðstæður í þjóðfélaginu hafi gert það að verkum að lögð var áhersla á að tryggja fastráðnu starfsfólki Stíganda vinnu. Þeir starfsmenn sem ráðnir voru erlendis frá til víðbótar vegna verksins kusu að hverfa heim aftur þegar gengi krónunnar féll í október. Þrátt fyrir tafið hefur verkið gengið áfallalaust enda hefúr tíðarfar verið verktakanum hagstætt fýrir utan snjókafla í nóvember sl. Starfshópur um sundlaugar- byggingu samþykkti um- ræddan frest enda hafi bæjarstjórn tekið ákvörðun um að sundlaugin verði ekki tekin í gagnið fýrr en árið 2010 og forsendur því aðrar en þegar útboðið fór fram. Útboðsgögn vegna næsta útboðs verða klár um næstu mánaðarmót og hvetur nefndin til þess að verkið verði boðið út í byrjun mars mánaðar með verktimaút október2009. Norðurland vestra Hagvöxtur eykst á Norðurlandi vestra í nýrri skýrslu Byggðastofnunar kemur fram að á tfmabilinu 2000 - 2006 hefur hagvöxtur á Norðurlandi vestra verið neikvæður um 1%. Rétt er að taka fram að í þessum útreikningum telst Fjallabyggð með Norðurlandi eystra en Siglufjörður var áður í Norðurlandi vestra. Jafn samdráttur einkennir hagþróun á Norðurlandi vestra mest allt tímabilið. Sömu þróun má sjá þegar íbúatölur á svæðinu eru skoðaðar. Síðasta árið er verulegur vöxtur eðal2%, sem að miklu leyti má rekja til góðrar rekstrarafkomu fyrir- tækja í landshlutanum. Taka verður fram í þessu samhengi að tiltölulega litlar breytingar hjá fáum fyrir- tækjum geta haft veruleg áhrif þar sem hlutfall Norðurlands vestra er innan við 2% af heildarþáttatekjum á landinu. Andlát Óttar Bjarkan Bjamason bakarameistari látinn Óttar Bjamason fyrrum eigandi Sauðárkróks- bakarís lést aðfararnótt laugardagsins 31. janúar s.l. Óttar var fæddur 29. september 1955 á Siglufirði. Hann flutti til Sauðárkróks 1978 og hefúr störf í Sauðárkróksbakaríi og klár- aði meistarapróf í bakaraiðn hjá Gujóni Sigurðssyni eiganda. Óttar kaupir af honum Sauðárkróksbakarí um áramót 1983-84 og rekur það til ársins 2006. Óttar flutti til Kópavogs og starfaði síðast sem húsvörður við Salarskóla. Óttar lætur eftir sig fimm börn og sjö barnabörn og eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Sölvadóttir. Útförin verður gerð ffá Hjallakirkju í Kópavogi þann 6. febrúarn.k. kl. 15. Skagaljörður______ Eldri botgarar íHúsi fvíb'mans Á mánudag tóku eldrí borgarar forskot á sæluna og héldu bingó í nýjum húsakynnum í Húsi fríta'mans. Var fjölmenni mikið og almenn ánægja með þessa nýju og glæsilegu aðstöðu sem á eftir að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa, jafrít yngstu sem elstu kynslóðinni. Eftir er að fúllklára húsið en aðalsalurinn er klár þar sem bingóið fór fram. Þeir sem ekki tóku þátt í bingóinu i dag settust við spil og tóku bidge eða vist. Húsið verður formlega vígt eftir tvær vikur. Alþingiskosningar ‘09 Gunnar Bragi sækist eftirfyrsta sæti logbýli Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna í Skagafirði, hefur tekið ákvörðun um að sækjast eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þá hefúr Magnús Stefánsson sent ffá sér yfirlýsingu þess efnis að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Fljót_____________ Fjórar kindur náðustí Bændur í Rjótum fór fyrir skömmu til Héðinsfjarðar og fundu fiórar kindur framarlega í firðinum. Þetta var ein ær og þrjú hrútlömb sem reyndust frá þremur bæjum í Rjótum. Talið er nær öruggt að enn sé fé í Héðinsfirði því menn sem vinna við jarðgangnagerðina sáu tvær dökkleitar kindur fyrir skömmu og þær voru ekki í því sem náðist. ÖÞ:

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.