Feykir


Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 4
4 FeykJr 05/2009 Rúnar Kristjánsson Spunabragur í upphafi árs Á nýliðnu ári var margt hér til meins og mætti víst lengi um það ræða. Mönnum varslengt milli sleggju ogsteins ogslökkt áþvíferli aðgrœða! ísbirnir skutust á Skaga í land og skelfdu vístþjóðina hálfa. Þó langaði suma að leggja á þá band og leiða þá um eins og kálfa! En lögreglan vörðinn þar stanslausan stóð ogstilltyfir málunum vakti. Með gaskútafram þar í engu hún óð í œpandi herferðartakti! Þvíþolgóð hún reyndist íþessari vá ogþar voru menn ekki lotnir. Svo hœttunni bægði hún borgurumfrá og birnirnirþrír voru skotnir! Gegn bjarndýrum verður að bera sig vel og beita ekki æsingi neinum. En mannfólkið víða er válegra en Hel og verra íflestöllum greinum ! Og kannski er valdsstjórnin vönustþví hér að valta yfir kvartanir manna. Því löngum til staðar sú afstaðan er sem andspyrnu þráir að banna ! Hún forðast samt umrœðu fólkinu í mót enfóst er þó myndin sú gefin, sem ræðst afþví einu að heyra ekki hót og halda í spillingarstefin ! En lýðræðisréttur á lýðfrjálsum stað ei lætur sér standa á sama, efmótmæli eiga að miðast við það að menn séu hvergi til ama! Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir skrifar Ibúalýðræði í verki - íbúaþing á Sauðárkóki Laugardaginn 7. febrúar n.k. stendur Sveitarfélagið Skagafjörður fyrir íbúaþingi á Sauðárkróki. Þingið er einn þáttur í því vinnuferli sem nú á sér stað við endurskoðun á aðalskipulagi fyrir Sauðárkók. Þingið er fyrst og fremst hugsað sem vettvangur íbúa til að koma sínum hugmyndum og ábendingum á framfæri og leið sveitarstjórnar að hlusta eftir skoðunum íbúa og leita samráðs við þá um forgangsröðun verkefna og fá sýn þeirra á nánasta umhverfi , tækifæri til sóknar og leiðir til úrbóta. Það er margþekkt að með því að virkja þá víðtæku þekkingu og reynslu sem býr í hverju samfélagi fást betri lausnir og þá jafnframt öflugt - framsýnt og lifandi sveitarfélag. Á íbúaþinginu verður leitast við að svara þeirri spurningu hvernig íbúar Skagaíjarðar vilja sjá höfuðstaðinn sinn þróast. I hverju liggur sérstaða Sauðárkróks og hvaða tækifæri felast í þeim fjölbreytileika sem þar er að finna, t.d. varðandi búsetukosti, náttúru og mannlíf? Hver eru skilaboð íbúa til sveitarstjórnar um samfélagið, skipulagsmál, atvinnulíf og miðbæinn, svo eitthvað sé nefnt. Hvar telja íbúar að hægt sé að gera betur? Horft verður sérstaklega til þeirrar samfélagsþjónustu sem veitt er á staðnum og til atvinnulífs, aukþess sem unnið verður með framtíðarskipulag íbúðasvæða og svæða undir þjónustustarfsemi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að brúa bil milli stjórnsýslunnar, kjörinna fulltrúa og íbúa og er íbúaþingið einn liður í því. Með virkri þátttöku gefst íbúum tækifæri á að kom að ákvörðunarferli, stefnumótun og hafa áhrif á mótun nærumhverfis síns í samstarfi við sveitarstjórn. Þetta íbúaþing er fýrst og fremst ætlað að vera vettvangur íbúa til að tjá sig, taka þátt og koma með hugmyndir - þetta er ekki skipulagt og sett upp sem pólitískur vettvangur sveitarstjórnarfólks. Valddreifing af þessu tagi og þátttaka íbúa í ákvörðunum er tengjast þeirra nærumhverfi eru líklegar til þess að geta af sér meiri félagsauð i samfélaginu, en þau samfélög sem eru rík af félagsauði þar ríkir iðulega meira traust og íbúar eru almennt ánægðari. Nú þegar íbúum Skagafjarðar er boðið er upp á þann samræðuvettvang sem íbúaþing er, er mjög mikilvægt að sem flest sjónarmið heyrist. Á íbúaþing eiga allir erindi og hægt er að lofa fróðlegum, gagnlegum og skemmtilegum degi. Hvet ég alla íbúa sveitarfélagsins sem eiga heimangengt að sækja íbúaþingið, boðið verður upp á barnagæslu og léttar veitingar verða til sölu á vægu verði. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Páll Dagbjartsson skrifar Fjárhagsáætlun - nokkrir punktar Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2009 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi s.l. fimmtudag. Hér á eftir er stutt greinargerð varðandi afstöðu okkar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins af þessu tilefni. Fjárhagsáætlanir sveitarfél- aganna um land allt eru gerðar við óvenjulegar aðstæður í meira lagi. Óvissan í efnahagsmálum meiri en nokkurn tíma fyrr í sögu lýðveldisins. Við sjáum varla einn mánuð fram í tímann. Verðbólguspár eru mjög á reiki, ffá 7 % upp í 15 % á þessu ári, eða jafnvel enn hærri. Við reiknum með 10% verðbólgu í þessari fjárhagsáætlun fýrir Skagafjörð. Enginn veit hvort það er of hátt eða of lágt. Gengisþróun afar óviss. Krónan með kút og kork og enginn veit raunverulegt verðmæti gjaldmiðilsins miðað við aðrar myntir. Margir óttast enn meira fall krónunnar þegar gjaldeyrismúrar falla. Skuldir ríkisins eru gífurlegar. Talað er um heildarskuldbindingar ríkisins upp á tvöþúsund og fjögurhundruð milljarða í árslok 2009, og minnkandi tekjur alveg viðblasandi þar á bæ. Ört vaxandi atvinnuleysi er í samfélaginu. Efnahagsþrengingar fýrirsjáan- legar hjá fýrirtækjunum í landinu og mörg þegar komin í þrot og önnur á leiðinni. Þetta er dökk mynd, en því miður nokkuð sönn eins og ég lít á ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar. Því miður segja landsfeður vorir að ástandið verði jafnvel enn verra á næsta ári. Sveitarfélögin í landinu eru nánast öll í miklum vanda stödd. Þau sjá fram á samdrátt í tekjum. Þau eru mjög skuldsett og með gengisfalli krónunnar ásamt háu verðbólgustigi hafa fjármagnsliðir í rekstri sveitarfélaganna tekið heljarstökk upp á við. Engu að síður er það stefna sveitarfélaganna almennt að reyna að skerða ekki grunnþjónustu við íbúana og halda áfram með áformaðar framkvæmdir til að halda uppi atvinnustigi. Fjárhagsáætlun Sveitarfélags- ins Skagafjarðar ber merki þeirra staðreynda sem ég hér að framan hefi nefnt. Á milli umræðna í sveitarstjórn hafa embættismenn og nefndir sveitarfélagsins lagt sig fram við að hagræða og spara með nýjum áælunum og aðhaldsaðgerðum. Vissulega hefúr mikill árangur náðst. En stóra spurningin er: Er nóg að gert? Því getum við ekki svarað á þessari stundu. Við sveitarstjórnarfúlltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem sitjum í nefndum og ráðum, höfúm tekið þátt í þeirri vinnu sem átt hefúr sér stað við mótun fjárhagsáætlunarinnar af fullri ábyrgð. Við teljum niðurstöðuna að vísu ekki góða, en viðunandi miðað við aðstæður og þá ekki síst með það að leiðarljósi, að ákveðið hefur verið að endurskoða áætlunina eigi sjaldnar en á þriggja til fjögurra mánaða ffesti. Það verður að segja það hreint út, að aðstæður gætu skapast, sem gerðu það óhjákvæmilegt að grípa til enn frekari aðhaldsaðgerða á árinu. Það er okkar álit og fyrirvari við núverandi aðstæður. Niðurstaða fjárhagsáætlunarinnar er eins og fýrr segir ekki eins og við vildum helst hafa hana. En niðurstaðan tekur mið af því sem áður er getið að halda uppi grunnþjónustu við íbúa og styðja við atvinnustigið. Aðeins um framkvæmdir. Ég vil hér minnast á byggingu leikskólans á Sauðárkróki, sem nú er komin af stað. Við sveitarstjórnarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins höfúm stutt þau byggingaráform heilshugar, eftir að meirihlutinn féll frá fýrri áformum og fýrirkomulagi um fjármögnun og framkvæmd. Þrennt má nefna í þessu samhengi: í fýrsta lagi þá eru allt að 50 börn á biðlistum leikskólanna á Sauðárkróki um þessar mundir. Þessu ástandi verður að bregðast við og áætlunin gerir einmitt ráð fýrir þvi að hugað verði að bráðarbirgðalausn þar til hinn nýi leikskóli kemst í gagnið. I öðru lagi, þá eru leikskólarými hluti af þeim grunnatriðum sem þurfa að vera fýrir hendi, ef við á annað borð stefnum að því að fjölga fólki í byggðarlaginu. Ýmsar hugmyndir og verkefni

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.