Feykir


Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 05/2009 OPNUVIÐTAL Feykis Kristín Halla, Ragnhiidur Sigurlaug og Guttormur Hrafn. Kristín Halla Bergsdóttir tónlistakennari í Feykisviðtali Kennari af lífi og sál Kristín Halla Bergsdóttir á Grænumýri í Blönduhlíó, geysist um Skagafjöró og kennir nemendum frá þriggja ára aldri á strengjahljóófæri eftir Suzukiaóferóinni. Feykir haföi samband vió Kristínu og fékk aó vita aðeins meira um kennsluna, konuna og hvernig leió hennar lá úr Laugarásnum í Reykjavík og noróur í Blönduhlíóina þar sem hún býr ásamt manni sínum Guttormi Hrafni Stefánssyni og dótturinni Ragnhildi Sigurlaugu. Kristín Halla er fædd í Reykjavík árið 1980 og uppalin í Laugar- ásnum í Reykjavík. -Foreldar mínir eru Ragnhildur Þórar- insdóttir matvælafræðingur og Bergur Benediksson verkfræð- ingur og svo á ég systkinin Þórð sem er ma. fjallaleiðsögumaður og nemi í HI og Signýju sem er kokkur í Mexícó. Svo þú sérð að viðfangsefni íjölskyldunnar eru margbreytileg, segir Kristín Halla og hlær - Ég lauk stúdents- prófi frá MS af Tónlistarbraut árið 2000 en ég byrjaði að læra á fiðlu þegar ég var átta ára og hef alla tíð fengið mjög góða kennara sem ég held að sé einmitt lykillinn að því hvað ég er að gera í dag. Grunnurinn skiptir nefnilega alltaf svo miklu máli. Sem unglingur fór ég líka að læra á víólu og er ég með lokapróf í fiðlu og vióluleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Þegar Kristín Halla var 17 ára fékk hún starf sem hlutakennari í Tónskóla Sigursveins -Kennslan togaði í mig en þegar ég var að klára skólann voru ekki miklir möguleikar til að læra strengja- kennarann hérna á íslandi. Valið stóð því á milli þess að fara erlendis í nám nú eða skella sér í Suzukikennaranám sem hér var í boði. Ég valdi síðari kostinn og sé aldeilis ekki eftir því. Ég var sjálf Suzukibarn svo að ég vissi hvað ég var að fara út í, segir Kristín Halla. Eftir útskrift kenndi hún við Tónskóla Do re mí og síðar við Suzukitónlistaskólann í Reykja- vík áður en hún flutti alfarið í Skagaíjörð. En hvað skyldi hafa dregið unga Reykjavíkurmær norður í sveitasæluna? Kristín Halla brosir við spurninguna og dregur djúpt andann áður en svarið kemur; -Sko, það er nú það, ég kom hérna fyrst árið 1993 þegar ég var 13 ára til að vinna hjá Margréti frænku minni á Löngumýri. Þar fannst mér rosalega gott að vera og eignaðist góða vini svo að ég kom alltaf aftur hingað á sumrin. Það var svo sumarið 98 að ég féll fyrir fegurð skagfirskra drengja en þá hitti ég manninn minn, útskýrir Kristín og hlær áður en hún bætir við; - Þá var nú ekki aftur snúið og hér er ég enn. Hingað flutti ég þó ekki fyrr en haustið 2003 en þá byrjaði ég að kenna hérna. Þann vetur kenndi ég reyndar líka í Reykjavík. Mánudaga - þriðjudaga hérna, miðviku- og fimmtudaga í Reykjavík og svo aftur hérna á föstudögum. Það var pínu strembið en þá sá maður hvað góðar samgöngur skipta miklu máli, jafnt á landi og í lofti. Þú ert bóndakona og tónlistakennari ekki satt? Hvernig fer það saman? -Ja, það er nú reyndar Gutti sem er bóndinn, ég er svona meira eins og ritari, eða sko aðstoðarkona. Ég “bóndast” nú mest á vorin, sumrin og aðeins á haustin en Gutti stjórnar búskapnum alveg. Það er pínu erfitt að reyna að sinna hvoru tveggja í einu og ég er búin að læra að það er eiginlega ekki hægt. En með góðri skipulagn- ingu ganga álagstímarnir upp. Hvernig bú rekið þið? -Við erum með rúmlega 400 fjár, 30 hross, 9 geitur og 4 hunda. Eigum nóg af skjóttum hrossum ef einhvern vantar, svarar Kristín greinilega með búskapinn á hreinu. En þegar þú ert ekki að kenna tónlist, hvað gerir konan þá? -Mér finnst nú voða gott að koma heim og slaka á í faðmi fjölskyldunnar. Ég reyni að gera eitthvað skemmtilegt með þeim, fara í fjárhúsin eða á hestbak, en ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég verið ansi upptekin af kennslu og almennu heimils- haldi i vetur. Nú síðan ákvað ég að skella mér í meiraprófið núna í vetur, það var nú bara svolítið gaman, svarar Kristín og hlær. Læra meó því aó hlusta Við forum aftur yfir í tónlistina, og ég spyr Kristínu nánar út í Suzuki kennsluaðferðina og hvemig sú aðferð sé frábrugðin öðrum kennsluaðferðum? -í Suzukiaðferðinni er gengið út frá því að börn geti lært tónlist alveg eins og þau geta lært að tala. Börn geta byrjað mjög ung og fyrst um sinn læra foreldrarnir líka að spila á hljóðfærið svo að þau geti hjálpað börnunum heima. Námsefnið læra þau með því að hlusta á það en læra ekki að lesa nótur strax. Námið þróast svo yfir í hefðbundið nám á unglingsárunum. Foreldrarnir koma ávalt með í tíma og þetta verður þvi nám fyrir barnið og foreldrið, eitthvað sem þau verða að vinna í sameiningu. Eru nemendur fljótari að læra með þessari aðferð? -Fljótari og ekki fljótari, mér finnst þessi aðferð alla vega skemmtilegri. Það er hægt að vinna svo margt í gegnum leik. Stundum geturðu unnið miklar og erfiðar tækni- æfingar, sem geta verið mjög leiðinlegar, með 5-6 ára krökkum og þau taka ekki eftir því af því að það er svo gaman. Svo muna þau jafnvel betur það sem er sagt við þau af því að það var eitthvað skemmtilegt. Ég reyndar held að það fari alfarið eftir einstakl- ingnum hvernig gengur, hvort æft sé heima, virkni foreldra og þar fram eftir götunum. En ef áhuginn er fyrir hendi þá eru þau yfirleitt mjög fljót að komast áfram. Einn þáttur í þessari aðferð byggir líka á félagslegri samveru og það sé ég núna þegar ég get horft yfir hópa Suzukinema (í Reykjavík) að hlutfallslega heldur stór hópur þessara nemenda áfram í framhaldsnám og ég tel það vera af þvi að það var svo gaman að læra og þú hittir fleiri nemendur í kringum þig en ert ekki alltaf ein/nn með sjálfúm þér að spila. En svo veltur þetta líka heilmikið á kennaranum hvort sem það er í þessari aðferð eða ekki. Ef kennarinn gefúr af sér og kemur námsefninu vel frá sér þá er miklu skemmtilegra að læra. Margir nemendur út Akrahreppi Það er ekki hægt annað en segja að Kristín Halla gefi af sér til nemenda sinna og er mikið líf í

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.