Feykir


Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 9
05/2009 Feykir 9 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Alva Kristín Ævarsdóttir er að undirbúa opnun Laxaseturs á Blönduósi en kynningarfundur um setrið var haldinn í síóustu viku. Feykir sendi Ölvu Kristínu tölvupóst og forvitnaðist örlítió um konuna sjálfa, setrió nú og svona almennt lífiö og tilveruna. -Fluqa sem éq fékk í höfuðið Hver er konan? -Ég heiti Alva Kristín og er alin upp norður í Aðaldal. Síðan flutti ég suðurtil Reykjavíkur og bjó þarí 12 árog fór m.a í nám í Lögregluskóla ríkisins. Fór síðan í sambúð og í barnauppeldi. Síðan flutti ég hingað í Húnavatnssýslurnar í kjölfar skilnaðar, keypti mér hús hérna árið 2006 og hef verið hér síðan. Hverjir eru þfnir fjölskylduhagir? -Ég er einstæð móðir með þrjú börn og bý með þeim og dýrunum okkar á Blönduósi. Hvernig kviknaði hugmyndin að því? -Ég er að vinna hjá fyrirtækinu Lax-á og hitti mikið af fólki í þeirri vinnu, fólki sem er að koma hingað í sýsluna að veiða. Aðalvertíðin er auðvitað á sumrin, þegar veiðin er í gangi, síðan vinn ég eins og þarf hjá þeim á veturnar. Síðan er ég líka alin upp við Laxá í Aðaldal og þar var og er mikið um það að menn og konur komi í laxveiðar. Þetta er alltaf svo duiarfullt í kring um þessar laxveiðar og í raun þröngur hópur í þessu. En þó svo ótrúlega miklartekjur sem þetta skilar inn í þjóðarbúið okkar, 7-8 milljarðar á ári undanfarin ár. Laxasetrið var bara fluga sem ég fékk í höfuðið einn góðviðrisdag í september sl. þegar ég var að velta fyrir mér hvað ég gæti haft fyrir stafni í vetur en ég hafði lofað sjálfri mér því að leiðast ekki í vetur eins og í fyrravetur sem var mér ekki skemmtilegur og þá kom þessi hugmynd í kjölfar fundar um atvinnumál kvenna, hjá Impru.sem haldinn var hérna á Blönduósi í september sl. Þannig að ég hef verið að dunda mér í þessu í vetur með góðu fólki og er rok gangur í þessu, veturinn hefur bara þotið hjá :) Hversu langt er hún á veg komin? -Þetta er f raun bara rétt komið af stað, einn verkefnisstjórnarfundur hefur verið haldinn og síðan var opinn kynningarfundur þann 29.01 sl. sem gekk afskaplega vel og komu margar góðar hugmyndir fram þar. Síðan er verkefnið komið með samstarfsaðila, sem eru Veiðimálastofnun, Háskólinn á Hólum í Hjaltadal, Blönduósbær og Landssamband veiðifélaga auk þess sem Selasetur íslands sér um ráðgjöf. Ég fékk styrk frá Atvinnumálum kvenna til að gera viðskiptaáætlun og mun ég fara á 15 vikna námskeið sem byrjar um miðjan febrúar í nýju nýsköpunnarmiðstöðinni á Sauðárkróki. Svo fékk ég einnig styrk úr Vaxtarsamningi Norðurlands Vestra(VNV) til verkefnisins, þannig að það verður örugglega ekki leiðinlegt hjá mér næsta vetur heldur eða þarnæsta :) Setrið á sér fyrirmyndir erlendir, hvernig eru þau setur byggð upp? -Þau eru aðallega söfn en ekki rannsókna- eða fræðasetur um laxinn. Oft ekki beint í samvinnu við háskóla eða aðrar stofnanir. Hvaða viðtökur hefur hugmyndin fengið? -Hugmyndin hefur bara fengið góðar viðtökur, allsstaðar sem hún er viðruð ertekið vel íþetta. Af hverju á Blönduósi? -Mér finnst bara svo margar veiðiár hérna allt um kring og þetta skemmtilegt svæði til þess einmitt að setja upp svona setur. Kannski eru ekki allir sammála mér en mér finnst Húnavatnssýslurnar vera vagga laxveiða á íslandi. Einnig veitir ekki af því að efla hérna atvinnu og þá gæti slíkt setur boðið upp á störf t.d háskólamenntaðra í framtíðinni, ásamt öðrum störfum lika. Stefnir þú á að gera þetta að aðalatvinnu þinni? -já, ég stefni að því að gera þetta að aðalatvinnu minni. Þetta er búin að vera heilmikil vinna í vetur og égereiginlega komin með þetta á heilann núna. Ekki væri verra að fá borgað fyrir það líka að vera með svona verkefni á heilnaum :) Við hvað hefur þú starfað annað ? -Ég hef starfað við heilmikið um tíðina, j. tekið að mér allskonar vinnu og verið í ýmsu námi og á mín þjú börn en ég ‘ er fullmenntuð sem lögregluþjónn, útskrifaðist árið 1999. Hvenær er stefnt að opnun? -Stefnt er að opnun vorið 2010 og vona ég að sú tímasetning standi að sem mestu leyti. Það er ekki gott að láta of langan tíma líða frá því að fá svona hugmynd og þangað til svona setur er opnað. (ÁSKORENDAPENNINN ) Helga Jóhanna Stefónsdóttir skrifar úr Reykjavík Hættuleg rjúpnaskytta og listrænn ágreiningur vió Bad Boys Það er margt sem kemur upp í hugann þegar maður sest niður og ætlar að skrifa minningabrot tengd bernskuslóðunum, Skagafirði. Fyrst kemur upp í hugann hvað það er langt síðan maður flutti á brott eða um tuttugu ár. Ég er svo heppin að vera í alskagfirskum saumaklúbbi með tíu konum á besta aldri og allar erum við af skagfirskum uppruna. Þegarvið hittumsteru gjaman rifjaðar upp skemmtilegar minningar af bernskubrekum okkar og annarra. Þar á meðal ereinn atburðursem oft er rifjaður upp. Eins og alkunna er orðið eru Skagfirðingar skotglaðir menn og þegar hvítar þústir sjást á víðavangi eru skotvopnin gjarna munduð. Þannig var fýrir tuttugu og fjórum árum að einu sinni sem oftar vorum við vinkonurnar á leiðinni á dansleik. Viðstoppuðum á leið okkar upp á heiði og ein okkar brá sér út úr bílnum. Var hún ekki búin að vera lengi úti við þegar við heyrðum skothvelli og urðum mjög skelkaðar eins og gefur að skilja. En þar var þá ónefndur bóndi á næsta bæ á ferð og taldi sig þarna vera að skjóta á rjúpu og blekktist af hvítri dúnúlpu. Málið leystist svo farsællega þegar hinn skotglaði bóndi áttaði sig á að þarna var um dauðskelkaða stúlku að ræða en ekki rjúpu. Eftir mesta sjokkið fannst okkur þetta ákaflega fyndið og enn er rjúpunafnið notað í góðra vina hópi. Einnig er mér minnisstæð hljómsveit sem að ég og Guðrún Odds vinkona mín fengum að vera söngkonur í um tíma með bekkjarfélögum okkar (árgangur “69) Svavari Sigurðs, Kalla Jóns, Birki Guðmunds, Áma Þór og Kristjáni Gísla. Hún hét Bad Boys og lögðum við söngkonurnar mikið upp úrímyndinni. Fermingarpeningunum okkar var vel varið til búninga- ogfatakaupa í aðaltískuvöruverslun Sauðárkróks á þeim tíma, Sýn. Dvöl okkarGuðrúnar í þeirri hljómsveit var nú ekki langlíf vegna listræns ágreinings. Kristján tók alfarið við söngnum og breyttist nafnið á sveitinni í Herramenn seinna meir. Það reyndist góð ákvörðun og fóru þá hjólin að snúast hjá strákunum og eins og flestir vita er Kristján enn að í söngnum. Ég skora á Kristján að taka við pennanum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.