Feykir


Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 05.02.2009, Blaðsíða 10
lO Feykir 05/2009 Kúlan flaug ófáa metrana. Grunnskólamót UMSS - eldri Iþróttamenn framta'ðarinnar Þann 29. janúar s.l. fór fram á Sauöárkróki Grunnskólamót UMSS eldri bekkja (7.-10. bekkur) f frjálsum íþróttum. Keppendur voru 140 en viku áður voru 175 keppendur yngri bekkja (1.-6. bekkur) á móti sem haldið var í Varmahlíð. Á þessum tveim mótum kepptu 315 grunn- skólanemar í Skagafirði og er það mesti fjöldi sem tekið hefur þátt í þessum mótum. Einnig fá fimm stigahæstu keppendur sérstök verðlaun (bikar) fyrir sín afrek. Undanfarin ár hafa ung- menni af íþróttastíg FNV aðstoðað við framkvæmd mótsins á Sauðárkróki, en 9. bekkingar úr Varmahlíð hafa aðstoðað við mótið í Varma- hlíð. -Þetta er alveg ómetan- legt og í raun forsenda þess að hægt sé að halda svona mót. Kann ég þeim sem þar stjórna málum bestu þakkir fyrir skilninginn og samvinnuna, segir Gunnar Sigurðsson frjálsíþróttaþjálfari sem er ein aðal drifíjöður frjálsíþrótta í Skagafirði. Þessi unga stúlka klippir rána fimlega IMÝTT íslenskt verk eftir bjarna jónsson uppselt á 20 sýningar LEIKFÉLAG AKUREYRAR MIÐASALAN ER OPIN FRÁ 13:00-17:00 MIÐASALA I SlMA 4 600 200 MIDASALA Á NETINU: WWW.LEIKFELAG.IS NETFANG: MIDASALAÖLEIKFELAG.IS Smá í Feyki Síminn er 455 7171 AUGLYSINGAR Til sölu Toyota Yaris, árg. 2003. Ekinn 40.000 km. Sjálfskiptur með 1300 vél. Elnstaklega góður bíll. Uppl. í síma 892 5536 Tilkynning um álagningu fasteignagjalda í SVEITARFÉLAGINU SKAGAFIRÐI ÁRIÐ 2009 " Álagning - breytingar - innheimta Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2009 hefur farið fram. Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berlst til sveitarfélagsins símleiðis í sima 455-6000 eða með tölvupósti á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is Fasteignagjöldin skiptast i fasteignaskatt, lóðarleigu, landleigu, holræsagjald, árgjald vegna hreinsunar rotþróa, vatnsgjald og sorpgjöld. Gjalddagar Gjalddagar fasteignagjaldanna eru átta, á mánaðar fresti. Fyrsti gjalddaginn er 1. febrúar 2009 og eindagi 28. febrúar 2009. Fasteignagjöld sem ekki ná kr. 12.000 í heildina verða innheimt með einni greiðslu á fyrsta gjalddaga. Einnig var hægt að sækja um að fá að greiða alla álagninguna á einum gjalddaga þ.e. 1. maí 2009. Elli- og örorkulífeyrisþegar Lækkun fasteignaskatts á ibúðum elli- og örorkulífeyrisþega er reiknuð við álagningu til bráðabirgða og er stuðst við tekjur samkvæmt skattframtölum 2008 vegna tekna ársins 2007. Endanlegur útreikningur fer fram þegar álagningu 2009 vegna tekna ársins 2008 er lokið. Getur það leitt til inneignar eða skuldar viðkomandi eftir því sem við á. Skilyrði til lækkunar fasteignaskatts er að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í sveitarfélaginu, búi í eigin íbúð og sé 67 ára á árinu eða eldri eða hafi verið úrskurðaður 75% öryrki. Afsláttur nær eingöngu til þeirrar ibúðar sem viðkomandi býr í. Afslátturinn er tekjutengdur og er að hámarki kr. 50.000. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali 2009. www.skagafjordur.is Tekjumörkin eru sem hér segir: Fyrir einstaklinga: a) með tekjur allt að kr. 2.000.000, fullur afsláttur sbr. hér að ofan. b) með tekjur yfir kr. 2.700.000 enginn afsláttur. Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk: a) með tekjur allt að kr. 2.700.000, fullur afsláttur sbr. hér að ofan. b) með tekjur yfir kr. 3.675.000, enginn afsláttur. Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur. Frekari upplýsingar Frekari upplýsingar eru á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is Sauðárkróki, 29. janúar 2009 Sveitarstjóri Skagafjörður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.