Feykir


Feykir - 12.02.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 12.02.2009, Blaðsíða 3
06/2009 Feykir 3 Skagafjörður Blönduós Fimm tóffur til sendar til feðra sinna Félagarnir Guðmundur Hjálmarsson frá Korná og Þórður Hjörleifsson frá Syðra Laugarlandi í Öngulsstaðahreppi hinum forna lágu á dögunum eina nótt fyrir tófum við bæinn Sölvanes í Lýtingsstaðahreppi. Þá nóttina komu fimm tófur að vitja bæjarins og voru þær óðara sendar til feðra sinna. Að sögn heimamanna er mikill tófugangur á þessum slóðum og sem betur fyrir sauðfjár- bændur finnast enn menn líkt og Guðmundur og Þórður sem vilja leggja á sig að liggja fyrir þeim. 2500 krónur fást fyrir skottið til þeirra sem ekki teljast til refaskytta sveitarfélagsins. Heimamenn tala um að töluvert hafi vantað af lömb- um af fjalli í haust og ekki leiki mikill vafi á því að þar eigi tófan stærstu sök. Enda virðist nú svo komið að hún sé búin að tortrýma öllu kviku til fjalla og haldi sig því í byggð. Bændum til lítillar ánægju. Svín í grunn- skólanum Það er óhætt að segja að það eru engir tveir skóladagar eins. Þetta á f það minnsta við um óvænta uppákomu sem varð rétt fyrir hádegi á föstudaginn síðasta í Grunnskólanum á Blönduósi en þá fengu krakkarnir óvænta heimsókn. Hinn óvænti gestur er af ætt svína, nánar titekið lítil gylta og kom hún í heimsókn í iþróttahúsið. Ekki er laust við að hún hafi vakið athygli og voru ófáir nemendur sem fengu aðeins að strjúka henni eða halda á. Sumum nægði hins vegar að horfa bara á gripinn. Gylta þessi, sem í raun er bara lítill grís enn, er afmælisgjöf til ágætrar bóndakonu í nálægri sveit. Tvennt var á óskalista afmælisbarnsins og var grís annað þess sem óskað var eftir. Það er ekki leiðinlegt að láta óskir rætast á þessum síðustu og verstu tímum. SAMVINNUBOKIN og KS-BOKIN Guðmundur Hjálmarsson frá Korná og Þórði Hjörleifssyni frá Akureyri. Kosningar 2009____________________ Einar KHstinn vill leiða D-listann A kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið var í Borgarnesi um helgina voru nokkrir aðilar sem lýstu yfir framboði til næstu alþingiskosninga fyrir flokkinn. Einar K. Guðfinnsson er sá eini sem sækist eftir fýrsta sætinu. Einar Kristinn segir að í ljósi þeirra breytinga sem verða á flokknum, þar sem Sturla Böðvarsson hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri og Herdís Þórðardóttir ætlar heldur ekki að bjóða sig fram heldur, þá sækist hann eftir að leiða listann. Aðrir sem sækjast eftir sætum á framboðslista flokks- ins í kjördæminu eru: Bergþór Ólasott frá Akranesi en hann sœkist eftir öðru sœti. Örvar Már Marteinsson, Snœ- fellsbæ, sækist eftir 3.-5. Sæti. Karvel L. Karvelsson, Borgar- firði, sækist eftir einu af efstu sætunum. Eydís Aðalbjörnsdóttir, Akra- nesi, sœkist eftir öðru sæti. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri á Tálknafirði sækist eftir einu af tveimur efstu sætunum. Þórður Guðjónsson fótbolta- kappi Akranesi sækist eftir 1.-3. Sæti. Garðar Víðir Gunnarsson sem rekur ættir sínar á Krókinn, sækist eftir þriðja sæti listans. Er eitthvað að fré\ Féafcjf Haföu samband -Siminner 455 7176 Tveir góðir kostir til að ávaxta spariféð sitt KS-bókin er með 6,8% vexti,bundin í3 árogverðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðuyfir 20 miiljónir, 17%vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, 16,5%vextir Hafið þið séð betri vexti? KS INNLÁNSDEILD IAUST STARF Hams- og starfsraðgjafi Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra óskar að ráða til sín náms- og starfsráðgjafa. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfsstöð viðkomandi er á Sauðárkróki. Meðal verkefna: Umsjón með fjamámi háskólanema - Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum á Norðurlandi vestra - Mat á raunfærni - Ráðgjöf og þjálfun - Ýmis önnur verkefni Menntunar oa hæfniskröfur: Menntun á sviði náms- og starfsráðgjafar er skilyrði - Þekking og reynsla af atvinnulífinu á Norðurlandi vestra er kostur - Metnaður, áhugi og sjálfstæði í vinnubrögðum - Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum - Gott vald á íslensku í ræðu og riti Umsóknafrestur til 28. febrúar 2009 Upplýsingar gefur Jóhann Ingólfsson í síma 455 6011 og á johann@farskolinn.is Æ^Farskólinn UHKTÓÐ SÍUDiHTlJNJJt Á N0UXJUAMDI VtSJtA Menningarráð NV tiður aðfyni úthlutun Menningarráó Norðurlands vestra samþykkti á fundi sfnum á dögunum úthlutunarreglur og auglýsingu vegna verkefnastyrkja ársins 2009. Gert er ráð fyrir að úthlutanir verði tvær á þessu ári, með umsóknarffesti til 12. mars og 15. september. Þá var ákveðið að stefna að fyrri úthlutun föstudaginn 3. apríl nk.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.