Feykir


Feykir - 12.02.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 12.02.2009, Blaðsíða 5
06/2009 Feykir 5 Óttar Bjarkan Bjarnason bakarameistari I janúar 1981 sá ég fyrst Óttar Bjarkan Bjamason. Það var í íþróttasal gamla barnaskólans á Króknum. Hann lék þar körfúknattleik með félögum sínum. Maðurinn vakti þá strax óskipta athygli mína. Ekki fór á milli mála að þar fór leikmaður sem kvað að, leikgleði og keppnisskap í ríkum mæli og ekki var á dagskrá að tapa leiknum. Skömmu fyrir 1980 komu á Krókinn frá Siglufirði hjónin Guðrún Ásgerður Sölvadóttir og Óttar sem hóf störf hjá Guðjóni Sigurðssyni í Sauðárkróksbakaríi. Mál þróuðust svo að Óttar festi kaup á bakaríinu 1984. Mér er minnisstætt er Óttar fór í Búnaðarbankann og bað um lánsfé til kaupanna. Er spurt var um tryggingar, benti stóri maðurinn á sig og sagði sem svo að þessi líkami væri tryggingin. Og allt gekk upp þrátt fyrir erfiðleika á stundum, en að öðrum ólöstuðum hef ég aldrei kynnst öðrum eins vinnuþjarki. Kynni okkar hófúst í gegnum körfubolta og stofn- uðum við Iþróttafél agið Molduxa um haustið 1981 sem starfað hefur óslitið sfðan. Árið 1994 stóð Óttar fyrir ferð Uxa suður um Evrópu í þá mögnðustu keppnis- og kynnisferð sem undirritaður hefúr tekið þátt í um ævina. Tilgangurinn var þátttaka í alþjóðlegu körfuknattleiksmóti öldunga í Zagreb í Króatíu auk þess sem við lékum í Graz í Austurríki, á eyjunni Lido í Feneyjum og víðar. Óttar annaðist undirbúning að mestu. Haldnar voru óteljandi söngæfmgar, gjafir valdar, hannaðir búningar og blásið til aukaæfinga á miðnætti eftir að salurinn losnaði. Atorkan í þessum manni var ótrúleg. Auk ferðarinnar sem sagt var frá, stóð Óttar fyrir fjöldamörgum uppákomum sem settu svip á lífið. T.d. má nefna þegar hann og Pálmi Sigvatz hlupu suður til Reykjavíkur í Qáröflunarskyni fyrir körfuknatdeiksdeild Tindastóls. Drengurinn lét verkin tala svo að um munaði. Það fór ekki á milli mála ef Óttar var viðstaddur, hvort sem það var á æfingum eða í samkvæmi, krafúirinn og lífsgleðin var slík að eftir var tekið. Það er í meira lagi súrt þegar atgervismenn falla frá í blóma lífsins. Sennilega höfúm við ekki áttað okkur til fulls á hvað orðið er. Nú er sannanlega skarð fyrir skildi. Við sendum Guðrúnu og fjölskyldunni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. F.h. Molduxanna Ágúst Guðmundsson (ÁSKORENDAPENNINN ) BmaémmmmmmmmmmamBmmtmamamamamammaaammaamáa Friörik Þórjónsson skrifar Heilög stund, óskastund! Jæja nú þegar ég tek við kefiinu af sveitunga mínum henni Hjördísi í Hjarðarhaga rifjast upp fyrir mér fyrstu kynni mín af henni. Það var vorið 1999 þegar Karlakórinn Heimir var í söngferðalagi í Færeyjum. Þá einu sinni sem oftar að við vomm í einhverju samsæti þá stakk einhver upp á því að fara í samkvæmisleiki undir þorðum. Áttu borðgestir sem sátu á móti hvorum öðrum að taka höndum saman ogstanda upp og setjast til skiptis í taktvið ÁmaJohnsen syngja álíka söng og Fagra Blóma. Þar sem ég sat á móti Hjördísi áttum við að gera þetta og var það svo greinilegt á svipbrigðum hennar að hún vildi vera einhverstaðar allt annarsstaðar en að vera saman með fingurnar í einhveijum spjátmngspilti austan úr Þingeyjarsýslu í þessum samþjappandi leik frænda okkar í Færeyjum. En þetta var útúrdúr. Það sem mig langar að fjalla um í þessum pistli hversu mannbætandi útva rpsþáttu ri n n Óskastundin hennar Gerðar frænku (er samt ekki frænka mín en það erönnursaga) sé. Þessi þáttur er á Rás 1 á föstudögum eftir níufréttum. Hef ég sérstaklega tekið eftir því núna þegar þjóðin stendur á þessum tímamótum hversu mikilvægt er fyrir fólk að hlusta á þennann þátt. Hvað er betra að hlusta á eftir allar hamfarafréttirnar í fréttab'manum á undan um allt fjármagnsglapræðið, bankahrunið og um gjaldþrot heimilanna að heyra Gerði segja t.d. „vonandi sæki ég vel að ykkur hlustendur góðid' eða „komið öll sæl og blessuð á þessum dýrðarmorgn'r. Síðan em allar kveðjumar sem hún les, þær em raddir þjóðarinnar, þama em kveðjur frá henni Rósu sem sendir skólasystmm sínum frá Löngumýri veturinn forðum og sendir þeim lagið Skvetta falla hoppa og hrista með Ragga Bjama. Næsta lag er kannski undur fagurt ákall til náttúrunnar flutt af Álftagerðisbræðrum við undirleik valinkunnra hljóðfæraleikara. Það er allt svo jákvætt og uppörvandi hvernig Gerður kemur þessum kveðjum frá sér. Þarna geta allir fundið tónlist við sitt hæfi, allt frá Maríu Markan og til Baggalúts sem og Gylfa Ægis. Á mínum vinnustað er ævinlega heilög stund á milli fimm mínútur yfir níu ogtil þegarhana vantar korter í tíu. Og með þessum orðum skora ég á einn mesta aðdáanda söngfuglsins Ivans Rebroffs og sveitunga minn Trostan Agnarsson frá Miklabæ. ( MITT LIÐ ) _---------- Skipsfélagar mínir sumir hverjir eru svolítiö ruglaöir í enska boltanum Nafn: Ámi Ólafur Sigurðsson Heimili: Ránarbraut 12 Skagaströnd Starf: Skipstjóri á Arnari HU-1 < Hvert er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum og af hverju? s Að sjálfsögðu Arsenal og aldrei annað en Arsenal. Það blundaði í mér eitt augnablik áður en ég koms til vits og ára að halda með United. En svo fór ég að velta því fyrir mér að allt í kringum það lið væri svipuð grúbba og er í kringum Kr-inga. Þannig að það kom aldrei neitt annað en Arsenal til greina. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum við aðra um aðdáun þinnar á umræddu liði? Jú jú, skipsfélagar mínir sumir hverjir eru svolítið ruglaðir í enska boltanum. Hafa ekki | mikla þekkingu á honum og eru að halda með þessum lélegum liðum eins og United og Liverpool. Alveg ótrúlegt rugl í þeimÐ Hver er uppáhaldsleikmaður fyrr og síðar? Það hefur alltaf verið frábærir fótboltamenn í Arsenal liðinu en það hefur enginn held ég toppað Thierry Henry hann er ótrúlega flottur fótboltamaður. Einnig var Bergkamp í miklu uppáhaldi hjá mér. Hefur þú farið á leik með liði þínu? Því miður þá hefur það mmaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaamaam ekki gerst ennþá en ég stefni að því sem fyrst. Áttu einhverja hluti sem tengjast liðinu? Já ég á ýmislegt sem tengist liðinu má þar nefna trefil, húfu, boli, bjórglas, handklæði, könnu og meira segja rúmföt. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Það gengur ágætlega. Ég á þrjú barnabörn ogtvö þeirra eru miklir Arsenal- aðdáendur en ég á eftir að sannfæra eitt afabarnið. En það gæti verið þrautin þyngri þar sem pabbinn er heltekinn Poolari, en mér tekst það vonandi. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhaldsfélag? Nei það hefur aldrei komið upp í huga minn. Uppáhaldsmálsháttur: Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.