Feykir


Feykir - 12.02.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 12.02.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 06/2009 Vel heppnaó íbúaþing var haldið á Sauóárkróki þann 7. febrúar sl. Traustur grunnurað byggja á til framtíðar Gott mannlíf og fjölbreytt atvinnulíf í fallegri náttúrulegri umgjörð er sá trausti grunnur sem Skagfirðingar telja að Sauðárkrókur geti byggt á til framtíðar. Þetta kom fram á íbúaþingi sem Sveitarfélagið Skagafjörður stóð fyrir og haldið var á Sauðárkróki sl. laugardag með um 100 þátttakendum. Þær hugmyndir og þau sjónarmið sem komu fram á þinginu verða nýtt við endurskoðun aðalskipulags fyrir Sauðárkrók sem ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur umsjón með. Á íbúaþinginu ríkti mjög jákvæður andi og komu fram ýmsar ábendingar sem styrkt geta Sauðárkrók og Skagafjörð allan og greinilegt að íbúar horfa björtum augum fram á veginn. Rætt var um að nýta mætti betur auðlindir til uppbyggingar í atvinnumálum og að efla þyrfti aðstöðu fyrir ferðamenn á Króknum. Einnig var lögð áhersla á að bæta aðstöðu fyrir frumkvöðla til að skjóta nýjum stoðum undir atvinnulífið um leið og þær eldri væru styrktar enn frekar. Óskin um líflegri miðbæ í gamla bænum, frá Faxatorgi að Villa Nova, var sterk. Ýmsar hugmyndir komu upp um hvernig mætti styrkja stöðu gamla bæjarins með nýrri íbúabyggð neðan Freyjugötu, m.a. var lagt til að umhverfis nýjan hafnargarð væri gert útivistarsvæði með siglingaraðstöðu og að hin gömlu torg bæjarins, Kirkjutorg og Kaupvangstorg, yrðu endurnýjuð. Almenn ánægja var með útivistarsvæði við Litlaskóg og samstaða um að íbúar ættu að leggja hönd á plóg við uppbyggingu og viðhald svæðisins. Kallað var eftir heildstæðri stefnu um uppbyggingu útivistarsvæða og að hugað væri betur að göngu-, hjóla- og reiðleiðum. Nokkur umræða var um tjaldstæði bæjarins og voru flestir á því að finna ætti því nýjan stað sem þó væri í góðum tengslum við íþróttasvæðið. Mögulegir staðir voru taldir vera við Sauðárgil, í klaufunum og upp á Nöfúnum. Mjögskiptarskoðanirheyrðumst um framtíð íþróttasvæðisins sem margir sjá þó sem eitt helsta jákvæða einkenni bæjarins og telja hættu á að gengið verði á kosti þess verði það skert vegna uppbyggingar umhverfis Árskóla. Einnig var bent á að bæta þyrfti íþróttaaðstöðu frekar, s.s. sundaðstöðu, æfingasvæði og möguleika til að stunda boltaæfmgar yfir vetrartímann. Lagt var mat á svæði fýrir frekari íbúðarbyggð og töldu þátttakendur í þeim hópi að helst bæri að líta til uppbyggingar innan núverandi byggðar, t.d. við Freyjugötu, en síðan kæmi til greina að byggja upp á Nöfunum. Sittsýndisthverjumummögulega staðsetningu menningarhúss. Ýmsir voru fýlgjandi því að það yrði í nánum tengslum við Árskóla en aðrir töldu því betur fýrirkomið á Faxatorgi. Þá komu einnig fram hugmyndir um að menningarhúsið yrði við Strandveginn, í nánum tengslum við miðbæinn og með fallegu útsýni út á fjörðinn. Margar aðrar ábendingar og tillögur komu fram sem skoðaðar verða í því skipulagsferli sem nú er framundan. Alta mun kynna drög að skipulagstillögu á opnum íbúafundi í vor. Myndir: ÞB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.