Feykir


Feykir - 19.02.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 19.02.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 07/2009 Skagaljörður Heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi vestra Staðsetning landsmóts góð viðurkenning A fundi Sveitarstjórnar Skagafjaröar í gær lagði Bjarni Jónsson, VG, fram bókun þar sem hann fagnaði ákvörðun UMR um að 12. Unglingalandsmót UMR yrði haldið á Sauðárkróki. Sagði Bjarni að 6 aðilar hefðu sóst eftir mótinu og væri staðsetningin hér því viðurkenning á því góða starfi sem íþróttahreyfingin í Skagafirði hefði skilað á undanförum árum. í niðurlagi bókunar Bjarna segir. -Þá er íþróttaaðstaða fyrir flestar keppnisgreinar á Unglingalandsmóti með því ákjósanlegasta og íþrótta- svæðið sem enn er óskert mun nýtast vel og skapa mótinu veglega umgjörð. Leiðari Kreppumatur Ég heflúmskt gaman afþuíþegar íbúar kreppuborgar keppast við að koma í blaðaviðtöl og lýsa leiðum til spamaðar. Þeir segjast hafa tekið upp magninnkaup, kaupa ú tilboðum og frysta og síðan það sem er stærsta byltingin; fólk erfarið að elda frá gnmni og borða i auknum mæliþar sem kallast í kreppuborg, kreppumatur. Kreppumatur er sem sagt maturinn sem ég hef síðan ég flutti að heiman og ólstþar áður upp við, lagt á borðfyrir fjölskyldu mina. Soðin ýsa, grjónagrautur, bjúgu, kjöt í karrý ogfleiri tegundir afherramanns íslenskum mat eru allt í einu inn. Með sljörnublik í augum segirþetta ágæta fólkfrá þessari uppgötvun sinni og undrandi bæta þau við að bömin séu meira að segja vitlaus íþetta. Nú siðan verslarfólk á útsölum og tilboðum og er heima á kvöldin í stað þess að hanga á kaffihúsum og fara á bari. Þetta kallast víst kreppuhegðun. Á mínu heimili kallastþetta nú bara eðlilegir lífshætár og heilbrigð skynsemi. Það skyldiþó aldrei verða að þessi blessaða kreppa yrði tilþess að bilið milli okkar á landsbyggðinni og þeirra hinna minkaði. Það skyldi þó aldrei verða að uppáhelltur Grænn Bragi, íslenskt já takk, verði aftur inn og Latte út. Kannski húsmæður kreppuborgarfari næst að taka upp á þvi að steikja pönnukökur og kleinur samhliða því að baka i kistuna. Kannski kreppan verði bara dlþess að í landinu verði aftur ein þjóð í stað tveggja. Kannski,já bara kannski, erþessi blessaða kreppa ekki alveg alslæm. Ég er í það minnsta bjartsýn - enda lítíð annað í boði. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Ami Gunnarsson, Áskell HeiðarÁsgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmadur. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is © 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is © 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Ekki sameinað þannl. Ögmundur Jónasson átti að sögn Jóns Bjarnasonar stjórnarþingmanns VG, góðan fund með heima- mönnum á Hvammstanga Blönduósi og á Sauðárkróki á þriðjudag um framt'ð heilbrigðisstofnanna á svæðinu. . Jón segir að engar breytingar eigi sér stað þann 1. mars líkt og áður hefi verið boðað og að Ögmundur hafi mars sagt að engar breytingar yrðu gerðar á rekstri stofnananna nema með góðu samráði og í samvinnu við heimafólk. -Ögmundur verður í dag á ferðinni um Norðurland eystra þar sem hann mun funda með heilbrigðisfólki þar. Hann mun síðan í framhaldinu gefa skýrslu í þinginu og greina frá því hvað hann hyggst gera í þessum málum, segir Jón Bjarnason þingmaður VG. Skagafjörður_____________ Málstofa í Verinu Föstudaginn 20. febrúar kl. 12.00 - 13.00 mun Catherine P. Chambers kynna helstu niðurstöður rannsókar á mögulegum áhrifum erfðabreytts korns á smádýrafánu lækja á ræktuðum svæðum. Catherine P. Chambers er með meistarapróf í dýrafræði frá Southern Ulinois University Carbondale og stundar rannsóknir í Verinu. í miðvesturríkjum Banda- ríkjanna er kornrækt mikil. Afrennslislækir kornræktar- svæðanna eru lælór sem mikið hafa verið mótaðir af mönnum. í þessa læki falla aukaafurðir kornræktarinnar. Þar á meðal geta verið þættir sem hafa ekld verið í slíkum lækjum. Sérstaklega áhugavert er að skoða í þessu sambandi erfðabreytt korn, sem breytt hefur verið þannig að það myndi prótein frá bakteríunni Bacillus thuringiensis (Bt). Bt myndar eiturefni og eru áhrif þeirra lítið þekkt hvað varðar vistkerfí ferskvatns. Þannig var markmið rannsólcnarinnar að meta áhrif Bt erfðabreytts korns á smádýr í ferskvatni í smáum lækjum á kornræktar- svæðum. Málstofan er öllum opin, fyrirlesturinn fer fram á ensku. Húnaþing vestra Ekki afsláttur á sorphirðugjöldum fyrir þá sem flokka Björn Ingi Þorgrímsson hefur óskað eftir því við sveitarfélagið Húnaþing vestra að þurfa einungis að greiða sorpeyðingargjald en ekki sorphirðugjald af fasteign sinni þar sem sorp frá heimili hans sé flokkað og endurunnið. Byggðarráð hafði áður sent erindi Björns Inga til umsagnar tæknideildar sem ekki treysti sé til þess að verða við erindinu þar sem m.a. álagning sorpgjalda sé bundin hverri íbúð og að í gjaldskrá sé ekki boðið upp á sérstaka afslætti vegna umhverfis- vænnar meðhöndlunar á sorpi. Þá gildi jafnræðisregla um álagningu sorphirðu- gjalda. Oddur Sigurðsson, áheyrnarfulltrúi Samfylk- ingar lagði fram þá bókun að teldi að sorphirðu og sorpeyðingargjald eigi að vera aðskilin en ekki eitt sameigin- legt gjald fyrir eigendur íbúðahúsnæðis. Kosningar 2009 Jón í 1.-3. sæti Jón Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisfiokksins í Norðvesturkjördæmi og hyggst stefna að þvf að skipa 1.-3. sæti á lista flokksins. Jón er búsettur í Skagafírði, er verkfræðingur að mennt og starfar hjá Vegagerðinni. Hann hefur um árabil starfað fýrir Sjálfstæðisflokkinn og gengt þar ýmsum trúnaðar- störfúm. Jón er formaður kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi og á einnig sæti í miðstjórn flokksins. Skagafjörður Óhróðurá fjölmeniv ingarkvöldi A4 blaði með fyrirsögninn, -Fjölmenning er þjóðar- morð, var dreift á bifreiðar þeirra sem á föstudags- kvöld sóttu fjölmenningar- kvöld í Húsi frítímans. Síðan kom ljótur texti og neðst á blaðinu stóð -Alþjóðahyggja er menn- ingarsjálfsmorð dulbúið sem “framþróun” og “frelsi” Island fýrir Islendinga. Það var Frístundasvið Skagafjarðar ásamt Rauða kross félaginu sem stóð fyrir kvöldinu og var öllum íbúum Skagafjaðar boðið að koma á alþjóðakvöld þar sem allar þjóðir koma saman. Boðið var upp á mat, tónlist, myndir og bæklinga með það að markmiði að kynnast fulltrúum þeirra þjóða sem í Skagafirði búa. Það er ljóst að dreifibréfín settu ljótan blett á annars vel heppnað kvöld.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.