Feykir


Feykir - 19.02.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 19.02.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 07/2009 Hjalti Pálsson skrifar_ Ein auðmjúk afsökun í sfðasta Feykisblaði fékk ég réttmæta áminningu frá börnum Ögmundar Helgasonar vinar mfns vegna þeirrar undarlegu yfirsjónar að nefna lítið og ógreinilega þátt hans í útgáfu Skagfirðinga- bókar sem mér var þó kunnur manna best. Hann ritstýrði 6 heftum bókarinnar af miklum áhuga og hafði stóran metnað fyrir útgáfunnar hönd og Skagaíjarðar yfirleitt með öllum hætti. Það var áreiðanlega fyrst og fremst af hans áhuga og hvatn- ingu sem við Sölvi Sveinsson og Gísli Magnússon tókum höndum saman við Ögmund um framhald á útgáfu bókarinnar eftir að forgöngumennirnir ákváðu að hætta við útkomu 6. heftis. Fáa veit ég meiri Skagfirðinga í sér en hann. Kynni okkar stóðu í áratugi og minnisstæður er veturinn 1973 þegar við tókum óbeðnir að okkur dreifingu Skagflrðinga- bókar í hús á Reykjavíkur- svæðinu og keyrðum um borgina kvöld eftir kvöld. Dreifingin var tafsöm því oft fór drjúgur tími í að spjalla við áskrifendur og jafnvel þiggja kaffi. Samstarf okkar og samvinna var mikil á þessum árum og oft kom ég til Ögmundar og Rögnu. Sambandið hélst eftir að hann kom aftur frá dvöl á Árna- stofnun í Kaup- mannahöfn og hóf að starfa á handrita- deild Lands- bókasafns- ins. Eftir að hann tók þar við forstöðu var hann góður haukur í horni og sparaði i engu alla þá fyrirgreiðslu er hann gat veitt meðan ég sinnti starfi héraðsskjalavarðar á Króknum. Mér er bæði ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessu klúðri. Það var sannarlega ekki hugsað til að rýra hans hlut enda með öllu ómak- legt. Hjalti Pálsson Ögmundur Helgason Rúnar Kristjánsson______________________ Húmorinn í lagi Hilmir Jóhannesson, stefndi í síðasta tölublaði Feykis til stjarnanna og ætlaði sér sigur og ekkert annað en sigur í undankeppni Evrovision. Svo sigurviss var Hilmir að hann var að eigin sögn þegar farinn að safna rúblum fyrir ferðina til Moskvu. Að því tilefni yrkir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd og sendi Feyki. Hilmir Jóh. með huga greiðum hugsar stíji um Moskvuför. Ráfar um á rúbluveiðum rogginn karl með bros á vör! og- Upp á sig til vinnings vefur, vermir mannlífs hagi, staðreynd sú - að Hilmir hefur húmorinn í lagi! Gísli Árnason skrifar Vaðið á súðum Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2009 var afgreidd á fundi sveitarstjórnar 29. janúar sfðastliðinn. Það er öllum ljóst að fjárhagsstaða sveitarsjóð hefúr verið erfið og batnar ekki á næstu árum miðað við fjárhagsáædun ársins. Eigið fé sveitarsjóðs verður nánast upp urið á næsta ári að óbreyttri stefnu. Þrot sveitarsjóðs. Samt sem áður eru ráðgerðar fjárfestingar, sem aldrei fyrr. Fjölgun leikskólarýma á Sauðárkróki hefur verið ráðgerð um nokkurra ára skeið og brýnt að fara að sjá til lands í þeim efnum. Miðað við núverandi áætlanir má gera ráð fýrir að byggingakostnaður geti numið allt að 500 milljónum króna. Á þessu ári eru, samkvæmt fjárhagsáætlun, ætlaðar 250 milljónir í leikskólann og 50 milljónir til viðbótar í hönnun Árskóla, liður sem hét Árskóli- menningarhús viku fyrir samþykkt fjárhagsáætlunar. Áfram virðist eiga að vinna af fullum krafti að hönnun mannvirkja, sem taka yfir hluta af íþróttasvæðinu. Bygging leikskólans er stórt og fjárfrekt verkefni. Það er því alveg ljóst að sveitarfélagið mun ekki hafa burði til að byggja samhliða við Árskóla og jafnvel nýtt menningarhús, sem yrði reyndar á kolröngum stað. Mér vitanlega hafa fulltrúar minnihlutans enga frekari vitneskju um fyrirhugaðar framkvæmdir við Árskóla, það má vel vera að búið sé að semja við arkitekta um hönnunina en engin gögn þar að lútandi hafa verið kynnt fulltrúum minnihlutans í byggðaráði og sveitarstjórn. Það vakna áleitnar spurningar um hvernig staðið er að þessum verkefnum. Formaður byggðaráðs skrifar í Feyki 5. febrúar síðastliðinn, viku eftir samþykkt fjárhagsáætíunar, að hönnun Árskóla fari senn að ljúka. Hvernig má það vera? Þrátt fyrir að ekki séu líkur á að hægt verði að ráðast í verkefnið næstu þrjú, fjögur árin miðað við núverandi efnahagsástand. Hitt er svo annað mál að sveitarfélögum er skylt að viðhafa ákveðin vinnubrögð þegar ráðgerðar eru fjárfestingar, sem fara yfir vissan hluta af skattekjum. í Sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að “Hyggist sveitarstjórn ráðast í fj árfestingu og áætíaður heildarkostnaður eða hlutur sveitarfélagsins í henni nemur hærri fjárhæð en fjórðungi skatttekna yfirstandandi reikningsárs er skylt að leggja fyrir sveitarstjórn umsögn sérfróðs aðila um kostnaðaráætlunina.væntanleg áhrif hennar á fjárhagsafkomu sveitarsjóðs á fyrirhuguðum verktíma og áætíun um árlegan rekstrarkostnað fyrir sveitarsjóð, sé um hann að ræða.” Áætíaður heildarkostnaður beggja þeirra framkvæmda, sem hér hafa verið nefndar, nemur hærri upphæð en fjórðungi skattekna sveitarfélagsins. Lögbundin umsögn um fjárhagsleg áhrif framkvæmdanna lá ekki fýrir þegar sveitarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun ársins og gerir ekki enn. Það eitt og sér er ámælisvert. Ekki liggur heldur fýrir hvernig á að fjármagna þessar framkvæmdir og hvort það muni yfirhöfúð takast. Athygli vöktu fréttir ný- verið, þar sem fram kom að framkvæmdir við Miðgarð séu í hættu ef ríkið greiði ekki þrjátíu milljónir í verðbætur. Reyndar hélt ég að þessar þrj átíu milljónir væru löngu samþykktar. Þar vantar greinilega eitthvað upp á orð og efndir. Forseti sveitarstjórnar segir berum orðum að Sveitarfélagið Skagafjörður muni ekki geta greitt það sem upp á vantar, ef ekki nást samningar við rikið. Samningar númer tvö. Á sama tíma eru ætlaðar 50 milljónir í hönnunarvinnu vegna framkvæmda, sem ekki er útíit fýrir að hægt verði að ráðst í næstu þrjú, fjögur árin. Framkvæmdir við endurbætur Miðgarðs eru reyndar kapítuli út af fyrir sig, dæmi um það hvernig ekki skal standa að verki, og efni í sér umfjöllun. Ef ekki næst að afla fjár til að ljúka þeim framkvæmdum sem í gangi eru á vegum sveitarfélagsins, hvernig á þá að fjármagna þær ffamkvæmdir, sem samþykktar voru í lok janúar, með þeim ágöllum sem á þeim voru. Gísli Árnason VG Skagafirði Tekið til kostanna dagana 23. - 25. apríl_ Keppni í frumtamningu Fyrsta frumtamningakeppni á íslandi verður haldin í apnl á vegum Hólaskóla. Keppnin fer fram á sýningunni Tekið til kostanna 23.-25. apnl á Sauðárkróki. Tamninganemendur skólans sem nú eru í verknámi, leiða saman trippi sem þeir eru að temja. Allt bendir til að keppnin verði bæði frumleg og spennandi og má búast við góðri skemmtun. Höfundur keppninnar er Eyjólfur ísólfs- son og á vef Hestamanna- félagsins Neista á Blönduósi segir hann að þetta hafi lengi verið draumur sinn. -Þetta er frumraun, segir Eyjólfur. -Keppnin hefur þegar fengið nafn, sem lýsir inntaki hennar: „Það snýst um traust". Það eru verknáms- nemar skólans sem munu taka þátt í keppninni að þessu sinni. Framhaldið ræðst svo af því hversu vel þetta heppnast og hvernig fólki líst á. Ég er viss um að þetta verður spennandi og skemmt- ileg keppni, sem reynir á þolinmæði, nákvæmni og útsjónarsemi tamninga- mannsins. Hún byggist að hluta á þeim verkefnum sem nemendurnir eru að læra hér við skólann og í verknáminu. Hugsanlega verða lagðar fyrir þá nýjar þrautir, og síðan mega keppendur sýna frjáls atriði til að undirstrika það sem keppnin snýst um - traustið milli manns og hests!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.