Feykir


Feykir - 19.02.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 19.02.2009, Blaðsíða 10
lO Feyklr 07/2009 Söngkeppni Fjölbrautaskóla Noróurlands vestra Edda Borg kom sá og sigraði Edda Borg Stefánsdóttir kom sá og sigraði á söngkeppni FNV sem haldin var sl. fimmtudagskvöld. Edda Borg söng án undirleiks hið rómaða Cohen-lag Hellelujah, byggt á útsetningu Imogen Heap. Edda Borg mun í framhaldinu verða fulltrúi FNV í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður á Akureyri í apríl. Edda Borg er 18 ára Sauðárkróksmær dóttir Edda Borg var að vonum kát með sigurinn. Sumir voru léttari á því en aðrir og komu fram á náttsloppnum einum fata. Heigi Sæmundur i góðri sveifiu. Arnar Frostason í léttu rappi. Stefáns Péturs Jónssonar frá Gauksstöðum og Ólafar Svandisar Árnadóttur. Edda Borg er nemandi á öðru ári félagsfræði sálfræðisviðs skólans og segir hún að öflugt tónlistalíf og tónlistarklúbbur skólans hafi skipt sköpum þegar hún sótti um inngöngu í skólann. Edda Borg stóð sem áður segir ein á sviðinu og söng án undirleiks og segist hún ætla að gera slíkt hið sama í aðalkeppninni. -Ég vann með þetta atriði og í minum huga væri bara bull að fara að breyta því eitthvað, segir Edda Borg. Edda Borg fékk glæisleg verðlaun fyrir 1. sætið. Tösku frá Vodafone, 1 GB Sony Walkman MP3 spilara frá Skagfirðingabúð með inn- byggðu FM útvarpi, LCD litaskjáogdiktafón. Kökuspaða og minnislykil frá Sparisjóði Skagafjarðar, blómavönd frá Blóma- og gjafabúðinni og gjafabréf á Ólafshúsi fyrir 8.000 kr. I öðru sæti var Hildur Sólmundsdóttir með lagið Guð geymi þig og í þriðja sæti voru Grímur Rúnar Lárusson og Svanur Ingi Björnsson með lagið Þú. Dómarar á keppninni voru; Sigurlaug Vordís Eysteins- dóttir, Jóhanna Marín Óskarsdóttir, Karl Jónsson, Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir og Áskell Heiðar Ásgeirsson. Sáttmáli til sóknar í skólamálum í Skagfirði Verkefnisstjórn sáttmálans auglýsir eftir styrkumsóknum úr sjóðnum. Öllum er heimilt að sækja um styrk eða koma með ábendingar til nefndarinnar og er einungis gerð sú krafa að um eflingu á skólastarfi í Skagafirði sé að ræða. Verkefnið spannar öll skólastig í héraðinu frá leik- skólum til háskóla ásamt tónlistarskóla og farskóla. Allar nánari upplýsingar eru á skagafjordur.is og ks.is og þar er jafnframt hægt að nálgast umsóknareyðublöð. Umsóknum þarf að skila fyrir 15. mars n.k og skal þeim skilað skrifstofu KS að Ártorgi 1, til Ólafs Sigmarssonar formanns verkefnisstjórnarinnar. í tilefni þess að Bílar og fólk ehf - TREX hefur nú hafið akstur sérleyfisbíla á Suðurlandi, Vesturlandi og að hluta til á Norðurlandi býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum að greiða aðeins barnafargjald vikuna 23. febrúar til 1. mars. Nánari upplýsingar er að finna á www.bogf.is. Bíiarogfótkehf, w' KK O 0707 7.K (D 553 3737 bogf@bogf.is TREX Travel Experiences

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.