Feykir


Feykir - 19.02.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 19.02.2009, Blaðsíða 11
07/2009 Feykir 11 ( MATGÆOINGAR VIKUNNAR ) Anna Margrét og Sævar kokka Hiónabandssæla af sérstöku tilefni Uppskriftirnar þessa vikuna koma frá þeim heiðurs- hjónum á Sölvabakka, Önnu Margréti Jónsdóttur og Sævari Sigurðssyni. Þau segja forréttinn hafa vakið mikla lukku á þeirra heimili en það er grafið lamb. Reyndar er alveg eins hægt að nota hryggvöðva úr ungum ám og er það ekkert síðra. Þau skora á nágranna sína í Lækjardal, þau Angelu Berthold og Kristján Birgisson að koma með næstu uppskriftir. FORRÉTTUR Grafið lamb 300 gr. lambafillet eða annað gottfitu- og sinalaust lambakjöt 2 dl. gróft salt 1 msk. sykur 1 msk. þurrkað blóðberg eða timian 1 msk. þurrkað birkilauf eða basil 1 msk. rósapipar 1 msk. hvannarótarfrœ eða dillfrœ 1 msk. sinnepsfrœ 1 msk. rósmarín Veltið kjötinu upp úr salti og sykri og geymið í kæli í 4 klst. Skolið þá saltið og sykurinn af með vatni. Setjið allt kryddið í mortél og myljið það lítillega. Veltið kjötinu upp úr kryddinu og geymið í kæli yfir nótt. Berið fram með t.d. vinaigrette sósu. Aðalrétturinn eru innbakaðar folaldalundir sem eru að okkar mati algert sælgæti. Þetta hefur verið veislumatur á gamlárskvöld hjá okkur tvisvar sinnum. Það má líka nota folalda fillet, en þá verður að skera það í tvennt eftir endilöngu. AÐALRÉTTUR Innbakaðar folaldalundir 1 pakki smjördeig 700-800 gr. folaladalundir Pipar, nýmalaður Salt 50 gr. smjör 150 gr. sveppir, smátt saxaðir 1 tsk. rósmarín, ferskt, saxað eða 'á tsk þurrkað 100 gr. gráðaostur 100 ml. sýrður rjómi Smjördeigið látið þiðna og ofninn hitaður í 180 gráður. Kjötið kryddað vel með pipar og salti. Smjörið brætt á pönnu og kjötið brúnað á öllum hliðum en síðan fært upp á disk. Sveppirnir steiktir við meðalhita í 3-4 mínútur. Á meðan er osturinn mulinn í skál og sýrða rjómanum hrært saman við. Deigplöturnar lagðar á borð þannig að þær skarist ögn og þær síðan flattar út. Sveppunum hrært saman við ostblönduna og þessu smurt á smjördeigið, ekki þó út á brúnir. Kjötið lagt ofan á og pakkað inn í smjördeigið. Brúnirnar penslaðar með vatni svo þær tolli betur saman. Sett á pappírsklædda bökunarplötu eða í stórt, eldfast fat og bakað þar til deigið er gullinbrúnt og hefur blásið út. Tekið úr ofninum, látið standa í nokkrar mínútur og síðan borið fram með grænu salati og e.t.v. steiktum eða gratineruðum kartöflum. 2 tsk. natron 100 gr. möndluflögur 100 gr. suðusúkkulaði Rabarbarasulta Og svo ein hjónabandssælu uppskrift í lokin en sú var þemakaka sumarsins 2008 hér á Sölvabakka, þar sem giftum okkur í ágúst síðastliðnum. EFTIRRÉTTUR Hjónabandssœla í ofnskújfu 4 bollar hveiti 4 bollar haframjöl 2 bollar sykur 2 egg 400 gr. smjörlíki (brœtt) Allt hnoðað saman nema rabarbarasultan og suðusúkku- laðið. Deigið sett í smurða ofnskúffu og þrýst vel niður, nema nokkrir molar sem dreift er yfir í lokin. Þá er rabarbarasultu smurt ofan á og loks deigmolunum sem skildir voru eftir dreift yfir. Bakað við 180 gráður í ca. 15-20 mínútur. Þegar kakan hefur kólnað er súkkulaðið brætt og dreift yfir hana með skeið í mjóar randir. Verði ykkur að góðul Stúlknakór Norðurlands vestra er með heimasíðu á Facebook þar sem ýmsar fréttir og upplýsingar er að finna auk mynda frá æfingum. Hversu háa fjárhæó fékk verkefnið frá Menningarráði Norðurlands vestra? -Verkefnið fékk úthlutað einni milljón frá Menningarráðinu. Hversu miklu máli skiptir það verkefnið að hafa fengið úthlutað styrknum? -Það er Ijóst að verkefnið hefði aldrei orðið að veruleika nema fyrir tiistilli þessa styrks. Við erum því mjög þakklát Menningarráði NV fyrir að styrkja verkefnið. Eru önnur verkefni á teikniborðinu?-Já, við vomm mjög ánægð eftir fyrstu æfinguna, stúlkurnar hljómuðu mjög vel og þær voru líka mjög áhugasamar. Við höfum áhuga á því að taka upp lög með stúlkunum og gefa út geisladisk „Draumaraddir norðursins" í framtíðinni. ( MENNINGARUMFIÖLLUN Feykis) Söngskóli Alexöndru, Tónlistarskóli A-Hún. og Tónlistarskóli V-Hún. fengu styrk fyrir verkefnið Draumaraddir norðursins frá Menningarráöi Noröur- lands vestra. Er þetta í fyrsta sinn sem skólarnir þrír vinan saman í verkefni sem þessu. Jón Hilmarsson svaraöi spurningum Feykis um verkefniö. Draumaraddir noróursins Hvað nefnist verkefnið? -Draumaraddir norðurs- ins. Hverjir standa að verkefninu? -Dream-Voices ehf, menningar- og fræðslufélag, heldur utan um verkefnið en það er samvinnuverkefni þriggja söng-/tónlistarskóla á Norðuriandi vestra; Söng- skóla Alexöndru, Tónlistarskóla Austur og Vestur Húnavatnssýslu. Hvers eðlis er verkefnið? -Um er að ræða stofnun Stúlknakórs Norðuriands vestra fyrir stúlkur á aldrinum 10 - 16 ára. Haldin vom áheyrnapróf í nóvember þar sem rúmlega sjötíu stúlkur mættu af Norðuriandi vestra. Af þeim vom valdar um 60 stúlkur til að taka þátt í verkefninu. Stúlkumar æfa einu sinni í viku á fjórum stöðum, þ.e. Sauðárkróki, Skagaströnd, Blönduósi og Hvammstanga. Söngkennarar em; Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Skagaströnd, Þórhallur Barðason á Blönduósi, Elínborg Sigurgeirsdóttir á Hvammstanga og Alexandra Chemyshova á Sauðárkróki. Hópurinn æfir saman einu sinni í mánuði og er æfingum dreift á þessa pra staði. Fyrsta sameiginlega æfingin var sunnudaginn 25. jan (Blönduóskirkju og var mikil eftirvænting meðal stúlknanna fyrir verkefninu og um leið mikil gleði og ánægja eftir góðan æfingadag, meðfylgjandi myndir vom teknará æfingunni. Stefnan er sett á fjóra tónleika um páskana en í þessu ferli fram að tónleikum þá verður m.a. eitt lag tekið upp í hljóðveri og á myndband. Það lag kemur til með að heita Draumaraddir norðursins, lagið er rússneskt en textann samdi Hilmir Jóhannesson. Hvernig kviknaði hugmyndin að verkinu? -Það má segja að hugmyndin að verkefninu hafi kviknað hjá mér og Alexöndm síðasta sumar. Við vildum koma með verkefni sem tengdi starf skólanna betur saman og væri fyrir ungt fólk. Markmiðið var vekja áhuga hjá ungu fólk á klassískum söng, búa til framtíðarsöngvara og auka gæði söngnáms á Norðuriandi vestra um leið. Fyrir hverja er atburðurinn/verkefnið ætlaður? -Stúlknakórinn er fyrir stúlkur á aldrinum 10-16 ára. Tónleikamir sem verða haldnir um páskana em síðan lyrir alla aldurshópa. Efnisskrá þeirra verður fjölbreytt og á sex tungumálum, sum laganna kannast margir við, önnur lög em óþekktari hér en ekki síður skemmtileg. Hilmir Jóhannesson samdi m.a. texta við þrjú laganna sem verða á tónleikunum. Er þetta þitt/ykkar fyrsta verkefni á þessum nótum? -Þetta er í fyrsta skipti sem skólarnir þrír vinna saman að verkefni sem þessu. Hvenær hefst verkefnið og hvenær lýkur því? -Verkefnið hófst síðasta sumar með hugmynda- vinnu og undirbúningi aðstandanna verkefnisins, þ.e. Alexöndm Chernyshovu frá Söngskóia Alexöndm í Skagafirði, Skarphéðni Einarssyni frá Tónlistarskóla Austur-Húnavatns-sýslu og Elínborgu Sigurgeirsdóttur frá Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu. Verkefninu lýkur vonandi aldrei en hápunktinu að þessu sinni verður náð með glæsilegum tónleikum um páskana. Þess má einnig geta að Draumaraddir norðursins /

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.