Feykir


Feykir - 26.02.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 26.02.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 08/2009 Sindri Sigurgeirsson skrifar Ný stövf á nýjum forsendum Næstu ár munu verða okkur íslendingum erfið. Búast má við enn frekari niðurskurði á fjárlögum 2010. Mjög mun reyna á allar stoðir samfélagsins og hlutskipti margra fjölskyldna og einstaklinga verður erfitt. Við verðum að leggja áherslu á að endurreisa samfélagið á gildum sem gleymdust í frjálshyggju- æðinu. Samvinnu, jöfnuð, gagnsæi og lýðræði. Engum er betur treystandi fyrir því en Framsóknarflokknum. Megináhersla komandi missera er að skapa ný störf, efla útflutning og nýsköpun. Það er dapurleg staðreynd að í landinu séu 15.000 manns án atvinnu. Það jafngildir helmingi allra íbúa í Norðvestur- kjördæmi og er erfitt að hugsa um alla óhamingjuna bak við þær tölur. Skynsamlegt er að ná fram viðhorfsbreytingu í fyrirtækjarekstri. Uppbygg- ing á að vera markmiðið, ekki hvað þú getur náð miklum fjármunum út úr rekstrinum. Við þurfum að hugsa aftur um möguleika samvinnurekstrarins, einn maður, eitt atkvæði og ábati skilar sér til félagsmanna í hlutfalli við viðskipti. Samvinnuformið er algengt við margskonar rekstur út um allan heim. Nýta þarf þá möguleika sem samvinnufélögin gefa við lausn margvíslegra sam- félagsmála við uppbygg- ingarstarf næstu ára. í þeirri uppbyggingu sem framundan er má ekki láta gleyma landsbyggðinni. Þar eins og annars staðar þarf að efla nýsköpun og atvinnuþróun. Mikilvægt atriði til að ná árangri og framförum er að tryggja landsbyggðinni aðgengi að háhraðanettengingum og farsímaþjónustu. Það eru mikil vonbrigði hversu hægt þetta hefur gengið. Stórátak þarf við að bæta ófullnægjandi vegtengingar við þjóðvegakerfið enda má segja að nú sé rétti tíminn til að ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir. Mikilvægt er að styðja við landbúnað til að tryggja fæðuöryggi og gera það sem í okkar valdi stendur til að auka verðmætasköpun í greininni. Kreppan og gjaldeyrisskorturinn hefur enn á ný fært sönnur á mikilvægi íslensks land- búnaðar. Engin trygging er fyrir því á tímum mikillar óvissu í heiminum að fæðuframboð sé tryggt og öruggt. Ekki er heldur víst að við eigum gjaldeyri til að kaupa inn vörur sem við getum framleitt hér heima. Með þessar staðreyndir að leiðarljósi þarf að treysta stoðir íslensks landbúnaðar og hefja nýja sókn. Sjávarútvegur hefur í áratugi verið grunnurinn undir efnahag þjóðarinnar og útflutningur sjávarafurða gegnir veigamiklu hlutverki í þeirri efnahagslægð sem við erum í um þessar mundir. Skapa verður sátt um íslenskan sjávarútveg. Það mun taka tíma en sú sátt verður að tryggja áframhaldandi hagkvæmni og stöðugleika, þannig að hann nái áfram að skapa þjóðinni sem mestar gjaldeyristekjur. Sindri Sigurgeirsson Höfundur er sauðfjárbóndi og sœkist eftir 2 sœti á lista framsóknarflokksins í NV-kjördœmi Rögnvaldur Steinsson skrifar Hrauni 12 - 2 ■ 2009 Mig hefur lengi langað til að leiðrétta sagnir um hvítabirni þá sem felldir voru í Skagafjarðarsýslu sfðastliðið vor. Oftast er talað um þá f Skagafirði en ekki hvar. Þá er sagt að fyrri björninn hafi verið felldur á Þverárfjalli sem er í nánd við Þverá f Norðurárdal og langt vestan sýslumarka. Hið rétta er að hann var felldur við svonefnt Melrakkagil sem er á móti eyðibýlinu Hrafnagili í Laxárdal ytri. Um hinn björninn er það að segja að hann gekk á land á Skagatá, öðru nafni, Hraunsmúla og skagar lengst í norðaustur frá Skaga. Þarna um Múlann er 50 kílóa æðavarp svo manni leið ekki alltof vel að vita af honum þarna í miðju varpinu lengi. Þó fór svo að hann var látinn óáreittur þar vel á annan sólahring. Þá skeður það að hundurinn á bænum Hraun 2 hleypur af stað á leið út í varp en bærinn er í jaðri varpsins. Þetta sá 11 ára stelpa Karen Steinsdóttir. Hún vissi að seppi mátti ekki styggja kollurnar. Þegar hún var komin um það bil 50 m frá bænum sér hún eitthvað hvítt sem hún hélt í fljótu bragði að væri eitthvað sem hefði fokið, áburðapoki eða eitthvað þess háttar. Hún áttaði sig þó fljótt á þvi hvað þetta var, sem sagt hvítabjörn. Eitthvað horfðust þau í augu en það var víst ekki lengi. Karen litla varð að vonum hrædd og hljóp heim í bæ til mömmu sinnar. Hún hringdi svo í lögreglu sem kom eftir um það bil klukkutíma með fríðu föruneyti. Lögreglan byrjaði á því að stöðva alla umferð að varpinu beggja vegna frá og var það bráðnauðsynlegt þvi fólk var farið að streyma að. Hefði lögreglan fengið að ráða hefði björninn verið unninn um leið og þeir komu. Með lögreglunni voru fjórar útvaldar skyttur. Sýndu þeir og lögreglan að þeir voru fyllilega starfi sínu vaxnir þegar til kastanna kom og ekkert nema gott um þeirra störf að segja. Hafi þeir kæra þökk fyrir. Það er af bangsa að segja að eftir að Karen hljóp heim snuðraði hann þarna smá stund og skipti sér ekkert af henni. Þarna í næsta nágrenni er dálítið hár hóll vestan í honum er dálítil laut, lagðist bangsi þar og lá þar fram eftir kvöldi. Þá færði hann sig eftir endilöngu varpinu sem er um fjögur hundruð metrar og á vestur horni móans. Þar lagðist hann á vatnsbakka sem þar er. isbjöminn á Skagatá. Lá hann svo þar þar til hann var styggður. Svo gerðist það að stjórnvöld vildu heldur láta til sín taka. Það komu skringileg boð um að enginn skyldi á neinn hátt blaka við dýrinu. Fá átti fagmann í skotið með deyfibyssu. Fagmaðurinn kom hingað með þyrlu. Nú þyrfti umbúðir utan um dýrið, það var líka sótt til Danmerkur. Var fengin prívat flugvél með kassa til Akureyrar og þaðan pallbíll. Ekki virtist mér gripur þessi ásjárlegur, mjög veðurbarinn og úfinn að sjá, leit helst út fyrir að vera fúinn. Ég er þó ekki vissum að svo hafi verið. Ég held nú samt að hver sæmilega laghentur bóndakarl hefði getið rekið hann saman á 1 - 2 klukkustundum. Nú var rúllað á 2 bílum með tilheyrandi hávaða út allt varp á mót við bangsa. En hann renndi sér þá bara í vatnið fór nokkuð suður með landinu, tók þar slóð sína og hét henni að kalla alla leið á austurhorn múlans. Þar á malarkambinum var hann felldur. Átti hann þá eftir 10 - 12 faðma í sjóinn, þarna teljum við að hann hafi komið á land. Svo ekki deilir um það að bæði dýrin voru felld á Skaga. Annað á Skagatá hitt í Laxárdal en ekki frammi í Skagafirði. Það ótrúlega skeði að ekki er talið að björninn hafi unnið neitt verulegt tjón. Það var fýlgst með honum hverja stund sem hann dvaldi í varpinu. Bæði gerði lögreglan það auk þess sem hann blasti við bæjardyrunum á öðrum bænum hér. Ég held að hann hafi bara sofið. Sá sem þetta skrifar fór þangað sem björninn lá lengst strax þegar búið var að fella hann. Þarna er talsvert þétt varp og þar lá hver kolla á sinu hreiðri og voru þær hinar rólegustu. En rétt þegar við vorum krúkna yfir þessu flaug þyrla yfir okkur mjög lágt þá kom heldur betur fjör í fuglinn. Kollur þeyttust upp hver af annarri. Þarna var deyfiskyttan að fara. Hins vegar var talsvert af flugvélum yfir varpinu og það olli því að nokkuð var um að fuglar yfirgæfu hreiður sín. Mér er sagt að það hafi verið kona úr ríkisstjórninni sem réði um allt þetta tilstand. Hún kom víst hingað í nágrennið en var stöðvuð eins og aðrir. Þessi kona er víst í ríkisstjórn enn. Ef eitthvað þessu líkt ætti eftir að ske þá óska ég að þessi ágæta kona hugsaði eitthvað áður en hún framkvæmdi. Með kveðju Rögnvaldur Steinsson, Hrauni. Vísur_____________________________________ Að skila sitfurpeningum Kristin Aðalbjörnsson sendi okkur skemmtilega vfsu sem hann lærði sem barn. Vísan góða rifjaðist upp fyrir Kristni þegar Bjarni Ármannsson fann það upp að það gæti verið sniðugt að skila aftur hluta auðæfanna sem hann hafði harðfylgi náð að skrapa saman f Glitnisbanka hér um árið. Að skila silfurpeningum Til að hljóta þjóðar þögn og þeir sem vilja fela. Gefa stundum agnar ögn afþví sem þeir stela. KA. Að gefnu tilefni Hilmir Jóhannesson hafði samband við blaðið til þess að svara vísu Rúnars Kristjánssonar frá því í síðustu viku. Aðgefnu tilefni Áður var mín gata greið, gátu ei haldið nokkur bönd. Nú erégá niðurleið, nœrrifrœgur - á Skagaströnd.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.