Feykir


Feykir - 26.02.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 26.02.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 08/2009 OPNUVIÐTAL Feykis Einar á Sköröugili í Feykisviótali Einar Gíslason bóndi á Sköróugili hefur frá ýmsu aó segja. Einar greindist fyrir 18 árum meö illkynja krabbamein en hefur haldió því í skefjum meö óhefðbundnum aóferóum. Nýlega færói hann Sögusetri íslenska hestsins Ijósmyndasafn sitt af kynbótahrossum. Blaóamaóur Feykis frétti af þessari gjöf og af því tilefni langaöi hann aó fræóast meira um Ijósmyndaáhuga Einars, aódraganda þess aö hann fór aó taka myndir aö ógleymdu ævin- týralegri baráttu hans vió krabbameinió sem hvarf. Einar man vel hvenær hann fékk fyrstu myndavélina. - Það var á tólf ára afmælisdaginn 5. apríl 1945 sem mér var gefin kassamyndavél sem ég átti til sumarsins 1954 og á hana tók ég mikið af myndum, rifjar Einar upp. Þremur árum síðar eða sumarið sem hann var 15 ára vann Einar við vegagerð austur á Fljótsdalshéraði. - Það sumar var Sigfus Árnason, smiður og bílstjóri, sendur sem verkstjóri til Mjóafjarðar til að styrkja brúna yfir Hofsá. Var ég sendur með honum til að vera í snúningum. Frændfólk mitt bjó á Hofi og þar vorum við til húsa. Við áttum að vera fjóra daga alls í þessari ferð en þeir urðu átta, því það gerði þvílíkt gjörninga- veður í þrjá daga að ekkert var hægt að athafna sig við brúna fyrir bleytu og drullu. Sigfús og aðrir sem komu að verkinu notuðu tímann og spiluðu á spil, en frændi minn Engilhard Svensen var heima, en hann hafði verið á Eiðum veturinn áður og lærði þar að framkalla filmur úr kassavélum og kópera þær. Vorum við frændur öllum stundum þessa daga að dunda okkur við þetta og þar lærði ég allt sem hann kunni. Næstu ár á effir keypti ég sjálfur efni og áhöld til þess að framkalla myndir. Árið 1949 lá leið Einars á bændadeildina á Hvanneyri þar sem hann dvaldi tvo vetur. -Þar tók ég mikið af myndum og framkallaði. Síðar, eða vorið 1951 lá leið mín til Danmerkur þar sem ég dvaldi í tvo vetur og þá lá þessi framköllunarstarfsemi alveg niðri. Engu að síður tók ég á þeim tíma mjög mikið af myndum á vélina. Haustið 1953 innritast ég í framhaldsdeildina á Hvanneyri. Einn skólabróðir minn þar, Jaen de Fontany, hafði mikinn áhuga á ljósmyndun, hann var hálfdanskur og hafði verið úti um víða veröld, því faðir hans var sendiherra Dana. Jaen átti mjög fúllkomna myndavél. Okkar áhugamál féllu því saman ég kenndi honum framköllun og við keyptum saman stækkara. Fliróljósmyndari á Flvanneyri í framhaldinu urðu þeir félagar einskonar skólaljós-myndarar og tóku myndir af öllum viðburðum í skólalífinu. -Við stækkuðum síðan mynd-irnar í stærðina 9 xl4 og seldum félögum okkar. Einnig fundum við uppá því að stækka myndir af Hvanneyrarstað og mála þær. Við kynntustum sérstökum vatnslitum til að mála svart hvítar myndir og seldum mildð magn af þessu myndum. Á þessum árum 1953 og 54 voru ekki komnar litmyndir í almenningseigu, en fóru að koma uppúr því en voru óhemju dýrar og allar framkallaðar erlendis, rifjar Einar upp. Sumarið 1954 vann Einar með náminu á Hvanneyri en þar var einnig þýskur maður Ernst Götz sem stundaði landbún- aðarfræði við þýskan háskóla og var að kynna sér íslenskan landbúnað þetta sumar. -Við urðum miklir vinir, hann hafði áhuga á hestum og var ég þá þegar kominn með um 15 hross og margt af þvi í tamningu. Hann naut góðs af því í öllum frístundum og einnig hafði hann mikinn áhuga á ljósmyndum og átti alveg nýja 35 mm. Kodak Retina la myndavél. 35mm ljósmyndavélar voru sjaldgæfar meðal alþýðu á Islandi á þessum árum. Um haustið er hann fór affur til Þýskalands bauðst hann til að selja mér þessa vél og ljósmælirinn sem nota þurfti með henni. Þessa myndavél notaði ég næstu 25-30 árin. Hún var ekki með sjálfvirkt ljósop eða fjarlægð og varð að nota ljósmælir og giska á fjarlægðina í hvert skipti sem myndað var, en linsan var mjög góð. í júlí 1955 hóf Einar störf sem ráðanautur og sæðingamaður hjá Nautgriparæktarsambandi Borgarfjarðar (N.S.B.) og átti heima á Hvanneyri þar sem Nautastöðin var til húsa. -Þegar hér var komið sögu átti ég um 50 ldndur og um 20 hross og stundaði hrútasýningar og hestamót í nágrenninu. Ég byrjaði þá að taka myndir af sýningagripum og leyfði mér þann munað að kaupa eina og eina litfilmu í vélina, einnig byrjaði ég að taka myndir af kynbótanautum og kúm. Fyrsta hrossakynbótasýningin sem ég tók nokkrar svarthvítar myndir á, var á Faxaborg 1954, en þar sýndi ég tveggja vetra fola, ísólf frá Erpsstöðum sem ég átti. Ég var þrjú ár ráðunautur hjá N.S.B. og á þessum árum hafði ég alveg efni á að kaupa fdmur og byrjaði að taka slides-myndir. Vorið 1958 tók ég á leigu jörðina Stóra- Hraun á Snæfellsnesi og byrjaði að búa þar. Það sumar var Landsmót hestamann á Þing- völlum og var ég hvattur til að koma með Nökkva 260 frá Hólmi í afkvæmasýningu, en ég hafði keypt hann árið áður af Valdimar í Álfhólum. Ég var nýbúinn að kaupa búið að Stóra- Hrauni og var þvi algerlega peningalaus nema það sem ég gat kríað út úr Kaupfélaginu út á væntanlegt innlegg um haustið. Ég samdi því um það við framkvæmdanefnd mótsins að ef ég kæmi með hestinn fengi ég að vinna á mótinu fyrir aðgangs- eyri og fæði sýningardagana og var það samþykld. Ég fór ríðandi frá Stóra-Hrauni á Snæfellsnesi með Nökkva í taumi og var í hópi hestamanna sem voru að fara á mótið. Þetta var erfið ferð á há fengitíma að vera þátttakandi í stórum rekstri. Þetta var fyrsta stórmótið sem ég mætti á og tók þar nokkrar myndir, en eins og fram hefur komið átti ég lítið af filmum. Myndaói á hestamannamótum Árið eftir er fjórðungsmót á Sauðárkróki og tók ég þar myndir en eldd mjög sldpulega, bæði í svarthvítu og lit. Þá tók ég fyrst og fremst af hæst dæmdu hrossunum og hrossum af hornfirskum stofni en það voru þau hross sem ég var byrjaður að rælda. Vorið 1960 hætti ég búskap á Stóra-Hrauni og réði mig sem bústjóra að Fjárræktar- búinu að Hesti í Borgarfirði. Þarna starfaði ég í 14 ár en vorið 1974 fluttist ég að Syðra- Skörðugili og réði mig sem héraðsráðunaut hjá Búnaðar- sambandi Skagfirðinga þar sem ég starfaði næstu tíu árin, en aðalstarf mitt hjá BSS var sauðfjár- og hrossarækt. Allt frá 1954 var ég kominn með mikinn áhuga á hrossa- og sauðfjárrækt en mikil vinátta hafði myndast milli mín og Gunnars Bjarna- sonar hrossaræktarráðanauts Búnaðarfélags Islands en hann var kennari minn þar. Gunnar hafði lítinn áhuga á ljósmyndun en bað mig að taka myndir fyrir sig á sýningunum og víðar af hrossum sem hann notaði síðan mildð í Ættbók og Sögu. Við Þorkell Bjarnason vorum skólabræður frá Hvanneyri og er Gunnar hætti sem hrossa- ræktarráðunautur og Þorkell tók við gerði hann við mig sam- komulag um að halda áfram að taka myndir fyrir Búnaðarfélag Islands á fjórðungs- og lands- mótum gegna því að B.í. borgaði allar filmur fyrir mig en ég tók sjaldan færri en 5-10 myndir af hverju hrossi sem síðan var valið úr og skyldi B.í. fá í staðinn eina mynd af hverju hrossi. Þetta samkomulag hélst öll árin á Hesti og fýrri árin sem ráðunautur hjá BSS. Þorkell notaði þessar myndir með því sem hann skrifaði á þessum árum um hross og einnig notaði hann þær til sýninga á fundum um hrossarækt um allt land sem var mjög vinsælt fundarefni á þessum árum en hreyfrmyndir fara ekki að vera aðgengilegar fyrir almenning fýrr en upp úr 1980 með komu videomynda- vélanna. Stefnan hjá okkur Þorkatli var að ég tæki myndir af öllum k)'nbótahrossum sem vahn voru á fjórðungs- og landsmót. Þetta reyndi ég að gera mjög samviskusamlega effir þvi sem ég mögulega gat og var alltaf mættur á þessi mót um leið og kynbótadómarnir fóru að dæma hrossin, en þá var auðveldast að ná myndum af öllum þeim hrossum sem mætt voru til dóms, um leið og þau fóru inn í dómhringinn. Þar af leiðandi voru margir knaparnir ekki í sínu fínasta pússi er þeir riðu fyrir dóm en þeir spöruðu fínu fötin sín á þessum árum til að sýna í á aðalsýningunni. Ég tók fremur lítið af myndum af gæðingum oftast aðeins af þeim sem komust í efstu sætin. Off lenti ég í erfiðleikum með að fá menn til að sitja fyrir og margirlmaparmjögóþolinmóðir og hrossin ólcyrr því Jcnaparnir voru svo stressaðir og æstir. Á þessum árum voru fáir að taka myndir af hrossum á sýningum, en Matthías Gestsson ljósmynd- ari á Ákureyri stundaði þetta nokkuð, en óreglulega. En engir aðrir en ég tóku myndir af öllum kynbótahrossum sem fram komu. Það var ekki fyrr en uppúr 1970 sem aðrir fóru að sýna þessu áhuga. Þegar Eiðfaxi hóf göngu sína um þetta leiti komu fram á sjónarsviðið Friðþjófúr Þorkelsson og Sigurður Sigmundsson sem tóku mjög mildð af myndum, en ég vissi aldrei til að þeir tækju af öllum lcynbótahrossum sem fram komu á kynbótasýningunum. Og nokkrum árum seinna kemur Eiríkur Jónsson fram og

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.