Feykir


Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 09/2009 SSNV_______________ Nýr atvinnuráð- gjafi á Blönduósi Flugþjónusta á Norðurlandi vestra_ Skert flugþjónusta á Blönduosi og á Sauðárkróki Stefán Haraldsson hefur veriö ráðinn f starf atvinnuráögjafa hjá SSNV atvinnuþróun f Austur- Húnavatnssýslu. Stefán er 51 árs gamall véltækni- fræðingur að mennt og hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Hann hefur m.a starfað sem verkefnisstjóri við bygg- ingu tónlistarhúss í Reykjavík, framkvæmdastjóri Bílastæða- sjóðs og deildarstjóri hjá ístak auk þess sem hann hefur starfað í Danmörku. Þá hefur Stefán verið virkur þáttakandi í Bandalagi íslenskra farfugla um langa hríð og hefur m.a gengt stjórnarformennsku í því félagi. Stefán erkvænturGuðrúnu Indriðadóttur lyíjafræðingi og leirlistakonu og eiga þau tvö börn. Mikið aðhald og sparnaðarráðstafanir eru í þjónustusamningi milli Flugstoða ohf og samgönguráðuneytisins fyrir árið 2009. Sparnaðarráðstafanir þessar bitna meðal annars á Blönduós- og Alexandersflugvelli á Sauðárkróki. Samningurinn semkveður á um hvaða þjónusta skuli veitt á flugvöllum landsins og hvað fyrir hana er greitt gerir ráð fyrir miklu aðhaldi og sparnaði í rekstri. Ástæðan er sú að framlag ríkisins til Stjórn Sb'ganda ehf. kom saman til fundar laugar- daginn 28. febrúar sl. og ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp störfum með samnings- bundnum uppsagnarfresti. Ástæðan er mikil óvissa um verkefni og rekstarargrundvöll félagsins vegna þeirra aðstæðna Sigurjón Þórðarson hefur ákveðið að bjóða sig fram f 2. sætið hjá Frjálslynda flokknum í Norðvestur- kjördæmi. Eftir síðustu kosningar vermdi Kristinn H Gunnarsson það sæti en eins og frægt er orðið er hann kominn í Framsóknarflokkinn á ný. Sigurjón sem býr á Sauðárkróki reyndi fyrir sér í Norðausturkjördæmi fyrir síðustu kosningar en komst framkvæmda og rekstrar flugvalla landsins og flugleiðsöguþjónustu þeim tengdum hefur verið skorið mikið niður. Á Blönduósui mun strax í næsta mánuði, rekstri á aðflugshallaljósum, radíóvita og markvita flugvallarins hætt. Áfram verður þó hægt að nota flugvöllinn og búnað hans í samráði við Flugstoðir. Á Sauðárkróki verður frá 1. april, þjónustutími flugvall- arins styttur og miðast við áætlunarflug. Þjónusta við sjúkra- og neyðarflug verður óbreytt. sem skapast hafa í íslensku efnahagslífi. Vinna við endurskipu- lagningu rekstursins með tilliti til gjörbreyttra aðstæðna á mörkuðum stendur yfir og stjórnendur vona einlægt að ekki þurfi að koma til þess að uppsagnirnar taki gildi. ekki á þing. Kjörtímabilið þar áður sat hann á þingi fyrir Frjálslynda í NV kjördæmi. Sigurjón er líffræðingur að mennt og starfandi heil- brigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra. Á heimasíðu hans má einnig finna að hann getur skartað titlunum sundkappi Skagafjarðar,formaðurUMSS og að vera Hegranesgoði Ásatrúarmanna. Skagafjörður____ Kannaá möguleika áþriggja fasaraf- magni Bændur í Sæmundarhlíð hafa beint þvf til Landbúnaðarnefndar SkagaQaröar að nefndin beiti sér fyrir þvf að Rarik leggi þriggja fasa rafmagn á svæðið. Landbúnaðarnefnd skoraði í framhaldinu á Skagafjarðarveitur ehf og Rarik að kanna hvort ekki sé möguleiki á að leggja þriggja fasa rafmagnslögn í Sæmundarhlíð um leið og heitavatnslögnin verður lögð nú í sumar.“ Skagafjörður Pállvill vinnuhóp umreið- vegamál Páll Dagbjartsson hefur óskað eftir því við Umhverfis- og samgöngunefnd Skagaflarðar að nefndin hafi forgöngu um að Sve'rtarfélagið Skagafjörður skipi þriggja manna starfshóp sem hafi það verkefni að yfirfara reiðvegamál í héraðinu og gera tillögur til úrbóta. Umhverfis- og sam- göngunefnd telur hins vegar ekkiástæðutilaðsveitarfélagið hafi forgöngu um stofnun slíks vinnuhóps. Eðlilegra sé að hagsmunaaðilarnir sjálfir komi sér saman og myndi slíkan hóp. Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að í tillögum að Aðalskipulagi Skagafjarðar er tillaga að reiðvegakerfi um héraðið. Leiðari Bylgjan gefur gottfordæmi ValdJjölmiðla er mikið og vil ég meina að kollegar mínir í fjölmiðlaheiminum hafi sl. mánuði farið offari í neikvæni og niðurrifstarfsemi. Neikvæðni, neikvæðni og aftur neikvæðni hefur skinið í gegnum allanfréttaflutning og allir hafa keppst við að skúbba sem svartasta mynd af hinu nýja íslandi. Við hér á Feyki þekkjum það vel aðflytjafi’éttir í neikvæðu umhverfi og höfum sl. Ivö ár einbeitt okkur aðþví að hafa góðar ogjákvæðarfréttir í miklum meirihluta. Við teljum nefnilega að leiðin að árangri sé í gegnum jákvæðar hugsanir. Þessa vikuna hefur Bylgjan farið á undan hinum stóm miðlunum með góðu fordæmi og mun stöðin einbeita sér að þvíjákvæða sem ég tel að þráttfyrir allt sé nóg af. Það munujú 80 - 90% íslendinga halda vinnunni 80% fyrirtækja munu lifa kreppuna af. Upp munu spretta ný fyrirtæki, nýjar hugmyndir og síðast en ekki síst ný tækifæri. Ekki ætla ég að gera lítið úr vanda þeirra sem eiga um sárt að binda hafa misst vinnuna eða heimili sín. En við hjálpum þessufólki ekki með því að einblína á svarta framtið og hið neikvæða. Þvert á móti hjálpum viðfólki mest með því að benda á allt það góða og uppbyggilega sem er að gerast. Er ekki mál að linni? Hættum þessari neikvæðni og horfum bjarsýnfram á við. Bylgjan fær hrós vikunnarfrá Feyki. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Arni Gunnarsson, Askell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðamiaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is © 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is © 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Blönduós______________ Stígandi segir upp öllum starfsmönnum Alþingiskosningar 2009__ Sigurjón sækist eftir öðru sæti

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.