Feykir


Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 3
09/2009 Feykir 3 Kvenfélag Skarðshrepps færir lögreglu góða gjöf 250 þúsund til fíkniefnavama Kvenfélag Skaróshrepp hefur undanfarið staðið fyrir spilavist í Ljósheimum en ágóði af vistinni var afhentur lögreglunni á Sauðárkróki sl. sunnudag. -Við bættum við 50 þúsund úr eigin sjóði og upphæðin verður lágmark 250 þúsund en þaðereinvisteftirnæstkomandi sunnudag í Ljósheimum, segir Sigrún Aadnegard, formaður kvenfélagsins. Vistin á sunnu- dag hefst klukkan 15:15 og er tilvalið að skella sér og styðja góðan málstað í leiðinni. -Þetta er frábært framtak hjá konunum sem kemur málaflokknum afskaplega vel, segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn -Þetta mun hjálpa okkur bæði við að kaupa nauðsynlegan búnað auk aukinnar þjálfunar á manns- kapnum hérna, bætir Stefán við. Hef til sölu Amerísk ávinnsluherfi / slóða, framleidda í verksmiðjum PARMITER á Indlandi Herfin eru smíðuð úr 13 mm. teini úr bresku gæðastáli. Herfin eru fáanleg í stærðum frá 1 meter - 6 metrar. Um er að ræða herfi ætluð til hefðbundinnar ávinnslu á túnum. Herfin eru með tindum sem ganga niður-úr herfunum og eru ætluð til ávinnslu á túnum, þar sem þörf er á kröftugri ávinnslu, t.d. til að rispa upp mosa rótarstubba, sinu og aðrar óæskilegar gróðurtegundir úr túnunum. Herfin losa einnig upp„slikju"sem vill myndast þegar fljótandi mykju er dreift á tún og auðvelda því aðgang súrefnis, sóiarljóss og vatns að grasrótinni. Herfm flýta fyrir sprettu og bæta nýtingu á búfjár- og tilbúnum áburði. Bandariskar rannsóknir segja; allt að 20 % áburðar-sparnaður. „Tindaherfin" nýtast einnig mjög vel við vinnu í flögum o.fl. Jafna vel, henta einnig til þess að fella niður fræ o.m.fl. „Tindaherfunum" má svo einfaldlega snúa við ( hvolfa) þegar menn kjósa léttari ávinnslu. Verðdæmi: Herfi - 2,5 x 2,8 m. kr. 182.000.- m. vsk. 3,0 meter, kr. 2 1 l.OOO.- 4,2 meter, kr. 228.000.- 5,0 meter, kr. 252.000,- 6,0 meter, kr, 262.000,- Áhugasamir vinsamlegast hringið í síma: 868-7951 eða sendið e-mail: velar@emax.is WWW.PARMITERHARROW.COM Húnaþing vestra Útlrt fyrir gottférða- sumar Að sögn Sigrúnar Valdimarsdóttur, ferða- þjónustubónda í Dæli f Víðidal lofa bókanir fyrir komandi sumar góðu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. -Sumarið lítur vel út. Hjá mér hafa aldrei verið bókuð fleiri ættarmót og þá hafa erlendar ferðaskrifstofúr síst minnkað bókanir miðað við sama tíma í fyrra. Sumarið lítur því bara nokkuð vel út og engin ástæða til annars en bjartsýni, segir Sigrún. Sjávarleður Spennandi nýjung Atvinnu- og ferðamálanefnd SkagaQarðar hefúr falið sviðsstjóra að aðstoða forsvarsmenn Sjávarieðurs við gerð áætlana og undirbúnngs stofnunar Sútunarseturs á Sauðárkróki. Það var Sigríður Kára- dóttir ffá Sjávarleðri sem kom til fundar við nefndina en sútun og vinnsla skinna á sér langa og merka sögu á Sauðárkróki. Skjalasafn Húnaþings vestra Frá undirskrift samningsins. Mánudaginn 23.febrúar komu í Bóka- og Skjalasafnið á Hvamms- tanga góðir gestir. Voru þar á ferð Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar, Þorsteinn Hilmarsson upplýsinga- fulltrúi ásamt Sigþrúði Guðmundsdóttir. Erindi þeirra var að færa skjalasafninu íjárhæð sem ætluð er til að gera skýrslu um hin ýmsu gögn, bréf og annað sem til er og tilheyrir Jakobi H. Líndal bónda og jarðfræðingi frá Lækjarmóti. Hér er um þónokkurt magn gagna að ræða, sem nú verður tekið til rannsókna og greinagerð skilað þar um. -Þetta framlag Landsvirkj- unar verður til þess að hægt er að byrja þetta verk og eiga þeir Landsvirkjunarmenn miklar þakkir skildar fyrir að ljá þessu máli lið. Án þeirra aðstoðar gætum við ekki byrjað á þessu nú, segir frá þeim á skjala- safninu Hvammstangi________________ Góður gangur á Kidka Prjónastofan Kidka á Hvammstanga nýtur svo sannarlega góðs af gengisbreytingum en þar á bæ prjóna menn og selja voðir til Rússlands sem aldrei fyrr. Kidka sendir að meðaltali fjóra gáma af prjónuðum voðum til Rússlands á ári hverju en í Rússlandi eru saumaðar flíkur úr voðunum. Þá var einnig mikil söluaukning á síðasta ári á innlendum markaði, þá sér í lagi í túristaverslun. Er eitthvað að frétta? Hafðu samband - Síminn er455 7176 SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Tveirgóðir kostir til að ávcocta spariféð sitt KS-bókin er með 6,8% vexti.bundin 13 ár og verStryggS. Önnur KS-bók meS innistæSu yfir 20 milljónir, 17% vextir. Samvinnubókin er meS lausri bindingu, 16,5% vextir Hafið þið séð betri vexti? J®“KS INNLÁNSDEILD

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.