Feykir


Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 7
09/2009 Feykir ~7 OPNUVIÐTAL Feykis Stykkishólmi þar sem Jósep Blöndal, baksérfræðingur, tók á móti mér. Þarna var ég orðin svo slæmur að ég gat tæplega hreyft hausinn en Jósep sprautaði mig niður með morfíni og kom mér á lappir á mánuði, rifjar Eyþór upp. Þrátt fyrir að vera kominn á lappir má segja að þrautaganga Eyþórs hafi þarna verið rétt að byrja og hún stendur í raun enn. Við tók 18 mánaða ferli, uppskurðir og endurhæfing. Eyþóri var sagt að hann væri með sprungin liðþófa og brjósklos. -Ég reyndi ítrekað að koma mér út á vinnumarkaðinn, temja og eða fara á hestbak en ekkert virkaði. Við Iris bjuggum á Akureyri á þessum tíma og eítir að hafa reynt allan andskotann til þess að koma mér á lappir fór að blossa upp vonleysi og ég upphfði mig sem kryppling og aumingja og fór niður í dýpstu dali þunglyndis. Þarna var ég líka kannski svolitið mikið að slást við mína eigin fordóma enda hafði ég farið í gegnum lífið með þvi að bíta á jaxlinn. En einhvern veginn í helvítinu áttaði ég mig á því að ég var við það að ýta öllum ff á mér og þvi var elcki um annað að ræða en hysja sig upp á rassgatinu og halda áfram. Með aðstoð deyfingar og verkjalyfja böðlaðist Eyþór á fætur og fór að fara í hesthúsin og ríða út. -í framhaldinu ákvað ég að böðlast út á vinnumarkaðinn á ný og hafði samband við mjög góðan mann, Björn Jónsson málara, sem veit meir en aðrir og er að mínu mati rammskyggn. Við gerðum með okkur samning og ég fór að vinna hjá honum á þeim formerkjum að hann þekkti mína sögu og það gæti komið fyrir að ég myndi steinliggja. Það gelck ljómandi vel en síðan fékk ég enn eitt kjaftshöggið og lá í mánuð en þá kom Björn heim til mín og við ræddum saman og úr varð að ég fór aftur að vinna hjá honum. Samhliða vinnunni hjá Birni var ég að vinna sem reiðkennari auk þess að reka um tíma tamningastöð á Björgum í Hörgárdal. Haustið 2003 þurfti Björn að segja upp öllum ófaglærðum málurum en hann hvatti Eyþór til þess að sækja um starf hjá Vinnueftirlitinu sem hann endaði með að fá. -Ég átti ekki von á að krypplingur eins og ég fengi vinnuna enda sóttu 80 manns um starfið. Það var mjög gott fyrir mig sem einstalding og mitt egó að fá þessa vinnu og þegar við íris fluttum hingað á Sauðárkrók fékk ég áfram vinnu hjá Vinnueftirlitnu. Sumarið 2005 fékk Eyþór enn eitt bakskotið en á þrjóskunni einni saman innréttaði hann íbúð sem þau íris höfðu fest kaup á. -Ég er svo þrjóskur að ég vann þetta á hnjánum, segir Eyþór og glottir. -í öðru veikindaleyfi byggðum við Bjarni bróðir reiðskemmu á Narfastöðum en veildndaleyfið stóð alltaf lengur og lengur og þarna var svo komið að eini kosturinn í stöðunni var að fara á örorkubætur. Eitthvað sem ég hafði aldrei ætlað mér. En ástandið var orðið þannig að ég komst ekld einu sinni á hestbak og ég hef varla farið á bak síðan 2005. KS-deildin hugmynd sem varö aó veruleika Eyþór kom sér þó aftur á lappirnar og sl. sumar var hann ásamt Rósu Vésteinsdóttur fenginn til þess að stýra Sveitasælu, landbúnaðarhátíð á Sauðárkróki. í ffamhaldinu sótt hann síðan um stöðu fram- kvæmdastjóra Flugu og fékk starfið. -Þarna sá ég tækifæri til þess að vinna með hestinn án þess að vera að temja eða fara á bak. Ég hef nú þessi síðari ár fengið útrás fyrirhestabakteríuna með því að vinna í félagsstarfi í kringum hestinn auk þess sem ég fékk Guðmund Sveinsson og Ragnar Pálsson til liðs við mig og saman settum við á fót KS- deildina í fyrravetur. Eitthvað sem mig hafði lengi dreymt um. Okkar besta fólk þurfti orðið að leita út fyrir svæðið til þess að fá tækifæri til þess að keppa og láta ljós sitt skína og því þurfum við að mínu mati að breyta. Við fórum til KS með þessa hugmynd og þeir hafa reynst okkur mjög vel. í fyrra var deildin til reynslu en í ár gerum við þetta af enn meiri alvöru og höfum m.a. fengið Árna Gunnarsson til liðs við okkur en Árni tekur keppniskvöldin upp og verður fýrsti þátturinn sýndur í sjónvarpinu þann 5. mars. Vonast til aö komast í aógeró í vor Síðan er það reksturinn á reiðhöllinni? -Já, ég á mér þann draum að hér verið blómlegur rekstur allt árið og reiðhöllin verði miðstöð okkar hestamanna hér á svæðinu. Ég byrjaði ekki fyrr en rétt fyrir áramót og hafði því ekki mikinn tíma til þess að móta þetta tímabil sem við erum í núna en ég hlakka mikið til sumarsins og að fá tækifæri til þess að búa til áætlanir og koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem ég hef um rekstur hússins. Draumurinn er að gera húsið að alþjóðlegum sýningarglugga inn í Skagfirska hestamennsku. Við verðum að fara að taka okkur tak í markaðssetning svo við verðum hreinlega ekki útundan í þeirri þróun sem nú er í hestamennsku. Það þýðir ekkert að sitja bara heima og skilja ekki af hverju hrossin okkar séu hætt að seljast heldur bretta upp ermar og vinna í þessum málum. Framundan í húsinu eru spennandi tímar, við verðum með stóra ræktunar- sýningu þann 28. mars þar sem sýnt verður það sem ræktunar- búin eru að vinna með, nú Tekið til kostanna verður á sínum stað samhliða því sem reiðkennarar eru farnir að bjóða upp á kennslu í auknum mæli svo eitthvað sé nefnt, segir Eyþór. Hvað með bakið? Ertu bjart- sýnn á að þessi tilraun þín út á vinnumarkaðinn verði vel heppnuð? -Ég játa það að ég geng núna á tómri rafhlöðu, því miður, en þá er bara að bíta á jaxlinn og takast á við þetta með hjálp verkjalyfja og þrjósku. Hins vegar eygi ég von núna því ég fékk það í gegn með frekjunni að vera rannsakaður betur og þá kom í ljós að ég er með skemmda taugaenda við mænurótina auk fjögurra brjósklosa. Við þessa niðurstöðu var þungu fargi af mér létt. Það er hægt í dag að fara í aðgerð þar sem rafmagnspólum erkomiðfýrirviðþessaskemmdu mænurót með það fyrir augum að blokkera verki. Ég er bjartsýnn á að ég komist í þessa aðgerð í sumar en fram að því bryð ég mínar töflur og tek þetta á þrjóskunni en ég neita því ekki að það er góð sú tilfinning að hugsanlega losni ég við megnið af þessum verkjum sem ég hef burðast með sl. 10 ár og verði í framhaldinu nýtilegur áfram á vinnumarkaðnum, segir Eyþór að lokum. ( MENNINGARUMFIÖLLUN 1 Byggóasafn Húnvetninga og Strandamanna fékk úthlutaö styrk frá Menningarráði Noróurlands vestra fyrir verkefnið Herseta Breta í Hrútafiröi. Hugmyndin er aö setja upp sýningu sem segir frá hersetunni og áhrif hennar á mannlífiö á svæðinu. Myndin sem fylgir umfjölluninni sýna teina sem eru leifar af fallbyssu sem staósett var í fjörunni á Reykjatanga og var skotið reglulega úr, bæöi til æfinga og til aö stoppa skipakomur sem leið áttu hjá inn til Boröeyrar. Ingibjörg Gestsdóttir svaraöi spurningum blaöamanns um verkefniö. Herseta Breta í Hrútafirói Hverjir standa að verkefninu? Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna setur þessa sýningu upp með styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra. Tveir heiðursmenn hafa einnig hjálpað til við öflun mynda ogfleira. Það em þeir Friðþór Eydal og Þór Whitehead. Reynt er að segja sögu fyrstu ára hemámsins, þ.e. á meðan Bretamirvom í Hrútafirðinum ogáðuren Bandaríkjamenn tóku kampinn yfir. Hvemig kviknaði hugmyndin að verkinu? Ástæða þess að farið var af stað með verkefnið er að það ersvo lítið um heimildirfrá þessum tíma frá hersetunni. Mikið er skrifað um hersetuna á Islandi annars staðar en í Hrútafirðinum sem þó hafði fjöldann allan af hermönnum staðsettan á Reykjatanga. Það vakti forvitni mína að reyna að grafa meira upp um hersetuna þar. Einnig er að lítið er eftir af sjáanlegum minjum frá þessum tíma, alla vega við fyrstu sýn, en ef vel er gáð.... Nú má segja að herseta í Hrútafirði sé forvitnilegt verkefni. Verður sýningin aðalega fyrir heimamenn? í raun má segja að sýningin sé fýrir allan almenning en þó kannski sérstaklega fyrir heimamenn þar sem á sýningunni verða áhrif hersetunnar á héraðið og íbúanna dregin upp að einhverju marki. T.d. féll skólahald í Reykjaskóla niður um nokkurra ára skeið vegna hersetunnar. Verkefni um hersetuna hefur ekki verið unnið áður á vegum Byggðasafnsins á Reykjum. Það er þó aldrei að vita hvað verður gert í framhaldinu því auðvita var herseta víðar við Húnaflóann en í Hrútafirði. Hvenær hefst verkefnið og hvenær lýkur því? Ætlunin er að opna sýninguna í byrjun júní og mun hún standa alla sumarmánuðin og jafnvel eitthvað áfram en það verður að koma í Ijós. Verkefnið fékk rausnarlegan styrk frá Menningarráðinu upp á 500 þúsund og skiptir svona styrkur vemlega miklu máli fyrir Byggðasafnið þegar kemur að því að setja upp sýningu að þessu tagi. Eru önnur verkefni á teikniborðinu? Það em alltaf einhverjar hugmyndir í kollinum á mér, sumar litlar og aðrar stórar. Ekki er þó tímabært að láta neitt upp að svo stöddu. Hugmyndin að sýningunni um Hernám Breta í Hrútafirði kviknaði t.d. fýrir um einu og hálfu ári síðan eða rúmlega það. Fyrst varð gerjun hjá mér á því hvernig skyldi staðið að svona sýningu. Síðan varfarið í efnisleit sem reyndist þrautinni þyngri þar sem lítið var að finna í rituðum heimildum. Þannig að hugmynd sem kviknar getur verið ansi lengi í vinnslu áður en nokkur afrakstur kemur fyrir almennings sjónir. Það fer allt eftir eðli sýningar hverju sinni. Íjjí 1| ITIenningarráð m IV Norðurlands vestra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.