Feykir


Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 05.03.2009, Blaðsíða 10
lO Feykir 09/2009 Ása María Guömundsdóttir er efnilegur áhugaljósmyndari Cintamani uppgötvaði hana á Facebook Ása María úti í vortda veðrínu s/. þriðjudag. Ása María Guðmundsdóttir, er 20 ára Sauðárkróksmær, dóttir Herdísar Á. Sæmundardóttur og Guðmundar Ragnarssonar á Sauðárkróki. Ása hefur það að áhugamáli að taka Ijósmyndir og á orðið mikið og gott safn mynda. Áður en ljósmyndáhuginn heltók Ásu Maríu segist hún alltaf hafa haft gaman af fallegum myndum og hafa haft mikinn áhuga á ljósmyndum. Það var síðan fyrir tveimur og hálfu ári sem hún fór að taka myndir af einhverju ráði. -í maí 2008, þegar ég var búin að vera í ár með kærastanum gaf hann mér Cannon Eos 400 d myndavél ásamt þrífót og tilheyrandi græjum og í framhaldinu fór ég að taka myndir fyrir alvöru, útskýrir Ása María en kærastinn rómantíski heitir Ragnar Stefán Rögnvaldsson. Ása segist ekki hafa farið á nein námskeið í kringum ljósmyndaáhugann heldur hafi hún horft á fjöldann allan af kennslumyndböndum á myndbandavefnum youtube. com. -Það er ótrúlegt hvað er hægt að læra mikið á því og síðan bara æfa sig og vera duglegur að taka myndir, segir Ása. Ása er á fjórða ári FNV en útskrifast ekki fyrr en næstu jól þar sem hún ákvað að auka vinnu með skólanum og vinnur hún nú í sundlaug Sauðárkróks með náminu. -I framhaldinu langar mig að fara í bókmenntafræði í Háskólanum en fyrst hef ég tekið stefnuna á lýðháskóla í Danmörku þar sem mig langar að læra ljósmyndun. Hvað gerir þú við myndirnar þínar? -Ég er nýbyrjuð að sýna þær einhverjum öðrum, en áður vann ég þær bara fyrir mig sjálfa. Sunna Ósk, vinkona mín, hvatti mig síðan til þess að setja þær inn á Facebook. Inni á Facebook komst félagi vinkonu Ásu yfir myndirnar hennar og sýndi markaðsstjóra fýrirtækisins Cintamani myndirnar sem í framhaldinu vildi fá myndirnar til að nota í auglýsingu. -Þegar til kom voru myndirnar ekki nógu stórar til þess að nota þær í auglýsingu en hann vill engu að síður fá að eiga þær, segir Ása María brosandi. Myndirnar sem um ræðir tók Ása af Katrínu vinkonu sinni einn frostkaldan dag og eru þær frumraun hennar í módelmyndatöku. En skyldi ekki vera spennandi að fá svona viðbrögð við myndum sínum? —Jú, ég neita því ekki að þetta er rosalega kitlandi. Fyrir mánuð var ég bara með myndirnar í tölvunni minni og var ekkert að sýna þær. Facebook hefur greinilega mikil áhrif. En hver eru viðfangsefni þín í ljósmyndunni? -Ég er aðallega í því að taka lands- lagsmyndir en er nú farin að prófa mig áfram með módelmyndir með Katrínu vinkonu mína sem módel og næsta viðfangsefni er hljóm- sveitin Bróðir Svartúlfs. Nú er ég búin að kaupa mér bak- grunna og kastara og ætla að fara að prófa mig áfram með módelmyndir líka, segir hinn ungi og efnilegi ljósmyndari að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.