Feykir


Feykir - 12.03.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 12.03.2009, Blaðsíða 6
6 Feyklr 10/2009 OPNUVIÐTAL Feykis Sævar Pétursson í Feykisviótali Okkur líst rosalega vel á þetta allt saman Fjölskyldan hefur mun meiri tíma saman eftir að þau fluttu á Sauðárkrók. Sævar Pétursson er nýráóinn íþróttafulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sævar fluttist fyrir stuttu á Sauóárkrók ásamt konu sinni Sunnu Svansdóttur og þremur börnum. Feykir hitti á Sævar og Sunnu og forvitnaóist örlítió um hagi þeirra og hiö nýja starf íþróttafulltrúa. Sævar er fæddur á Húsavík þar sem hann bjó til sex ára aldurs þegar hann flutti á Vopnaíjörð. Sunna er Akureyringur en þau kynntust þegar þau voru bæði við nám í framhaldsskólanum á Laugum. Undanfarin 10 ára hafa þau verið búsett á höfuð- borgarsvæðinu og var hugurinn farinn að leita út á land. -Það var eiginlega nú eða aldrei að prófa þetta, útskýrir Sævar. -Okkur langað að flytja út á land en vildum ekki bíða eítir að strákarnir yrðu orðnir það stórir að það væri illmögulegt þeirra vegna, bætir hann við. Sævar er menntaður frá Nýja Sjálandi þar sem hann lagði stund á nám í íþrótta- og íþróttastjórnunarfræðum, Sævar hefúr einnig lokið diploma námi í viðskiptafræðum frá Háskól- anum á Bifröst auk þess sem hann mun næsta vor klára BS í viðskiptafræði frá Bifröst. Sunna er menntaður þroskaþjálfi og hefur unnið við sérkennslu undanfarin ár í Salaskóla í Kópavogi. - Við vorum svo gott sem flutt til Akureyrar um áramótin þar sem það var búið að lofa mér starfi og ég var búinn að ráða mig sem fótboltaþjálfara hjá Völsungi á Húsavík. En vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu var ráðningu minni á Akureyri frestað þannig að ekki var grundvöllur til að flytja þangað og ég gaf frá mér þjálfunina á Húsavík. -Síðan sáum við þessa stöðu hér auglýsta og það má segja að allt hafi farið á fúllt því við vorum flutt einhverjum þremur vikum síðar, bætir hann við. Aðspurð segjast þau lítið hafa vitað um Skagfjörð þegar til kom að flytja. -Við höfðum einu sinni komið hingað í myrkri auk þess sem Sunna hafði komið hingað í handboltaferðalagi sem ungl- ingur og mundi einungis eftir sjoppunni og Sævar í nokkrar keppnisferðir með körfuboltaliði Laugaskóla fyrir mörgum árum síðan. Við náðum ekki einu sinni að sjá íbúðina sem við fluttum í fyrr en við komum. Allt gekk þetta nú samt upp, segir þau bæði og hlæja. Við eigum hins vegar mikið af vinafólki héðan frá námi okkar á Laugum og gáfu þau sveitar-félaginu góð meðmæli sem auðveldaði okkur ákvörðunina um að flytja. Enn sem komið er lýst okkur bara rosalega vel á þetta allt saman. Hér höfúm við allt sem við þurfúm og við játum alveg að það koma okkur verulega á óvart, bæta þau við. Nú svo við tölum ekki um allan tímann sem bættist í sólahringinn hjá okkur og sparnað í bensinútgjöldum, bæta þau við. Nýtt og spennandi starf Starf íþróttafulltrúa er nýtt í Skagafirði og til þess að byrja með segist Sævar hafa fundið örlítið fyrir þeim misskilningi að hann væri ráðinn til íþrótta- félaganna. -Ég er starfsmaður sveitarfélagsins og er stór hluti af mínu starfi umsjón íþrótta- mannvirkja í Skagafirði, vinna við vaktaplön og rekstraráætlanir íþróttahúsa og sundlauga í Skagafirði. Þá á ég sæti í Forvarnanefnd sveitarfélagsins ásamt fjölda annara starfa, auk þess sem til fellur á viku hverri. Reyndar er ég sjálfúr enn að ná utan um starfssviðið enda er þetta stórt sveitarfélag land- fræðilega og mikið sem ég þarf að halda utan um í hverri viku, útskýrir Sævar. Sævar hefúr um árabil spilað knattspyrnu með hinum ýmsu félögum nú síðast Breiðablik. Hann hefur ekki enn lagt skóna á hifluna og verður þvi verðmæt viðbót við lið Tindastóls í sumar. -Ég er alla vega svona að prófa þetta og sjá hvað verður. Mér lýst rosalega vel á hópinn sem er hér að æfa. Þetta er ungur og efnilegur hópur sem hefur kannski mest á móti sér að við erum nokkrum skrefúm á eftir öðrum aðstöðulega séð. Hér eru það göturnar og reiðhöllin sem er okkar æfmgaraðstaða. Ekki það að ég hef séð þetta svona áður en svona æfði maður fyrir 15 árum síðan. Eins hefur kuldinn undanfarið ekki verið að hjálpa. Þetta gefúr okkur hins vegar kosti í að vinna aðeins með félagslega þáttinn sem er oft svona vanmetinn í hópíþróttum og vonandi eigum við effir að koma á óvart í sumar með góðan og skemmtilegan hóp. Því hefur verið fleygt fram að þú munir hugsanlega þjálfa liðið? -Það er ekkert leyndarmál að það hefúr verið nefnt við mig og ég hef alveg íhugað það en enn sem komið er höfum við Bjarki Már verið að skipta með okkur verkum til að halda utan um þjálfunina. Knattspyrnu- deildin hefur verið að reyna að fá þjálfara hingað en eins og ástandið er í dag er mjög erfitt að fá þjálfara út á land enda þarf þá að útvega þeim dagvinnu og húsnæði sem ekki liggur á lausu. Á Húsavík voru menn búnir að ræða við fjöldan allan af fólki áður en þeir réðu heimamann þar sem ekki var grundvöllur fyrir öðru. Eins er Hvöt búin að ráða mann sem bíður í Reykjavík og kemur ekki fyrr en í sumar og fer aftur í ágúst en þá verður mánuður eftir af tímabilinu. Það er þvi ljóst að það þarf að skoða þessi þjálfaramál á lands- byggðinni í heild sinni. Þú ert ekkert hræddur um það í þínu starfi að tengsl þín við eina íþróttagrein komi til með að vinna gegn þér? -Nei, í rauninni ekki. Það er mikilvægt að hafa það í huga að ég er ráðinn af sveitarfélaginu en ekki neinu íþróttafélaginu. í minu starfi kem ég ekki að því að úthluta styrkjum til einstaka félaga eða deilda heldur er það í höndum UMSS og Tindastóls þar sem úthlutað er eftir fyrirfram ákveðnum vinnureglum, þannig að ekki ætti að verða hagsmunaárekstur þar. Ég sit í Skvassnefnd íslands og öðrum nefndum sem ég geri fyrir utan minn vinnutíma og er mitt áhugamál. Það að segja að ég megi ekki vinna fyrir fótboltann væri eins og að segja að enginn starfsmaður sveitar- félagsins mætti vinna neitt fyrir íþróttahreyfmguna af ótta við hagsmunaárekstra. En í dag er fjöldinn allur af þeim sem vinnur á einn eða annan hátt í stjórnum, nefndum og svo framvegis fyrir allar íþróttagreinar sem eru stundaðar í sveitarfélaginu. Það er nauðsynlegt að öll íþrótta- hreyfmgin fá til sín það fólk sem hún telur hæft til þess. Ef golfklúbburinn eða karfan eða aðrir telja sig geta notið kraft mína fyrir utan minn vinnutíma þá væri bara heiður að því. Þessi spurning á hins vegar fyllilega rétt á sér og ég hef heyrt þessu fleygt en áhugi minn og hugsanlega störf fyrir fótboltann koma ekki til með að bitna á starfi mínu sem íþróttafúlltrúi. Ég hef áhuga á öllum íþróttum og sá áhugi minnkar ekki þó ég sé í fótboltanum. Háskólanám í fimmta gír Eftir að Sævar lauk stúdentsprófi íhugaði hann að fara í íþróttakennaranám en heillaðist ekki nægjanlega af Iþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni til þess að fara í hann. -Mér fannst skólinn snúast bara um kennslu en ekki neitt meira en það. Á sama tíma var verið að fara af stað með nýtt nám á Nýja Sjálandi, þar sem bróðir minn býr, en það nám var eins og sniðið að mínum löngunum og þörfum. Námið var tilkomið

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.