Feykir


Feykir - 12.03.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 12.03.2009, Blaðsíða 9
10/2009 Feykir 9 Fulltrúar Krísts og Óðlns. Fyrirtæki vikunnar____ Pijónahönnuður á Hvammstanga Kristinn við stæðu prjónavoða sem eru á leiðinni tii Moskvu. Glæsileg verslun er í húsakynnum Kidka. og langt á undan öðrum þeim er stefndu á sama stað. Þarna skapaðist tími til að laga til við minnisvarðann, taka það frá sem ekki átti að vera þarna eins og spýtur og steinull sem notað var þegar steinninn var steyptur niður á sinum tíma og grjóti komið að. Pylsur voru hitaðar á prímus, skiptst var á athugasemdum um bílana og aksturslag öku- mannanna sem þeim óku og gert var grín að sunnlending- um sem ekki komust árið áður til að vigja svæðið. Einnig fór fram sérstök vígsluathöfn Skagfirðinga sem fólst í því að „fulltrúi land- eiganda“ eins og hann vildi láta kalla sig settist upp á steininn og þuldi bænir í hljóði. Ekki veit ég nákvæm- lega hvað það var sem hann fór með í huganum en ég trúi því að hann sé rammgöld- róttur og ekki síðri var þessi athöfn en sú sem hinir lærðu menn fóru með síðar um daginn. En tíminn leið og fleiri létu sjá sig og þeir fyrstu voru Eyfirðingar. Augun ætluðu úr mér þegar ég sá einn trukkinn koma á þremur hásingum með togaraspil á pallinum. Sæll, er ekki allt í lagi! Fulltrúar Óðins og Krists sáttir Loks fór að sjást til sunnan- manna enda klukkan að nálgast tvö en þá átti athöfnin að fara fram. Jeppar drifu að allt fram á siðustu stundu og svo var komið að stóru stundinni. Formaður Ferðaklúbbsins 4x4 bauð gesti velkomna og farið var yfir söguna hvernig hugmyndin varð til af því að merkja miðju íslands og fallega sagt frá því hvers vegna ekki tókst að framkvæma vígsluathöfnina fyrr (ég var búinn að heyra skagfirsku söguna!). Síðan var skjöldur- inn skrúfaður á stuðla- bergssteininn sem segir til um það að þarna sé miðja landsins. Mættir voru fulltrúar Óðins og Krists þeir Hilmar Örn allsherjagoði og Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur. Fóru þeir með sinnhvorn boð- skapinn í friði og sátt ólíkt forfeðrum okkar í upphafi íslandsbyggðar er hneigðust til sitthvorrar trúar. Hjörtur las upp sköpunarsögu Gamla testamentisins en Hilmar fór með erindi úr Völuspá og ákölluðu þeir hvor um sig sinn guð til að blessa þennan stað og minnismerki. Athöfnin var öllum landvættum til sóma hvers trúar sem þeir eru og ljóst að þarna er kominn áfangastaður sem allir gætu stefnt á að heimsækja hvort sem það eru jeppakarlar, göngufólk eða hestamenn. Eftir vígsuna fór fram myndataka við minnismerkið því hvað er skemmtilegra en að eiga mynd af sér á Miðjunni. Effir myndatöku fóru menn að tygja sig af stað til byggða hver á fætur öðrum og hver hópur í sína áttina. Skag- firðingar tóku á sig krók á leið heim og komu við í Ingólfs- skála. Annars var ferðin heim tíðindalítil að öðru leyti en því að allt gekk að óskum, hver skaflinn af öðrum unninn og lögmálum náttúrunnar ögrað á ýmsan hátt með svo mörgum hestöflum að mér varð hálf flökurt við að heyra svona tölu og get engan veginn haft þær eftir. Og það voru ánægðir ferðafélagar sem komu til byggða og farnir að hlakka til næstu ferðar og blaðamaður hugsaði um það að vel mætti venjast því að vera jeppa- dellukarl. Prjónastofan Kidka starfar á Hvammstanga en á staðnum hefur verið prjónastofa í um 36 ár. Eigandi Kidku er Kristinn Karlsson sem keypti prjónastofuna fyrir rúmu ári siðan. Kristinn vann á prjónastofu á Hvolsvelli þar sem hann bjó áður en hann flutti norður fyrir 10 árum til þess að vinna á prjónastofunni á Hvammstanga. -Ég var að vinna á prjóna- stofú fyrir austan áður en mér bauðst að koma og vinna hérna, segir Kristinn sem auk þess að eiga stofúna er aðalhönnuður á öllu prjóni fýrirtækisins. Kidka framleiðir peysur, húfur, vettlinga, trefla og sjöl svo eitthvað sé upptalið auk þess sem fýrirtækið sendir gríðarlegt magn prjónaðra voða til Moskvu á ári hverju þar sem prjónaðar eru úr voðunum flíkur fyrir Rússlandsmarkað. -Ætli það fari ekki svona 12 - 14 tonn af voðum frá mér árlega en ég sendi fjóra gáma að meðaltali út. Salan hefúr verið góð og aukist eftir að krónan veiktist aftur, segir Kristinn. Kidka framleiðir vörur undir vörumerkinu Freyja og er hægt að kaupa framleiðslu fýrir- tækisins hjá Handprjóna- sambandinu, hjá Víking á Akureyri auk þess sem Kristinn rekur verslun á Hvammstanga. Munstrin eru falleg og peysur og fýlgihlutir vel hannað. Svo vel hönnuð að blaðamaður þarf að halda aftur af sér til þess að taka ekki hálfan lagerinn með sér heim. Hvernig skyldi prjónavarna seljast? -Það selst vel. Fyrrasumar var metsumar og núna fyrir jólin seldi ég líka mjög vel. Údendingarnir eru mikið í peysunum en íslending- ar eru duglegri við húfúrnar, vettlingana og treflana. Fyrir utan að hafa lært á prjónavélar og farið á námskeið í kringum þær er Kristinn algjörlega sjálfmenntaður í iðninni. -Ég var upphaflega bara í að prjóna en fór síðan að fikta við að hanna sjálfúr mynstur og litasamsetningar. Það gekk vel hjá mér svo ég fór alfarið í að hanna mína vöru sjálfur, segir Kristinn og ég horfi á hann örlítið efins. Er engin kona að hjálpa þér með litasamsetningar, spyr ég kvenrembulega? Kristinn hlær af spurningunni; -Nei, ég geri þetta alveg sjálfur, segir hann og glottir. Margir kannast við Norsku peysurnar sem hafa verið lengi í sölu og segir Kristinn þær vera svolítið stoltið sitt og jafnframt segir hann að íslendingar séu duglegir við að kaupa norsku peysurnar þó svo að aukning hafi orðið í hinu líka. Ertu alltaf að keyra á þessu sama eða er mikið um nýjungar? -Maður reynir að vera með eitthvað nýtt á hverju ári, bæði hvað varðar snið, munstur og litasamsetningar. Alls eru fjögur stöðugildi hjá Kidka. -Við erum í dag eingöngu prjónastofa en hér áður fyrr var mikið saumað hér líka. Nú sendi ég allt sem saumað er fýrir innan- landsmarkað í saumastofúna Þing sem er hér inn í Vatnsdal en þau sauma allt fýrir mig. Þar starfa líka fjórir einstaklingar. Ætli megi því ekki segja að bein og óbein störf prjónastofunnar séu um 6. Hvemig er að reka svona fyrirtæki frá Hvammstanga? -Það er ágætt nema hvað túristatraffikin í búðina mætti vera meiri en hún eykst þó ár frá ári. Það er mjög gott að búa hérna, þægilegt að vera með börn og frábært menningarlíf og í raun allt þetta hefðbundna sem fylgir svona litlum stöðum. Eins er það kostur að á svona stað er maður með stabílan vinnukraff sem er í mínum huga stór kostur. Eins er ekkert vandamál að koma frá sér vöru því héðan eru daglegar ferðir. Það eina sem ég gæti kvartað yfir er flutningskostnaður en á móti kemur að það er margfalt ódýrara að leigja hér húsnæði en í Reykjavík. Hvaða augum lítur þú framtíðina? -Hún er björt, ekki síst meðan gengið er hagstætt fyrir útflutning. Þetta var erfitt meðan krónan var sem sterkust en ég vil meina að hún hafi verið vitlaus á þeim tíma þvi hún var að drepa allan iðnað. Nú þarf bara að finna þetta jafnvægi, segir Kristinn að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.