Feykir


Feykir - 19.03.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 19.03.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 11/2009 Sögusetur íslenska hestsins Skagafjörður og Akrahreppur í úrslitum í frum- kvöðlakeppni INNOVIT Hestaleikhús Söguseturs íslenska hestsins er ein af tíu viðskipta- hugmyndum sem komast áfram í úrsiit í Frumkvöðla- keppni Innovit. Alls bárust 122 viðskipta- hugmyndir. Forsvarsmenn þessara tíu viðskiptaáætlana sem keppa í úrslitum munu kynna viðskiptahug- myndir sínar f y r i r dómnefnd næstkomandi laugardag 21. mars. Úrslitverða síðan kunn- gjörðíRáðhúsi Reykjavíkur um kvöldið. Leiðari Að lokinni búsáhaldabyltingu Búsáhaldabyltingin er búin, það stendur ekki nokkur maður lengur meðpotta sína og pönnur iþeim tilgangi einum að koma ráðamönnumfrá. Baráttuglaðir íslendingar skriðu aftur inn í skel sína, skriðu alla leið heim í stofu og settust afturþöglir í sófann. Það má alla vega lesa úr úrslitum prófkjöra út um allt land, endurnýjunin sem hrópað var á endurspeglast ekki á framboðslistum, þeir sem börðu potta og pönnur, höfðu hátt, hrópuðu á breytingar, komast ekki að. Sprotaframboðþeirra mælast vart í skoðanakönnunum og þeim er hafnað á listumfjórflokkanna. Það eru gerðar skoðanakannanir og stjórnin er enn minnihlutastjórn. Stóriflokkurinn er enn stór og valdahlutföllin eru óbreytt. Hvað gerist ef við göngum til tímafrekra, kostnaðarsama kosninga bara tilþess eins að komast að því að valdahlutfóll íþjóðfélaginu eru óbreytt? Vakna þá að nýju pottaslagarar þjóðfélagsins og heimta breytingar breytinganna vegna. Á meðan brenna eignir heimilanna og fyrirtækum landsins blæðir hægt en örugglega út. Það erujú allir í kosningabaráttu. Hvað ætla fulltrúar búsáhaldabyltingarinnar að gera ef forsætisráðuneytiðfer aftur til Sjálfstæðismanna? Ætla þeirþá á nýjan leik að stökkva fram úr sófanum og hrópa á breytingar? Sjálfhallast ég alltafmeir og meir að þeirri skoðun að líklega hefði verið best aðfara Davíðsleiðina og mynda hérþjóðstjóm sem stýrði skútunni meðan mestu öldurnar lægir. Guóný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykjr Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Arni Gunnarsson, Askell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is ® 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is ® 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestun Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Endurskoða samstarfssamning Byggðarráð Skagafjarðar sem Akrahreppur kemur að hefur óskað eftir viðræðum við hreppsnefnd Akra- hrepps með að markmiði að endurskoða núgildandi samstarfssamning sveitarfélaganna. Sveitarfélögin tvö reka sameiginlega leik- og grunn- skóla í Varmahlíð auk þess rekstri íþróttamannvirkis í Varmahlíð auk þjónustu við eldri borgara og fleira. Telur byggðarráð mikilvægt að viðræður um gerð nýrra samninga hefjist sem fyrst með það að markmiði að nýir samningar taki gildi 1. maí 2009. Sauðárkrókur Björk jöfnuð við jörðu Húsið Björk sem staðið hefur upp við Sauðárkróksbakan svo lengi sem minni flestra nær hefur nú fengió þann dóm að það skuli rifið. Húsið var byggt árið 1917 og þjónaði fólki bæði sem íbúðar- og verslunarhúsnæði. Róbert yfirbakari keypti húsið i þvi skyni að rífa það og útbúa útisvæði út frá bakaríinu þar sem fólk getur notið þess að vera til og er það sérstaklega hentugt yfir sumartímann þegar lognið og blíðan á Króknum verður allsráðandi. Alþingiskosningar 2009_ Sigurjón annar Sigurjón Þórðarson frambjóðandi Frjálslynda flokksins hreppti annað sætið í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. -Þessi úrslit eru eins og að var stefnt, segir Sigurjón. -Nú hefst barátta að opna fyrir nýliðun í sjávarútvegi og gera sjávarplássin á borð við Hofsós, Skagaströnd, Hvammstanga, Sauðárkrók o.fl. staði að þeim mótor sem þarf til að rífa þjóðina út úr þeim hremmingum sem hún er í. Ég er bjartsýnn á gott gengi, segir ánægður Sigur- jón. Guðjón Arnar Kristjánsson varð í fyrsta sæti, Ragnheiður Ólafsdóttir í þriðja og Magnús Þór Hafsteinsson endaði í því fjórða. Húnaþing vestra Þjofstart annað árið í röð Kindin Droplaug á bænum Sporði í Húnaþingi vestra bar þremur lömbum núna 13. mars s.l. Þetta er dálítið merkilegt því að 18. mars í fyrra bar hún tveimur lömbum. Friðbjörn Þorbjörnsson bóndasonur á Sporði segir að það sé engu líkara en náttúran hafi tekið málin í sínar hendur og stjórni þessari kind og hrútnum, því að líklega er þetta sami hrúturinn sem hefur stolist til hennar í bæði skiptin. Nú er bara spurning hvort hún komi með fjögur lömb að ári. Húnaþing vestra Næstum helmings lækkuná Nýlega var tekin í notkun varmadæla á bænum Vigdísarstöðum í Húnaþingi vestra en fram að þvf höfóu ábúendur notast við olíukyndingu með tilheyrandi kostnaði. Var bóndinn á bænum að nota um 4000 Iftra af ob'u á ári til kyndingar en á sfðasta ári kostaði það um 400.000 krónur. Fyrirtækið Varmavélar setti upp varmadæluna á Vigdísarstöðum og má Sigurgeir Magnússon, bóndi þar, gera ráð fyrir að lækkun reiknings vegna kyndingar upp á krónur 258 þúsund þetta árið. Stofnkostnaður er um 550 þúsund krónur og endurgreiðslutími hans 25,6 mánuðir miðað við orkusparnað. Háskólinn á Hólum Nýrljár- málastjórí áHólum Guðmundur Bjöm Eyþórsson, 33ja ára gamall Kópavogsbúi tók til starfa sem nýr fjármálastjóri Háskólans á Hólum í lok janúar sl. Guðmundur kemur til Hóla frá Kaupmannahöfn þar sem hann starfaði sem fjármálastjóri íslensk-dönsku ferðaskrifstofunnar Hekla Travel A/S til síðustu 3ja ára. Hann er með BSc. próf í viðskiptafræði ffá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í alþjóða- viðskiptafræði frá Háskól- anum í Kalmar / Baltic Business School. Guðmundur hefur einnig starfað sem framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Vesturferða ehf. á ísafirði og var forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Vest- fjarða á ísafirði eftir að hann lauk námi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.