Feykir


Feykir - 19.03.2009, Side 4

Feykir - 19.03.2009, Side 4
4 Feykir 11/2009 AÐSENTEFNI Birna Lárusdóttir skrifar Úr púkó í töff á einni nóttu Um langt árabil hefur það ekki talist til meiriháttar ta'skustrauma að búa úti á landi. Skilningur margra á högum okkar sem tilheyrum hinum dreifðu byggðum hefur oft og ta'ðum verið takmarkaður. Störf í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði hafa bliknað í samanburði við gylliboð fjármálastofnana og þeirra sem hæst hafa boðið launin. Segja má að á uppgangstímunum hafi kjördæmið okkar, þar sem frumframleiðsla á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar og stóriðju er jafn mikilvæg og raun ber vitni, hreinlega þótt púkalegt. En svo hrundi íslenska efnahagskerfið. Á svipstundu breyttist afstaða íslendinga til svo margs, ekki síst frumframleiðslunnar. Nú skyldi slátur tekið og fiskur hafður í flest mál með íslensku meðlæti undir yfirskriftinni „Veljum íslenskt“. Þjóðin opnaði augun fyrir þeirri staðreynd að það skiptir máli að hafa aðgang að innlendum landbúnaðarafurðum, það skiptir máli að geta veitt og selt fisk á heimsmælikvarða og skapað þannig nauðsynlegar gjaldeyristekjur. Og það skiptir máli að vera leiðandi í framleiðslu og nýtingu á endurnýjanlegri orku. Kannski má með nokkrum sanni segja að NV-kjördæmið hafi farið úr púkó í töff á einni nóttu. Og einmitt þar liggja tækifærin í kjördæminu okkar. Viðbúum á gjöfulu landsvæði Alþingiskosningar 2009_ Gunnar Bragi leiðir framsóknarmenn sem hefur þolað efnahagslegar þrengingar um langt skeið. Við höfúm mátt hafa okkur öll við til að tryggja atvinnutækifæri í héraði. Nú, þegar áherslan eykst á framleiðslugreinar, er brýnt að byggja nýsköpun og þróun á sérstöðu hvers landsvæðis fyrir sig. Beitum menntastofnunum okkar í rikari mæli í þeim greinum þar sem við kunnum best til verka. Atvinnulífiðverðuraðbyggja á krafti einstaklingsframtaks- ins. Fyrirtækin okkar geta aðeins þrifist í samkeppni ef tryggt er að þau sitji við sama borð og önnur fyrirtæki í landinuhvaðvarðarsamgöngur, fjarskipti, raforkuöryggi og flutningskostnað. Ef rétt er á málum haldið mun kjördæmið okkar fljótt ná þeirri fótfestu sem nauðsynleg er til laða að fólk og fyrirtæki og tryggja okkur betur í sessi, sem höfum háð harða baráttu til að byggja upp eftirsóknarvert samfélag. Nú erum við töff - nú er tækifærið. Birna Lárusdóttir, býður sigfram í 1.-2. sœti í prófkjöri Sjálfstœðisflokksins í NV-kjördœmi. Gunnar Bragi Sveinsson leiöir lista Framsóknar f Norðvesturkjördæmi en Gunnar Bragi sigraöi póstkosningu listans meö 782 atkvæði í 1. sæti. Annar er Guðmundur Steingrímsson með 635 atkvæði í 1. - 2. sæti. Þriðji er Sigurgeir Sindri Jón Bjarnason hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sætið í forvali VG í Norðvesturkjördæmi og mun þvf leiða framboðslista VG í komandi kosningum. Niðurstaða forvalsins í sex efstu sætin var eftirfarandi: l.SÆTI Jón Bjarnason, Blönduósi, 254 atkvæði 1-2SÆTI Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri, 124 atkvæði Sigurgeirsson með 897 at- kvæði í 1. - 3. sæti Fjórða er Elín Líndal með 1135 atkvæði í 1. - 4 sæti. Fimmta er Halla Signý með 937 atkvæði í 1. - 5. sæti. Kristinn H. Gunnarsson komst samkvæmt þessu ekki á blað. 1-3SÆTI Ásmundur Einar Daðason, Búðardal, 165 atkvæði 1-4SÆTI Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Reykholti, 141 atkvæði 1-5 SÆTI Telma Magnúsdóttir, Blönduósi, 129 atkvæði 1-6SÆTI Grímur Atlason, Búðardal, 133 atkvæði Á kjörskrá voru 524. Atkvæði greiddu 375. Alþingiskosningar 2009______________ Jón áfram efstur hjá VG Kjördcemisþing Samfylkingarinnar í NORÐVESTURKJÖRDÆMI Kjördæmisþing verður haldið 21. mars nk. á Akranesi, í Tónbergi, sal tónlistarskólans við Dalbraut 1. Dagskrá hefst klukkan 13:30. Þingið er opið öllum. Farið verður yfir stöðuna fyrir kosningar, framboðslisti lcynntur og unnið í málefnahópum. Um kvöldið er móttaka og skemmtun. Nánari upplýsingar um dagskrá á www.xsnv.bIog.is eða hjá Eggerti Herbertssyni GSM: 617-8306. ( ÁSKORENDAPENNINN ) Atli Björn Þorbjörnsson skrifar úr Kópavogi Ævintýri í hinu endalausa og skógi vaxna Sauðárgili Það var fallegt af Kristjáni stórtenór Gíslasyni að senda mér þessa stungusendingu og er ég þar með krafinn um að festa á rit hvað mér býr í brjósti um byggð mína í norðrinu. Þar er af mörgu af taka og úrvöndu að ráða hver efnistökin eiga að vera í svo stuttum pistli. Hefégveit þessu mikið fyrir mér og hafa nokkrir útgangspunktar einna helst gert vart við sig. Ég hef t.d. mikið velt því fyrir mér hvort ekki sé rétt að rita um þá snilld og þau miklu forréttindi að fá að alast upp á stað eins og Sauðárkróki og í stórbrotnu umhverfi Skagafjarðar. Ævintýri 1 hinu endalausa og skógi vaxna Sauðárgili, sigra og töp á Skallaflöt og Marteinstúni og að ógleymdu íþróttahúsi Pálma Sighvats. Stjórnlaus fagnaðarlæti í Bifröst við það eitt að Ijósin væru slökkt fyrir bíósýningar, að ekki sé minnst á hlýrabol og gleraugu þess sem öllu réði á þeim bænum. Veiðiferðir með Gunna og Gutta niðurá uppfyllingu, fjöru eða gömlu-bryggju og svo samningaviðræður um sölu á aflanum til bæjastjórans í norðurbænum. Þessi pistill þyrfti sennilega undirleik eða „theme - tune“ og myndi Glon Deis með Brús Spríngstín sennilega henta hvað best til þess arna. Já, vináttubönd og ógleymanlegar stundir sem urðu til í þessu dásamlega faðmlagi fjarðarins fallega eru klárlega góðir útgangspunktar. Efalaust væri gráupplagt að fjalla um alla þá miklu snilld sem virðist spretta úrSkagafirði og hvernig það er engin tilviljun að Skagfirðingar eru nánast alls staðar, hvort sem borið er niður í landsmálunum eða jafnvel heimsmálunum, enda liggja í Skagafirði klárlega vegamót hins andlega seims - að mati okkar Skagfirðinga alla vega! Tengdafaðir minn heldur því reyndar fram að Skagafjörður hljóti að vera sveitarfélag sem fyllir a.m.k. 160.000 manns enda berst varla afrek nokkurs íslendings á sviði mennta, íþrótta eða lista í tal öðruvísi en ég skjóti því inn að viðkomandi sé úr Skagafirðinum! Hef ég reyndar fengið lærða skýringu á þessum yfirburðum Skagfirðinga frá ágætum óskagfirskum vini mínum sem hann rekur til stofnsetningar Hólabiskupsstóls, en það er nú önnursaga. Efni í annan pistil kannski. Mér hefur flogið í hug að rétt væri að fjalla um, helst í bundnu máli, hvernig þeir jafnaldrar manns sem snúið hafa aftur norður eftir að hafa víkkað sjóndeildarhringinn á öðrum stöðum, og þeir sem yfirleitt hafa fest ræturnar til langframa fyrir norðan, í raun hafa leyst gátuna um hvar sé best að vera? Gerist ég nú háfleygur mjög, en þannigvill það vera með mig að þegar hugurinn leitar heim þá er allt best í heimi einmitt þar. Þessar vangaveltur hafa jafnvel leitt hugann að því þegar tíminn kemur, að sennilega er dásemd í því fólgin að láta hola sér niður í skagfirska mold, enda ku sælt að gleyma í fangi þess maðurelskar. Hver veit? Ég skora é Gunnar Andra Gunnarsson, vin minn og fóstbróður, búsettum í Kaupmannahöfn að taka við pennanum.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.