Feykir


Feykir - 19.03.2009, Qupperneq 7

Feykir - 19.03.2009, Qupperneq 7
11/2009 Feyklr 7 lengur tengdir við heilann. Sem betur fer veit fólk ekki að eðlilegir hlutir eins og þvaglát og hægðir verða með þeim hætti að maður hreinlega grætur af sorg yfir sjálfum sér. Það að lamast er líklega með því erfiðara sem fólk getur lent í. Allt lífið breytist, og ekki nóg með að líf þess lamaða breytist heldur breytist líf nánustu íjölskyldu og vina, svo og vinnufélaga. Sem betur fer er þessi lífsreynsla þannig að fólk getur ekki sett sig í mín spor, þetta eru aðstæður sem maður getur ekki upplifað, hvorki andlega né líkamlega nema að lenda í þessu og sem betur fer gera það ekki margir. Að mínu mati er einn of mikið. Hvað með þína nánustu, hvernig hafa þeir tekið þessu? -Það að ég lamaðist varð mjög erfitt fyrir mína nánustu. Fjölskylda mín þurfti að sætta sig við að þetta hafði komið fyrir og hún þurfti að bregðast við til að geta tekið á móti mér aftur inn á heimili bæði umhverfislega og andlega. Ég sem alltaf hef verið mjög sjálfstæð varð allt í einu byrði á öðrum, ósjálfbjarga. Ekkert var eins og áður og allir þurftu að læra. Ekki sfst börnin mín. Við fjölskyldan vissum að við ættum góðaaðogvið fundum það svo vel á þessum stað í lífinu, hversu mikils virði það var. Mín leið til að endurgjalda öllu því góða fólki sem að mér og minni fjölskyldu stendur, er að halda áfram að reyna. Sfðast en ekki síst geri ég þetta fyrir sjálfan mig, ég veit að eina leiðin er að horfa fram á við, það er leiðin til bata. Hvað með kostnaðinn? -Þessi meðferð er dýr, hún er það dýr að ég get ekki staðið sjálf undir henni. Miða við núverandi gengi gæti meðferðin sem á að ná yfir 3 ár kostað á bilinu 25-30 milljónir. Ég kem því til með að reiða mig að stærstum hluta á góðvild almennings í landinu. Ég biðla því til þeirra sem greinina lesa að leggja mér lið í baráttunni við að komast á fætur aftur, segir Þuríður að lokum. Fjáröflunarkvöld verður haldið í Reiðhöllinni Svaðastöðum þann 3. apríl. Allirsem að kvöldinu standa munugefa vinnu sína og rennur ágóði kvöldsins óskiptur í sjóð til styrktar Þuríði. Þá er í undirbúningi stórjjáröflun sem verður kynnt síðar. Nánar verður hœgt aðfylgjast með Þuríði ogferðalaginu stóra á heimasíðu hentiar; www. oskasteinn.com setn optiuð verður þann 3. apríl. Spjallaó vió bændur Búi á Heiói sóttur heim í Gönguskörðum í Skagafirði stendur bær undir Heiðarhnjúk í Tindastól sem ber nafnið Heiði. Bærinn lætur ekki mikið yfir sér en þegar inn er komið virðist húsið stærra og rýmra en utan frá séð. Auðséð er að búskapur er ekki mikill en hefur líklega verið meiri hér áður fyrr. Við lagningu vegar yfir Þverárfjall færðist Heiði úr því að vera í kyrrlátu umhverfi í það að vera við hraðbraut. Heimilisfólkið eru hjónin Agnar Búi Agnarsson og Kristín Reginbaldursdóttir. Feykir tók hús á Agnari Búa sem gengur dags daglega undir nafninu Búi á Heiði. Hvenær byrjaðir þú að búa? -Það var '70 eða '71 þegar foreldrar mínir fóru héðan. Ég var búinn að vera nokkur ár á Króknum og vann á Trésmiðjunni Borg og þegar jörðin hér var að fara í eyði þá fór maður út í þetta. Hvort hann sjái eftir þvi að hafa farið út í búskap svarar Búi eftir að hafa hugsað sig um. -Ja, ekki beint og þó. Þetta eru búnir að vera erfiðir tímar. Það hafa komið mörg snjóaár og nokkuð erfitt með keyrslunni. Búi hefur séð um skólakeyrslu barna úr Skarðshreppi frá því 1974 og er enn að. Vegalengdirnar hafa heldur minnkað því krakkarnir sóttu Varmahlíðarskóla áður en Sveitarfélagið Skagafjörður varð til en stunda nú námið á Króknum. Veðurfarið hefur breyst með tímanum og orðið mildara með minna fannfergi þó enn geti það reynst erfitt. -Það var yfirleitt um sumarmál hér áður fyrr sem farið var að opna heiðina með ýtum og þær voru fleiri fleiri daga að opna hérna útyfir. Þetta var kafsnjór niður dalinn og oft ófært. Maður var að böðlast við að hnoða undir sig og þetta fór illa með tækin. Rétt norðan við íbúðarhúsið eru kindur að narta í töðu úr gjafagrind, ekki ýkja stór hópur og hross eru skammt frá, neðan þjóðvegar að slíta úr rúllu úr gjafargrind sem þeim er ætluð. - Ég fækkaði fénu í haust. Nú eru þetta um 60 kindur en voru um 200 hjá mér. Þegar við vorum allir bræðurnir um 1960 þá höfðum við 5-600 fjár. Hrossin eru rétt um 30 á gjöf og hafa verið síðan um mánaðarmót október- nóvember en þá setti allt á kaf hérna. Með 30 hrossa stóð hlýtur að þurfa einhverja afsetningu. Temurðu hrossin sjálfur. -Ég hef ekki verið að temja sjálfur núna undir það síðasta þar sem ég seldi hross suður í Borgarfjörð og sá er keypti af mér greiðir mér með þvi að temja fýrir mig. Það hefur verið aðeins hreyfing á hrossasölu svo þetta er í lagi. Fyrir nokkrum árum síðan gerðist sá atburður að hlíðin rann af stað rétt fyrir sunnan bæinn. Nokkurt tjón varð á girðingum og landi en ekki á skepnum svo vitað sé. En skyldu aur- eða snjóflóð vera algeng við Heiði? -Sem krakki man ég eftir smáskriðum sem féllu suður í brekkunum, en ekkert í líkingu við þetta sem féll núna síðast. Það var búið að vera mikið úrfelli og vatn safnaðist fyrir og það kemst einhvern veginn undir rótina og allt flýtur af stað. Snjóflóð hafa einnig fallið úr dragi í Hnjúknum en stefnir þá á Háagerðið en hefur ekki komið nærri bænum. Nú er sagan um óskasteininn í Tindastól greypt í huga íslendinga. Skyldu leyndardómar vera í Tindastól? -Ég þekki það nú ekki. Ég sem krakki sá reyndar ýmislegt sem öðrum var hulið. Ég átti einu sinni að sækja hest suður við túnið og þegar ég kem að honum voru þrír krakkar sem þrímenna á honum. Þarna var á ferðinni huldufólk eða eitthvað í þá áttina. Þetta hvarf svo þegar ég nálgaðist hestinn. Eitthvað sá ég svo hér heima í gamla bænum. Ekki man ég eff ir öllu, því ég var svo ungur en mér var sagt frá þessu en ekkert svona lagað sé ég í dag. Búi hefur verið fjallkóngur í Hnjúkunum sem er í afréttarlandi í Vesturfjöllum. Smalað er niður í Kálfárdalinn og fram á Laxárdalinn og Skálahnjúksdalinn -Ég gengdi þessu embætti frá því að pabbi hætti um 1970 og allar götur síðan þangað til í haust. En það urðu breytingar í haust. Þeir hafa líklega viljað losna við mig eða það kom þannig út. Mér var ekki sagt frá þessum breytingum fyrirfram. Mér var bara sagt að vera hérna í Heiðarlandi eða í Teigunum svokölluðum og átti nú að vera gangnastjóri þar en þar var gangnastjóri fyrir sem vissi ekki um að neitt ætti að breytast. Mér fannst undarlega að þessu staðið og ekki allir ánægðir með það frekar en ég. Þetta eru nú ekki vönduð vinnubrögð að mínu mati og mér sárnuðu þau. Búi þekkir fjöllin vel og var áður fyrr fenginn til að finna tófugreni sem grenjaskyttur unnu svo á. -Það er þó nokkuð um tófur bæði hér í Tindastól og svo í Hnjúkunum. Ég veit um nokkur greni og fundið dýr þar í sumum tilfellum. Nú síðustu ár hafa skytturnar séð um það sjálfar að leita að þeim. En ég hef ekki verið sjálfur í því að vinna dýrin. En hvernig skyldi það vera að fá hraðbraut við bæjardyrnar hjá sér? -Þetta glyrnur alveg hreint nótt og dag enda stutt niður á veg. Maður verður mikið var við stóru bílana en minna við þá litlu. En þetta venst sjálfsagt, segir Búi og telur að það verði ekki langt að bíða að hann hætti búrekstri. Hvort Heiði fari í eyði eftir hans dag segist Búi ekki vita, en í dag eru ekki góðir tímar til að hefja búrekstur og börnin hans búa fjarri heimahögum. En maður veit aldrei.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.