Feykir


Feykir - 19.03.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 19.03.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 11/2009 I I % endurgreidsla virðisaukaskatts Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi vekur athygli á nýsamþykktum lögum sem heimila 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts af allri vinnu iðnaðarmanna sem unnin er á byggingastað. Lögin tóku gildi frá 1. mars s.l. Vakin er sérstök athygli á að lögin ná einnig til vinnu við sumarhús. [ þenslu undanfarinna ára var oft erfitt að fá iðnaöarmenn til starfa, en nú hefur orðið breyting á. Nægt framboð er nú á mjög hæfum, löggiltum iðnaðarmönnum til að sinna þessum verkefnum og því kjórið tækifæri til að ráða iðnmeistara til að sinna þeim verkefnum sem setið hafa á hakanum. Kvittun fyrir vinnunni og að löggiltur iðnmeistari sé í forsvari fyrir verkinu tryggir að rétt og vel sé að verki staðið og að ábyrgð sé á verkinu komi eitthvað uppá síðar meir. Á heimasíöu Meistarafélagsins erað finna listayfir þá félagsmenn sem bjóða fram krafta slna til að sinna framkvæmdum við húsið þitt. www.mbn.is mmMi m UÉ3immnwn\n?£\ ÞER/YKKUR ER BOÐIÐ í AFMÆLISVEISLU í tilefni af 100 ára afmæli Kaupfélags Vestur-Húnvetninga mun félagið bjóða viðskiptavinum sínum og velunnurum til veislu í Félagsheimilinu á Hvammstanga föstudaginn 20. mars næstkomandi. Boðið verður uppá veglega kökuveislu, ásamt því að Lóuþrælarnir og Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur ætla að heiðra okkur með nærveru sinni. Við hvetjum alla unga sem aldna til þessa koma og gæða sér á kræsingunum og halda uppá aldarafmæli Kaupfélagsins með okkur. Dagskráin hefst kl. 16:00 og stendur til 18:00. Húsið opnar kl. 15:30. Það er ekki á hverjum degi að fyrirtæki nái þeim merka áfanga að verða aldargamalt. Viðskiptavinir Kaupfélagsins í gegnum tíðina eiga miklar þakkir skildar fyrir að þessum merka áfanga er náð. Tryggð viðskiptavina okkar við félagið og umfang daglegrar verslunar í heimabyggð eru helstu ástæður þess að fyrirtækið hefur dafnað vel þennan tíma. í dag er fyrirtækið í góðum rekstri og hefur meginstarfsemi þess verið óbreytt í eina öld. Fyrirtækið rekur kjörbúð, byggingarvörudeild og pakkhús ásamt því að eiga helmingshlut á móti Kaupfélagi Skagfirðinga í Sláturhhúsi KVH ehf. Kaupfélag Vestur Húnvetninga þakkar ykkur viðskiptin undanfarin 100 ár og Vonumst við til að eiga við ykkur ánægjuleg viðskipti í framtíðinni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.