Feykir


Feykir - 19.03.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 19.03.2009, Blaðsíða 9
n/2009 FeykJr 9 Fóður og fjör á landsbyggöinni Léttir lund meö hækkandi sól Svanhildur Pálsdóttir á Hótel Varmahlið. Um helgina fer fram dagskrá á landsbyggðinni sem ber heitið Fóður og fjör. Þetta er í annað sinn sem slíkt er sett á laggirnar og nú ætlar Hótel Varmahlíð að taka þátt í fyrsta sinn. Eldhúsið opnar klukkan 19, laugardags- kvöldið 21. mars og ætlar Þórhildur að kokka fram eftir kvöldi. Svo verður slegið upp balli á eftir. Svanhildur Pálsdóttir hótel- stjóri á Hótel Varmahlíð segir að í boði verði fjögurra rétta matseðill á mjög sanngjörnu verði og ókeypis á ballið á eftir. -Við ætlum að leggja áherslu á sjávarfang á matseðlinum en bjóðum þó líka upp á lambakjöt ásamt fleiru óvæntu og spennandi úr Matarkistu Skagafjarðar, segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar kom hugmyndin upp í fyrra að vera með í þessu verkefni en það byggir á því að vera með eins konar mótvægisaðgerðir við Food and Fun sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu. -Mark- miðið er að stimpla Hótel Varmahlíð inn sem góðan veitingastað á landsbyggðinni og bjóða fólki upp á góðan mat úr skagfirsku hráefni. Sumarqjöf til Skagfiröinga Ýmislegt er á döfinni hjá Hótel Varmahlíð á næstunni. Svanhildur segir að í sumar- byrjun verði boðið upp á ókeypis salsa danskennslu og verði það sumargjöf hótelsins til skagfirðinga. í maí ætlum viðaðverameðsauðburðahelgi líkt og í fyrra en það er sam- starfsverkefni við bænduma á Syðri Hofdölum. Þar geta þéttbýlisbúar fengið smá nasaþef af sauðburði og öllu sem því fylgir, segir Svanhildur og að hennar sögn tókst þetta verkefhi mjög vel í fyrra þó fieiri hefðu kannski mátt koma. Svanhildur er bjartsýn á sumarið og bókanir líta vel út og hún telur að íslendingar eigi eftir að ferðast meira innanlands í ár en áður. ( MITT LIÐ ) ( MENNINGARUMFIÖLLUN 1 Bændasjóður Bólstaðarhlíóarhrepps í Austur-Húnavatnssýslu fékk styrk frá Menningarráói Norðurlands vestra til þess aó taka saman og skrá ábúendatal í Bólstaóarhlíðarhreppi 1703- 2003. Mikil vinna liggur aó baki riti sem þessu en verlok eru áætluð nú í vor. Ábúendatal Bólstaöarhlíöarhrepps Verkefnið nefnist Abúendatal Ból- staðarhlíðarhrepps 1703- 2003, og er unnið á vegum Bændasjóðs Bólstaðarhlíðarhrepps. Bænda- sjóðurinn var stofnaður af Bjarna Jónassyni og konu hans Önnu Sigurjónsdóttur er lengi bjuggu í Blöndudalshólum. Hlutverk sjóðsins er að skrá ábúendur í Bólstaðarhlíðarhreppi og færa stutt æviágrip þeirra. Sjóðnum er einnig ætlað að safna myndum af fólki sem hefur átt heima í hreppnum. Gerð ábúendatals er eitt af helstu verkefnum sem sjóðnum er ætlað að gera og hefur verið nokkuð lengi í undirbúningi. Það var síðan ákveðið á fundi stjórnar 15.apríl 2008 að ráða Guðmund Sigurð Jóhannsson ættfræðing á Sauðárkróki til starfsins. Guðmundur hóf fljótlega störf og skilaði megin hluta verksins um mánaðarmótjan.-feb.sl. Eftirerað lesa það saman við hreppsbækur og aðrar heimildir eins er eftir að skrá næstliðinn tíma. Ætla má að sú vinna sem eftir er taki minnst einn til einn og hálfan mánuð og er háð að nokkru aðgengi að gögnum. Verklok voru áætluð í apríl næst komandi en ólfklegt er að það náist. Verkefnið fékk skyrkloforð frá Menningaráði Norðurlands vestra að upphæð 500.000, helmingur fjámæðarinnar var greiddur við upphaf verksins og hinn þegar því er lokið. Þessi styrkur skiptir Bændasjóðinn afar miklu og gerir raunar skráningu ábúendatalsins mögulega, ásamt því að Guðmundur Sigurður fékkst til þess að taka það að sér ogvfkja öðrum verkefnum til hliðar á meðan. Bændasjóðurinn hefur undan farin ár styrkt útgáfu sagnfræðiritsins Stykils, sem Ingi Heiðmar Jónsson sagnfræðingur og kennari Svartárdalur. hefur gefið út. Bændasjóður Bólstaðarhlíðarhrepps hefur vissulega næg verkefni á næstu árum. Sem dæmi má nefna varðveislu á stóm og merkilegu myndasafni sem sjóðurinn á, skráningu á æviþáttum, og mörg fleiri áhugaverð viðfangsefni. Í2f ll nrienningarráð m M I Norðurlands vestra Maöur styöur af einhverjum ástæöum Luton Town Nafn: Sveinn Brynjar Pálmason.. Heimili: Skógargata 2.. Starf: Deildarstjóri raftækja- deildar Skagfirðingabúðar, slökkviliðs- og sjúkraflutninga- maður Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Manchester United...af því að þeir eru bestir! Hefur verið uppáhaldsliðið mitt frá bams aldri og höfðu frændur mínir, ungirsem aldnirá Frostastóðum, gn'ðarleg áhrif á val mitt hvaða liði skildi halda með í enska... vel valið! Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Oft! Við karl faðir minn og yngri bróðir minn sem hafa nákvæmlega ekkert vit á fótbolta og svo vinnufélaga. Margar rimmur verið teknar og nánast á hverjum degi meðan deildin er í gangi. Það er endalaust hægt að skjóta á menn þegar þeirra liðum gengur illa! Það eru svo margir skrítnir, halda meðTottenham, Liverpool, Arsenal eða einhverju þaðan af verra. Svo lenti ég ískemmtilegu rifrildi við fjörgamlan tjalla þegar ég var á Goodison Park. Hann var að selja mat, ég svangur og var á vellinum með Man Utd húfuna mína enda á leik með þeim daginn áður. Hann var ekki sáttur við þetta Everton maðurinn og neitaði að selja mér mat en sannfærðist svo og seldi mér þá alverstu böku sem ég hef nokkum tíman smakkað! Hvereruppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Það eru og voru auðvitað fullt af hetjum í þessu liði. En hrokkinhærði hnokkinn frá Wales, Ryan Giggs er ofarlega á listanum! Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Já farið á nokkra, eina 4 leiki. 2 sigra, 1 jafntefli og ltap! Og svo farið á leik með STÓRA liðinu í Liverpool-borg....Everton! Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, það er eitthvað til, leikskrár frá leikjunum, treyjur, húfur og eitthvað smádót. Hvemig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Það gengur bara vel, stelpumar með þetta alveg á hreinu þó að afi þeirra sé alltaf að atast í þeim um að Liver.... séu bestir en þær eru skynsamarogsjá ígegnum þetta og vita vel hvað er rétt í þessu! Hefur þú einhvemtímann skipt um uppáhalds félag? Nei, svoleiðis gerir maður ekki! Hins vegar á maður sér annað félag sem maður styður sem er af einhverjum óútskýranlegum ástæðum LutonTown! Uppáhalds málsháttur? Margt smáttgerirfullt af litlu! tfðfc

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.