Feykir


Feykir - 19.03.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 19.03.2009, Blaðsíða 11
n/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Hilmar og Sigurlaug kokka Lambalærisneiðar í tómatsoöi Þessa vikuna eru það Hilmar Fnmannsson vélsmíðameistari hjá Vélsmiðju Alla á Blönduósi og Sigurlaug Markúsdóttir heilbrigðisritari á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi sem töfra fram dýrindis uppskriftir handa lesendum Feykis. Þau Hilmar og Sigurlaug skora á Sigurjón Guðmundsson og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur að koma með næsta skammt. AÐALRÉTTUR Lambalœrisneiðar í tómatsoði 4 stk. lambalœrisneiðar (ca4x200gr). 1 stk. gulrót 2stk. selleristönglar stórir 2 stk lárviðarlauf Aðferð: Skera gulrót og sellerí í stóra bita. Setja lærisneiðar í pott og láta kalt vatn renna eins og 2 cm yfir kjötið. Láta gulrót, sellerí og lárviðarlauf út í og sjóða við vægan hita í 1 Vi klst. Tómatsoð: 4 stk. skalottlaukar 2 stk. gulrœtur 'A dl. ólífuolía 2 stk. stórir rósmarínkvistir 1 'A dl. rauðvín 1 dós maukaðir tómatar (500gr.) 4 stk. plómutómatar 20 gr. sykur 3 tsk. blandaðar ferskar kryddjurtir Salt og svarturpipar úr kvörn. Aðferð: Afhýðið og skerið skalottlauka í grófa bita, flysjið gulrætur og skerið gróft. Hitið olíuna í potti og mýkið gulrætur, skalottlauk og rósmarín. Hellið rauðvíni yfir og sjóðið niður um helming. Bætið tómötum úr dós saman við ásamt sykri og sjóðið í 20 mín. Sjóðið vatn í potti. Skerið burt holuna eftir stilkinn á tómötunum og ristið kross á hinn endann. Setjið tómatana í sjóðandi vatnið í um 10 sek og síðan strax í kalt vatn með ísmolum. Afhýðið tómatana og skerið hvern tómat í 4 báta, fjarlægið kjarna og skerið bátana í tvennt. Saxið kryddjurtimar . Takið kjötið upp úr soðinu og setjið í heitt tómatsoðið. Bætið 3 dl. af kjötsoði, plómutómötum og kryddjurtum út í. Smakkið til með salti og svörtum pipar úr kvörn. FORRETTUR Humarsúpa 50 gr. smjör 1 stk. laukurstór, smáttskorinn 2 stk. gulrœtur stórar smáttskornar 5 dl. vatn 5 dl. hvítvín 1-2 hvítl. rifpressuð (má sleppa) 2 dl. kjúklingasoð 1 msk. tómatpúrra 2 dl. rjómi Salt eftirþörfum Slatti afhumar Aðferð: Hreinsið humarinn úr skelinni og brjótið hana í sundur (gott að nota buffhamar). Bræðið smjörið í potti yfir meðalhita og bætið út í: gulrótum, lauk, hvítlauk og humarskelinni. Látið krauma í 10 mín, hrærið af og til. Bætið svo vatni, víni og hvítíauk saman við, látið suðuna koma upp. Lækkið þá hitann og sjóðið við vægan hita í 30 mín. Látið mesta hitann rjúka úr soðinu. Hellið soðinu í hreinan pott í gegnum sigti , lagt að innan með grisju. Hellið því næst kjúklingasoðinu, tómatmaukinu og rjómanum í pottinn saman við og hrærið vel og látið súpuna hitna vel. „Gott er að sjóða humarinn þannig að suðan rétt komi upp og setja hann síðan saman við súpuna", það má gera degi áður. Verði ykkur að góðu! Álftgerðisbræður með styrktartónleika Ekki nógu gróöavænlegt aö selja klósettpappír Alftagerðisbræður og Stefán G/s/a ístuði. Stúlkurnar í 3. flokki kvenna í knattspyrnunni hjá Tindastól stefna á utanför í sumar til að taka þátt í knattspyrnumóti. Til að eiga fyrir kostnaði hafa þær stúlkur staðið fyrir allskyns fjáróflunum í vetur. Nú á sunnudaginn á hins vegar að ráðist í það verkefni að halda tónleika og m.a. koma þar fram Alftagerðisbræður og einnig ætla stúlkurnar að syngja við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Það voru hæg heimatökin hjá stúlkunum að fá þessa frábæru tónlistarmenn til liðs við sig því Rögnvaldur og Pétur Álftagerðisbróðir eiga afa- stelpur í hópnum. Rögnvald- ur hefur verið að æfa stúlk- urnar en þær ætla að syngja lögin Undir regnboganum, sem Ingó veðurguð söng í undankeppni Evróvision í vetur og lagið Lífsgleði, sem Álftagerðisbræður sungu einu sinni. -Þórunn dóttir mín kom og nefndi þetta við mig og svo kom Aðalbjörg Sigfúsar og skipaði mér að gera þetta og ég þorði ekki annað en að hlýða, segir Rögnvaldur kím- inn. -Það er gaman hjálpa örlítið til, segir Pétur og telur það ekki vera nógu gróðavænlegt fyir stelpurnar aðseljaeingönguklósettpappír. -Það þyrfti þá að koma upp salmonella til að græða eitt- hvað á því. Hvort það hafi verið erfitt að fá þá bræður til að taka þátt segir Pétur það ekki hafa verið. -Þeir brugðust vel við enda höfum við gert þetta áður. Óskar bróðir stóð í þessu sama með strákinn sinn á Akureyri. Þá sungum við fyrir hann, segir Pétur og telur að það hafi heldur ekki skemmt fyrir að afastelpan hans heldur með Man. Utd. Tónleikarnir fara fram á sunnudaginn 22. mars í sal Fjölbrautarskólans og hefjast kl. 16.00. ( KNAPAKYNNING ) JOTDEILDIN Líney María Hjálmarsdóttir sju u imiu u @jÆj Líney býr á Tunguhálsi 2 í Lýtingsstaðahreppi hinum foma. Þar starfar hún sem tamningamaður og er einnig lærður reiðkennari frá Hólum. Hún kemur ný inn í KS-deildina og það með glæsibrag því hún stóð efst eftir úrtökuna. Líney ætlar að tefla fram miklum og góðum hestum í vetur og telur að ekkert eigi að valda þeim neinum vandræðum í keppninni. -Þau hrosssem égtefli fram eru Vaðall frá Ibishóli, Þerna frá Miðsitju, Þyturfrá Húsavík ogTenórfrá Tunguhálsi 2. Vaðall varð íslandsmeistari í fimmgangi í opnum flokki árið 2007 en hin eru óreynd nema Tenór sem var gangnahesturinn hans Pabba og stóð sig vel í því, segir Líney. Um helstu kosti hestanna segir hún; -Allt eru þetta frábær hross en ólík, en maður kemur alltaf brosandi inn í hesthús eftir þjálfun á þeim. Keppnin leggst vel í Líneyju, búið að vera gaman það sem af er keppni, gaman að vinna úrtökuna og spurð um það hvort hún vilji koma einhverju á framfæri svara hún, -Já égvil skila miklu þakklæti til Baldurs Sig og Guðrúnar Astrid fyrir að hýsa alltaf hrossin fyrir mig þegar ég er að keppa.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.