Feykir


Feykir - 02.04.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 02.04.2009, Blaðsíða 2
2 Feykír 13/2009 Alþingiskosningar Sparísjóður Skagafjarðar Framsóknarmenn opna | örugga höfn kosnmgaskrifstofu Framsóknarmenn í Norð- vesturkjördæmi opnuðu formlega kosningaskrifstofu sfna á Sauðárkróki sl. mánudag en skrifstofan er sem fyrr í Suðurgötu 3. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson var gestur við Á pálmasunnudag ætlar séra Ólafur Hallgnmsson fráfarandi prestur á Mælifelli að lesa Passíusálma Hallgnms Péturssonar. Lesið verður í Mælifellskirkju og hefst lesturinn kl. 13.30 og mun standa fram yfir kvöldmat að sögn Ólafs. -Það verða gerð smá hlé eftir þriðja hvert vers opnunina og síðan hélt hann opinn stjórnmálafund á Mæifelli síðar þetta sama kvöld. Að sögn Viggós Jónssonar verður skrifstofan flokksins opin frá 12 til 19 alla daga fram að kosningum. og eitt langt um miðjan lestur og þá verður þeim boðið upp á kaffi sem þá verða viðstaddir lesturinn. Þetta er í 8. skiptið sem Ólafur les Passíusálmana í Mælifellskirkju en eitt árið las hann þá í Ríkisútvarpinu. Að sögnÓlafseigaPassíusálmarnir erindi við fólk á öllum tímum, ekkisíðurnúíefnahagshruninu en á sautjándu öld þegar þeir voru samdir Stjórn AFL - sparisjóðs hefur ákveðið að nýta sér heimild í samþykktum sjóðsins til að auka stofnfé sjóðsins um 500 mkr. Ástæða þessa er að treysta eiginfjárgrunn sjóðsins á þeim erfiðu tfmum sem nú herja á íslenskt efnahagslíf. í ljósi þessa hefur stjórn sjóðsins einnig tekið ákvörðun um verulegt varúðarframlag í almennan afskriftarreikning útlána. Þá hefur sjóðurinn mögu- leika á að styrkja eiginfjár- stöðuna enn frekar með því að óska eftir 20% eiginfjárfram- lagi frá hinu opinbera. Nú þegar hafa stærstu stofnfjáreigendur tryggt sölu á allri stofníjáraukningunni eða 500 mkr. og hafa þegar greitt inn aukið stofnfé. Aðrir stofn- fjáreigendur geta nýtt heimild Kvikmyndafélagið Pegasus hefur verið á Sauðárkróki sfðustu daga við æfingar og undirbúning vegna kvikmyndarinnar Roklands, sem byggir á samnefndri skáldsögu Hallgnms Helgasonar. Leikfélag Sauðárkróks hefúr verið framleiðendum myndarinnar innan handar og lagt til leikara í ýmis aukahlutverk. Það var éljagangur og norðangarri sem mætti leikurum og kvikmyndafólki á Nöfúm ofan við Krókinn um hádegisbil á mánudag þegar fram fóru æfingar vegna jarðarfarar móður aðalsögu- sína til að auka stofníjáreign sína í sama hlutfalli. Ljóst er að mikilvægi sjóðsins er mjög mikið bæði á Siglufirði og Skagafirði. Með þessari aðgerð er verið að treysta verulega rekstur, samkeppnis- stöðu og tryggja sjálfstæði elstu peningastofnunar lands- ins til framtíðar. -Þetta er í raun viðurkenn- ing á tilvörurétti Afls Spari- sjóðs og sýnir fram á það að hann fái í framtíðinni að starfa sem sjálfstæður sparisjóður og verði ekki sameinaður öðrum peningastofnunum, segir KristjánSnorrason,sparisjóðs- stjóri. -Þetta er jafnframt viðurkenning á því starfi sem hefur farið fram í þeim spari- sjóðum sem að Afl Sparisjóð- ur á í. Það eru Sparisjóður Skagafjarðar og Sparisjóður Siglufjarðar. persónunnar Bödda, sem Ólafur Darri leikur. Leikfélag Sauðárkróks, sem heldur upp á 120 ára afmæli sitt í ár, útvegaði til jarðarfararinnar allnokkurn fjölda eldri leikara. Nokkrir þeirra leikara sem þar voru eiga að baki áratuga leikferil með LS, en hafa lítið leikið síðustu misserin. Þeir stíga nú aftur á svið eff ir alllangt hlé, en auk þess að leika í Roklandi munu nokkur þeirra leika í afmælisleikriti LS frá okkar fyrstu kynnum -120 ár í sögu leikfélags. Það er Jón Ormar Ormsson sem leikstýrir leikritinu, sem verður frumýnt á Sæluviku 26. apríl nk. Austur Hún.________ Þroska- þjálfi óskast Á fúndi í stjóm Félags- og skólaþjónustu í A-Hún. á dögunum kom fram að þrátt fyrir ítrekaðar augkýsingar sl. 3 mánuði hafi ekki tekist að ráða þroskaþjálfa til starfa. Einn umsækjandi hafði verið áhugsamur en dregið umsókn sína til baka. Á fundinum kom ffam að bæði Capacent og félagsmálastjóri hafa leitað að starfsmanni og reglubundnar auglýsingar hafa birst sl. 3 mánuði. Ákveðið var að gera enn frekari tilraunir til að auglýsa starfið og endurmeta málið að afloknum umsóknarfresti ef ekki verða viðbrögð. Músíktilraunir2009 Bróðir Svartúlfs komstí úrslit Nú í byrjun vikunnar tóku skagfirsku hljómsveitirnar Bróðir Svartúlfs og Frank-Furth þátt í Músíktilraunum 2009 en þessar gamalkunnu tilraunir fóm að þessu sinni fram í íslensku Óperunni. Tíu hljómsveitir stigu á stokk og samkvæmt lögum og reglum komust tvær áfram og var önnur þeirra Bróðir Svartúlfs. Frank Furth hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndar né áhorfenda þó þar sé góð hljómsveit á ferðinni. Bróðir Svartúlfs skipa Króksararnir Sigfús Bene- diktsson, Helgi Sæmundur, Arnar Freyr Frostason og Jón Atli Magnússon og fimmti meðlimurinn er Andri Þorvaldsson frá Blönduósi. Hljómsveitin hefur starfað frá því rétt fyrir bankahrunið mikla og eins og þeir orðuðu það, risu upp úr öskunni. Músíkina sem þeir spila skilgreina þeir sem Nýlirískan kveðskap. Leiðari Þriðji ísbjörninn og 1. apríl Við hér á Feyki höfðum undirbúið 1. apríl í 9 mánuði eða allt síðan þriðji ísbjöminn hvarfá dularfullan hátt. Ekki eina mínútu dettur mér í hug að rengja þær heiðurskonur sem ísbjöminn sáu og trúiþví statt og stöðugt að hann liggi dauður, grafinn og týndur um ókomna framtíð. Ekki er ég ein um þessa skoðun þvífjölmiðlar úr borginni og ýmsir ættingjar spyrja mig reglulega um tilurð ísbjamarins. Það kom því aldrei neitt annað til greina enfinna dýrið þann 1. apríl. Afog til síðustu mánuði höfum við Palli rætt hrekkinn og fengum við í lið með okkur helstu þátttakendur í ísbjamaævintýrinu mikla, mínus þó fyrrverandi umhverfisráðherra. Hrekkurinn fórsíðan í loftið eftir miðnættiþann 1. apríl. Ekki veit ég með vissu hversu margir trúðu fréttinni né hversu lengifólk trúði henni. Það eina sem ég veit er að hún skemmti mönnum og við Palli og allir sem að hrekknum komu skemmtu sér konunglega við myndatökur og tilbúning á fréttum sem gabbinu fylgdi. Vil ég koma á framfæriþakklæti til þeirra sem þátt tóku. Einnig þökkum við öðlingnum vini okkar honum Bjama Har sem juslega vann veðmál við Jóhannes í Bónus og seldi páskaegg á 550 krónur. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandí vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Utgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is © 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is © 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 4557171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Passíusálmalestur í Mælifellskirkju_ Ólafur les í Sálmana í 9. skipti Sauðárkrókur Upptökur á Rokland hafnar á Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.