Feykir


Feykir - 02.04.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 02.04.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 13/2009 AOSENT EFNI Ólína Þorvarðardóttir skrifar Úr hlekkjum hugarfars Mannréttindafrömuðurinn Nelson Mandela hefur talað um gildi þess að horfa ekki á hindranirnar sem hefta för, heldur hugsa sig út fyrir þær. Sjálfur eyddi hann megni ævi sinnar á bak við rimla, en sigraðist á frelsissviptingunni að lokum. Mér varð hugsað til orða Mandela þegar ég nýlega var á ferð um Skagafjörð og Húnavatnssýslur í því skyni að kynna mér mannlíf og atvinnuhætti og forvitnast um það sem heitast brennur á mönnum í hverjum stað. Ég heimsótti vinnustaði og skoðaði mig um, ræddi við fólk og varð margs vísari. Það kom mér þægilega á óvart og fyllti mig vongleði að finna víða bjartsýni og framkvæmdahug. Já, mitt í öllu krepputalinu sem dynur á okkur dag eftir dag varð ég þess vör að Skagfirðingar til dæmis líta vondjarfir fram á veg. Þeir eru ekki að hugsa í hindrunum, heldur lausnum. Ljóst er að Skagfirðingar njóta góðs af öflugum atvinnufyrirtækum. Eftirtekt- arvert er að sjá hvernig Kaupfélag Skagfirðinga nýtir afl sitt til þess að styðja við nýsköpun og byggja upp atvinnulífið á staðnum, fiskvinnslu, vélaverkstæði, verslun og fleira. Sannkallaður máttarstólpi í héraði. Það var áhugavert að koma í Verið - nýsköpunar- og frumkvöðlasetrið - þar sem eru stundaðar rannsóknir í líft ækni, fiskeldi og sjávarlíffræði á vegum Háskólans á Hólum og Matís. Þarna er hugur í mönnum og þeir eru að tala um stækkun húsnæðisins. í fjölbrautaskólann var líka verið að tala um stækkun húsnæðis þar sem verknámið er að sprengja allt utan af sér. Það var gaman að heimsækja verknemana og fylgjast með þeim við iðju sína. Þá var ekki síður ffóðlegt að koma inn í fýrirtækið íslenskt sjávarleður, þar sem verið er að framleiða og þróa vörur úr fiskroði og lambskinni og gengur vel. Já, það var hressandi að sjá hafnarframkvæmdir í fullum gangi á Sauðárkróki. Ræða við bændur um hrossarækt og ferðaþjónustu sem eru þar vaxandi atvinnugreinar. Vafalaust á Háskólanum á Hólum sinn þátt í því með ferðamáladeild og hestafræðideild auk fiskeldis- og fiskalíffræðideildar. Þar var skemmtilegt að koma og sjá gróskuna í skólastarfinu - vel hirt hross í hundraða tali og nemendur einbeitta við nám og störf. Ég notaði tækifærið og heimsótti líka Hvammstanga, Blönduós og Skagaströnd. Á Skagaströnd eru ýmsir sprotar eru að vaxa. Fróðlegt var að kynna sér Sjávarlíftæknisetrið BioPol, og fyrirtækið Sero þar sem unnið er með fiskprótein. Þar er líka Nes-fistamiðstöð sem er alþjóðleg listamiðstöð þar sem listamönnum er gefinn kostur á vinnuaðstöðu og húsnæði um tíma. Þegar ég leit þar inn voru fjórir listamenn að störfum, þrír erlendir og einn íslenskur. Þessi heimsókn mín var afar lærdómsrík og ánægjuleg - ekki síst þar sem ég skynjaði að íbúar á þessum slóðum sitja ekki í hlekkjum hugarfarsins, þótt illa ári í samfélaginu. Þvert á móti hugsa þeir út fyrir rimlana - og í því gæti framtíðarvon þessa þessa landsvæðis einmitt verið fólgin. Ólína Þorvarðardóttir -skipar2. sætiálista Samfylkingarinnar í NV- kjördœmi. Blönduós____________ Verkefnum fjölgar hjá Krák ehf. Eftir frekar rólegan vetur er heldur að glæðast yfir verkefnastöðu hjá byggingafyrirtækinu Krák ehf. á Blönduósi, að sögn forsvarsmanna þess. Framundan er bygging á tveimur fbúðarhúsum, öðru í Skagafirði og hinu á Blönduósi ásamt smíði á nokkrum sumarhúsum hér á svæðinu og einu í Borgarfirði. Segja má að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar varðandi endur- greiðslu á virðisaukaskatti af vinnu við íbúðarhús og sumarhús hafi átt sinn þátt í því að ráðist var í þessar framkvæmdir, en þess má geta að endurgreiðslan gildir einnig um viðhald á eldri húsum og frístundarhúsum sé verkið unnið af viðurkenndum aðilum. Þá er einnig að fara í gang frágangur í og við sumarhús Blöndu ehf. í Brautarhvammi þar sem mikið er búið að bóka fyrir sumarið og nokkur hús komin í fasta leigu hjá stéttarfélögum. Einnig á að fara hefja framkvæmdir við gerð nýs göngustígs í Brautarhvammi sem tengir saman göngustíga sem fyrir eru í Hrútey og svo göngustíginn úr Fagrahvammi og niður að ósi Blöndu, en Blanda ehf. í samstarfi við Blönduósbæ fékk nýverið styrk frá Ferðamálaráði til þess að ráðast í þessa framkvæmd. Einnig eru framundan nokkur smærri verkefni við viðhald fasteigna og fleira svæðinu. Þá er verið að hefjast handa við uppsetningu á vélum fyrir timburvinnslu í húsnæði Kráks ehf. að Aðalgötu 9 á Blönduósi þar sem fyrirhugað er að tveir til þrír menn verði að störfum. í verslun Kráks ehf. að Húnabraut 4 á Blönduósi hefur í viðbót við fjölbreytt vöruúrval verið sett inn verslun frá Office 1, sem er ritfangaverslun með alls kyns vörur fyrir fyrirtæki, stofnanir, heimili og skóla með sama verð og í verslunum Office 1 á höfuðborgarsvæðinu Heimild. Húnahornið. 1. apríl frétt á Feykir.is__ Gröf þriðja ísbjam- arins fundin Blaðamenn fengu ekki að fara alla leið en eins og sjá má eru menn greinilega að grafa eitthvað upp Rétt fyrir kvöldmat fann Viggó Jónsson, staðarhaldari Skfðasvæðis Tindastóls gröf á leiðinni upp á skíðasvæði. Við nánari skoðun kom í Ijós að þarna hafði verið heygður ísbjörn. Er þarna að öllum Ifkindum um að ræða hinn margumtalað þriðja ísbjörn sem sást við Bjarnavötn í júní á sfðasta ári. -Ég var að koma ofan af skíðasvæði þegar ég rak augun í tófu sem var að krafsa í einhvern haug rétt fyrir neðan gil sem er þarna ekki langt frá veginum. Það hefúr verið óvenju mikið um tófúspor í vetur og þvi gaf ég þessu frekari gaum og var snöggur út þegar ég sá hana vera að krafsa f eitthvað svona stutt frá mér. Tófan gaf mér hins vegar ekki mikinn gaum og hélt uppteknum hætti. Það var ekki fyrr en ég var rétt ókominn að tófunni að hún gaf sig og hljóp í burtu. Þegar ég fór að skoða nánar hvað það var sem hún var að grafa gat ég ekki betur séð en þar mætti mér bjarnahrammur, segir Viggó. -Mig grunaði strax hvað þarna væri um að ræða og hringdi í Stefán Vagn sem kom hingað með lögreglumenn, Þorstein Sæmundsson frá Náttúrustofu Norðurlands vestra og noklcrum björgunarsveitar- mönnum. Þeir eru þessa stundina að vinna í því að grafa björninn upp en gröfturinn gengur hægt því jörðin er gaddfreðinn, bætir Viggó við. Aðspurður segist Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögreglu- þjónn, ekki vOja gefa neitt uppi. -Lögreglan mun ekki gefa yfirlýsingu um málið á þessari stundu, sagði Stefán Vagn. Ekki var blaðamönnum hleypt að gröf bjarnarins en eins og sjá má á myndunum fer ekki á milli mála hvað það er sem mennirnir eru að grafa upp. -Þegar maður hefúr einu sinni séð ísbjarnahramm þá þekkir maður hann aftur hvar og hvenær sem er, segir Viggó. Viggó bendir mönnum á staðinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.