Feykir


Feykir - 07.04.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 07.04.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 14/2009 OPNUVIÐTAL Feykis Leikfélag Sauöárkróks minnist 120 ára afmæiis Kveð mitt gamla leikhús, segirjón Ormar Ormsson Jón Ormar við skriftir Á síöasta ári voru lióin 120 ár frá því að Leikfélag Sauðárkróks var stofnað en það var þann 13. apríl árió 1888. Starfsemi lagóist niöur um tíma en hin ýmsu félagasamtök settu upp sýningar, flestar í tengslum við Sæluviku. Leikfélagið var svo endurvakið aftur 1941 og eins og stendur í lögum félagsins er tilgangur félagsins gagn og skemmtun. Jón Ormar Ormsson var fenginn til að setja saman leikverk í tilefni tímamótanna og hann segist njóta stuðnings og frábærra hæfileika Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar til að koma þessu á koppinn og þegar allt er tínt til þá á Ægir ekki minni hlut en hann sjálfur. -í íyrra vor hafði Leikfélag Sauðárkróks samband við mig upp á að minnast þess að á liðnu ári voru 120 ár liðin frá því að leikfélag var stofnað hér á Sauðárkróki. Ég var svolítið hugsandi yfir þessu en ég fékk þarna óvænt tækifæri á að kveðja mitt gamla leikhús, Bifröst. Ég bjó til uppkast að vinnuhandriti að þessu sem síðan hefúr breyst æði mikið vegna þess að hópurinn varð stærri en við reiknuðum með í upphafi, segir Jón. -Aðdragandi að stofnun leikfélags árið 1888 átti sér tölverðan aðdragenda, heldur Jón áfram. -Hér var fyrst leiksýning í febrúar 1876 og leikfélag var svo stofnað 13. apríl 1888. Það sem er merkilegt í fortíðinni er sá mildi arfur varðandi leikhús sem Skag- firðingar eiga og væri langt mál ef við færum út í það allt saman. Þegar að leikfélagið gamla lagði upp laupana árið 1907 telur Jón að burðarvirki leikstarfsemi hafi færst yfir á ungmennafélagið og kvenfélagið og reyndar aðra félagastarfsemi hér í bænum. -Það sem að háði alltaf leikstarfsemi hér á Sauðárkrók og ekki síst í dag er húsnæði. Stúkan átti Góðtemplarahúsið og gamla Gúttó við Skógargötuna er einstakt af menningarsögu á margan hátt. Þetta er bernsku- leikhús Helga Hálfdánarsonar þess merka manns. Þarna gekk Alda Möller fyrst á sviði en hún varð seinna ein af aðalleikkonum Leikfélags Reykjavíkur. Haraldur Björnsson frá Veðramóti einn fyrsti Islendinga til þess að leggja fyrir sig leiklistarnám hefur í ævisögu sinni, Sá svarti senuþjófur, gefið ógleymanlega lýsingu á sýningu á Skugga Sveini skömmu eftir aldarmótin 1900. Þarna söng Bændakórinn og svona mætti lengi telja upp endalaust. En svo var ráðist í að byggja fyrstu útgáfuna af Bifröst 1925- 26 og þá telur Jón að noklcur þáttaskil hafi orðið því þá varð þessi leikstarfsemi ekld eins háð Stúkunni um húsnæði. -Það er tU marlcs um áræði á Eyþór Stefánsson. þeim tíma að á íjórða áratugnum settu ungmennafélagið og karlakórinn upp söngleildnn Alt Heidelberg sem hefur verir gífurlegt átak. En við skulum koma að þvi seinna. Það sem að gerðist í Bifröst var að fyrst var ekki fast leiksvið. Hér var mikil fátækt og menn þurffu að horfa í hvern eyri og þegar Bifröst var fyrst byggð þá var ekld föst sena í suðurendanum þar sem við göngum inn í salinn núna heldur voru settir plankar á búkka, og það gekk ekki, og aðstaða fyrir leUcara var nánast engin. En 1941 var LeUcfélag Sauðárkróks endurvakið ef svo má að orði lcveða. Fyrsta sýning þess var á Sæluviku 1942. Ég held að það hafi ekki alveg gengið hljóðalaust fyrir sig því mér skUst að menn hafi verið trúir sínum félögum, ungmennafélagi, kvenfélagi, verkalýðsfélögunum og öðrum er stóðu að leilcsýningum í Sæluviku samhliða öðrum til fjáröflunar. Sæluvikan var einn aðal íjáröflunartími félaga. En það náðist. Eyþór Stefánsson og Leik- félagið hefur verið órjúfanlegur þáttur í samfélaginu á Króknum og hugur Jóns Ormars leitar til þeirra hjóna sem bjuggu í húsinu Fögruhlíð að Brekkugötu 1 en þar býr Jón núna og eflaust finnur fyrir nærveru lista- mannsins við sínar skriftir. -Eyþór var mjög merkilegur einstaldingur. Það er erfitt að lýsa honum í stuttu máli. Árið 1928 fór Eyþór til Reykjavíkur og fór í tónlistarnám hjá Páli ísólfssyni og Emil Thoroddsen. Þá tókst milcil vinátta sem hélst meðan lífið entist þeim. Þarna kemur við sögu skemmtilegt atvik, að i Leikfélagi Reykjavíkur á þeim tíma voru afkomendur Indriða Einarssonar sem fæddur er í Krossanesi og mjög ráðandi í LR, dætur hans og tengdasynir. Eyþór lék eitt hlutverk með LR og þarna sagðist Eyþór hafa lært ansi mildð enda var hann næmur og fljótur að tileinka sér hluti. Það sem olli hins vegar straum- hvörfum er það að 1934 býður Björn Kristjánsson sonur Kristjáns Gíslasonar kaupmanns hér á Krók, Eyþóri vini sínum að dvelja vetrartíma 1 Hamborg. Eyþór fer þangað út og hér á safni er dagbók frá þessari dvöl Eyþórs í Þýskalandi þar sem öllum tónleilcum, óperum og leiksýningum sem hann sér er lýst og hann hefur teiknað upp leikmyndirnar sem hann sá, þegar hann kom heim að kveldi. Það er í kjölfarið á þessu sem ráðist er í Alt Heiderberg eins og áður var greint frá. En aftur að nútímanum. Þegar að kom að því að setja saman verk um þetta afmæli þá blasti það nú ekki alveg við hvernig það myndi spilast úr þvi, segir Jón. -Ég fór þá leið að hafa kór sem segir söguna að miklu leyti og við rifjum hana upp i gegnum verkefni sem að voru vinsæl, eru íslensk og eru strengur í þjóðarsálinni. Mörg þeirra verka hafa jafnvel ekki verið sýnd hér í jafnvel yfir 40 ár. Við getum stiklað á þeim. Það eru atriði úr: Skugga Sveini, Manni og konu, Pilti og stúlku, Gullna hliðinu og siðast úr íslandsklukkunni auk annarra söngva sem bæði tilheyra þessum verkum og öðrum tengdum verkum. Ég hafði aldrei reiknað með fleirum en 10-12 manna hópi sem þetta allt lenti á en það kom brátt í ljós að fleiri vildu vera með og hópurinn telur um 20. Jóni líst vel á hópinn sem kemur að uppsetningu verksins og segist ætla að vera svolítið væminn þegar hann segir, -Mér finnst þetta mjög fallegur hópur og hann er jákvæður og kraftmikill, þau hafa metnað og vilja gera þetta vel. Það sem mér finnst fallegt við þessa sýningu er það að þrír eldri leikarar ljáðu þess máls að vera með í þessari sýningu. Nú eru liðin 10, 12 og jafnvel fleiri ár frá því að þau hafa staðið á sviði og það þarf kjark þegar fólk er komið á efri ár að ráðast í slíkt affur en þau Bragi , Steini og Elsa veltu því ekkert fyrir sér, þau voru fus til að ganga til leiks með sínu gamla félagi aftur. Steini vinur minn lék fyrst 1951, púka í Skugga Sveini og nú er fólk að stíga á fjalir í fyrsta skiptið 2009 og þarna á milli eru 58 ár og mér finnst þetta dáldið sérstakt. í þessu unga fólki sem þarna er að stíga fyrst á fjalir hef ég séð að Krókurinn á mikið af bráðefnilegu hæfileikaríku fólki til að feta fjalir. En að verkinu. Það skiptist í tvennt og fýrri hlutinn heitir Góðum vinum fagnað, þar sem við rifjum þetta upp. Seinni hlutinn heitir hins vegar því sérstaka nafni Þokkaleg þvæla og hann er meiri spuni en við tökum lög úr vinsælum leikjum t.d. Þrek og tár, Saumastofunni o.fl. og setjum þau á svið og leikum okkur talsvert, segir Jón og ekki er laust við það að maður skynji spenning hjá höfundi um hvernig til takist á Sæluviku.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.