Feykir


Feykir - 07.04.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 07.04.2009, Blaðsíða 7
14/2009 Feykir 7 Alþjóðlegi menntaskólinn, RCNUWC, Noregi Króksari í alþjóólegum Menntaskóla Á hverju ári er einum íslenskum nemanda úthlutað skólastyrk til að stunda nám við alþjóðlegan menntaskóla, Red Cross Nordic United World College (RCNUWC) í Noregi. Gert er ráð fyrir að umsækjendur hafi lokið einu til tveimur árum í framhaldsskóla áður en sótt er um. Skólinn er hluti af United World College hreyfingunni sem stofnuð var 1962 og er enn í dag eina menntastofhunin í heiminum sem notar menntun til að sameina ungmenni alls staðar að, án tillits til kynþáttar, menningar og/eða efnahagslegra stöðu þeirra. Markmið skólans er að auka gagnkvæman skilning nemend- anna og ýta undir frið og alþjóðlega víðsýni. Þessi hreyfing, með hjálp margra áhugasamra aðila, starfrækir tólf skóla um allan heim, þar á meðal RCNUWC. Skólinn er rekinn fyrir tilstyrk Norðurlandanna, Rauða krossins og fleiri aðila. Um 200 nemendur frá 85 þjóðlöndum, sem valdir eru af valnefndum í hverju landi, stunda nám við skólann á hverju ári.lRNCUWCermegináherslan lögð á gildi Norðurlandanna, mannúð og náttúruvernd. Margt fleira áhugavert um skólann er að finna á heimasíðu hans: http://www.rcnuwc.no/. Skólinn er staðsettur á vestur- strönd Noregs, þrjá kílómetra ffá næsta þorpi, Flekke, tólf kílómetra ffá næsta kaupstað, Dale og 160 km norður af Bergen. Skólinn er staðsettur í afar fallegu umhverfi við Flekke fjörðinn sem gengur þvert á heimkynni Ingólfs Arnarsonar, landnámsmanns, hér eru því sannkallaðar íslendingaslóðir. Einangrun staðarins gerir það að verkum að mikil samkennd skapast á meðal nemendanna. Nemendurnir búa í svokölluðu „Student Village", sem samanstendur af fimm húsum, hvert með átta herbergi. Fimm nemendur af sama kyni, alls staðar að, búa í hverju herbergi sem reynir mjög á samskiptahæfni og tillitssemi nemendanna. Það er ekki aðeins nánd nemendanna sem skapar sérstök sambönd, heldur hefur nálægð við kennarana sitt að segja. Nemendur umgangast kennaranna í skólastofunni, borða með þeim í mötuneytinu, stunda ýmsar tómstundir með þeim og fá hjálp frá þeim með heimanámið. Þessi samskipti skapa óhjákvæmilega meiri nánd á milli kennara og nemenda en í hefðbundnum skólum, svo dæmi sé tekið. í Haugland, þar sem skólinn er staðsettur, er endurhæf- ingarstöðin Haugland Centre, en það er eina stofhunin á staðnum auk skólans. Stofnunin gerir það að verkum að nemendur hafa aðgang að tveimur sundlaugum, líkams- ræktarstöð og leikfimisal. Þar að auki býður skólinn uppá ýmsa aðra aðstöðu s.s. bátahús, tölvu- ver og tónlistarherbergi, með öllu tilheyrandi. Námið við skólann tekur tvö ár og er byggt á International Baccalaureate (IB) gráðunni og fer því allt fram á ensku, sem og öll önnur samskipti við skólann. Námið er mjög krefjandi og drifið í gegn á miklum hraða. Námið byggir á sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum sem miða að góðum undir- búningi fyrir háskólanám eða vinnu. Skólinn hefur mjög gott orð- spor um allan heim sem opnar endalausa möguleika á framtíðar námi og vinnu. Fulltrúar háskóla frá Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi koma sérstaklega til RCNUWC til að taka viðtöl við nemendur og bjóða þeim skólavist, oftast á fullum skóla- styrk. Sem dæmi slíka skóla má nefna Harvard, MIT, Princeton, Oxford og Cambridge. Þótt námið sé krefjandi í RCNUWC er mikil áhersla lögð á félagslíf og fjölmenningu auk málefna líðandi stundar. Boðið er upp á margs konar afþreyingu við skólann sem sum hver tengist samvinnu, hreyfingu, mann- úðarmálum, sköpun og nátt- úruvernd. Sem dæmi um þau 60 viðfangsefni sem eru í boði má nefna skyndihjálp, hjólastóla- körfubolta með hreyfihöml- uðum.sundkennsluogsundnám, tónlist og útivist. Ýmis góð- gerðarsamtök hafa einnig verið stofnuð innan skólans eins og DROP (Do Remember Other People) sem safnar peningum fyrir grunnskóla sem rekinn er í Eþíópíu og SAFUGE (Save the Future Generations) sem hefur meðal annars kostað uppbygg- ingu skóla á Madagaskar. Auk ofangreinds er reglulega boðið upp á margvíslega kynningu á menningu ólíkra þjóða þar sem nemendur og heimamenn njóta ótrúlegra fjölbreyttra hæfileika nemenda RCNUWC. í skólanum eru reknar vikulegar skólabúðir fyrir norska grunnskólanemendur þar sem nemendur RCNUWC leiða hópa í mismunandi afþreyingu allt frá kajaksiglingumtiltrommusláttar. Til viðbótar eru svokölluð PBL vika (Project Based Learning) haldin tvisvar á ári, en það er nokkurs konar þemavika. Á síðasta ári var til dæmis boðið uppá klettaklifur, brimbretti, heimsókn í skóla fyrir blinda í Póllandi og kynningu á skólanum í Finnlandi. Aðrir viðburðir lífga upp á tilveruna í RCNUWC og gefa dvölinni mikið gildi. Einn þessara viðburða nefnist World Today eða Heimurinn í dag. Á hverju föstudagskvöldi setjast nemendur niður og ræða ákveðið málefni, annað hvort kynnt af nemendum eða gestafyrirlesurum. Þessar umræður gefa nemendum glögga innsýn í hugsanagang samnemenda sinna og leiða vel í ljós menningarlegan mismunun, einkanlega þegar umdeilanleg málefni eru rædd. Eitt slíkra málefna eru deilurnar á milli ísraels og Palestínu. Það er ólýsanleg tilfinningin að sjá samnemendur sína frá báðum deiluaðilum standa saman og lýsa skoðunum sínum á málefninu. Vinátta og kynni við nemendur frá ólíkum og oft stríðshrjáðum heimshlutum auka einnig líkurnar á þátttöku í friðar- og hjálparstörfum. Hugsanaháttur flestra nemenda RNCUWC breytist stórlega á meðan dvöl þeirra stendur og skilningur þeirra á stöðu annarra vex. Þessi reynsla er einmitt hvatinn að þátttöku margra nemendai sjálfboðastarfi sem teygir sig út um allan heim. íslenski fýrsta árs neminn, Ingunn Kristjánsdóttir, eyddi til dæmis jólafríinu sínu þetta árið við sjálfboðastörf í Eþíópíu ásamt tveimur öðrum nemend- um frá skólanum. Þó svo að margir nemendur taki ekki þátt í slíkum sjálfboðastörfum eru ótrúlega margt annað í fari UWC nemenda sem vonandi hefur jákvæð áhrif á fólkið í kringum þá. Það er líka mikilvægt að gleyma því ekki hvað margir nemendur hafa öðlast nýtt líf með dvöl sinni í UWC skólum. Árið 2007 kom t.d. munaðarlaus strákur af götum Eþiópíu til RCNUWC og skildi systkyni sín eftir heima. í dag hefur hann efni á því að borga fyrir húsaleigu og mat systkina sinna í Eþíópíu og þar að auki hefur hann fengið fullan skólastyrk til náms við bandarískan háskóla á næsta ári. Ingvi Aron Þorkelsson og Ingunn Kristjánsdóttir Áhugasömum er bent á að hafa samband við Emu Ámadóttur, starfsmann í Menntamálaráðuneytinu og fylgjast með heimasíðu ráðuneytisins wm.mm.stjr.is. Einnig er hægt að hafa samband við nemenduma, Ingva Aron Þorkelsson, ingviaron@hotmail. com og Ingunni Kristjánsdóttur, nc08ikh@stud.rcnuwc.no

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.