Feykir


Feykir - 07.04.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 07.04.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 14/2009 Feykir kynnir nú oddvita framboóa þeirra sem hyggjast bjóóa fram framboöslista í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Aó þessu sinni er þaö Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæöisflokki sem situr fyrir svörum. Frambjóóendur í 15 spurningum Ásbjörn Óttarsson sjálfstæðisflokkur Giftur æskuástinni Nafn? -Ásbjörn Óttarsson. Aldur? -46 ára. Staða? -Sjómaður, útgerðarmaður og forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar. Fjölskylda? -Giftur æskuástinni Margéti G. Scheving og eigum við saman þrjá drengi: Friðbjörn f.1984, trúlofaður Soffíu Elínu Egilsdóttur, Gylfa f. 1988 og Óttar f.1996. Áhugamál? -Stjórnmál, útivist og laxveiðar. Af hverju ert þú í stjórnmálum? -Til að takast á við krefjandi verkefni með það markmið að byggja upp samfélagið og láta gott af mér leiða. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar þú gefur pólitíkinni frí? -Þegar stórt er spurt þá er fátt um svör. Hver er þín uppskrift að góðu laugardagskvöldi? -Bjóða heim allri stóríjölskyldunni í góðan mat, eyða kvöldinu saman og helst að taka i spil. Hvað bók er á náttborðinu þínu? -Þrautgóðir á raunastund. Hvaða geisladisk hefur þú í bílnum? -Eagles Hvaða bíómynd er í mestu uppáhaldi hjá þér?- Dalalíf. Átt þú gæludýr?- Nei. Lumar þú ekki á góðri sögu úr baráttunni?- Ég átti samtal við húsfreyju á ónefndum bóndabæ, til þess að hvetja hana til að taka þátt í prófkjörinu og styðja mig í forystusætið. Eftir ca. 5.mín. samtal kvaddi ég hana með þeim orðum að ég væri vanur að moka undan og svoleiðis menn þyrftu á þing. Stuttu seinna hringdi hún tO baka og sagðist æda að taka þátt í prófkjörinu og einnig myndi hún sjá til þess að synir hennar tveir og eiginmaður gerðu slíkt hið sama. Hefur þú alltaf kosið sama flokkinn? -Já! Ef þú værir forsætisráðherra einn dag hvað myndir þú gera? -Eyða honum með börnum á Barnaspítala Hringsins. Skagfirsk/húnvetnska hljómsveitin Bróöir Svartúlfs er sigurvegari Músíktilrauna 2009 Bróðir Svartúlfs á toppnum Kátir sigmeéarar. Arnar Freyr fékk að auki verðlaun fyrir besta islenska texta og Jón Atli fékk verðlaun sem besti bassaleikarinn. Skagfirsk/húnvetnska rokkrapp hljómsveitin Bróðir Svartúlfs kom sá og sigraði í úrslitakeppni Músíktilrauna sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur sl. laugardagskvöld. Þar kepptu þær ellefu hljómsveitir sem komust áfram upp úr undankeppninni en alls tóku 43 hljómsveitir þátt í Músíktilraunum þetta árið. Bróðir Svartúlfs skipa þeir, Sigfús Arnar Benediktsson, sonur Benedikts Agnarssonar, loðdýrabónda á Breiðstöðum og Maríu Angantýsdóttur, sem er látinn. Helgi Sæmundur Guðmundsson, sonur Herdísar Sæmundardóttur, fræðslustjóra og Guðmundar Ragnarssonar, tæknifræðings hjá Vegagerðinni. Arnar Freyr Frostason, sonur Frosta Frostasonar frá Frostastöðum og Sigríðar Ragnarsdóttur, gangavarðar í Árskóla. Andri Þorleifsson, sonur Hönnu Jörgensen, sjúlaaliða á Blönduósi og Þorleifs Ragnarssonar, tryggingaráðgjafa hjá TM. Og að lokum Jón Atli Magnússon, sonur Magnúsar Jónssonar, sveitarstjóra á Skagaströnd og Guðbjargar Viggósdóttur, sem starfar á leikskóla. Gaman er að segja frá því að bróðir Jóns Atla, sem líka er bassaleikari, tók þátt í Músílctilraunum með hljómsveitinni JóJó frá Skagaströnd sem sigraði Músíktilraunir fyrir 21 ári. Hlj ómsveitin varð til í september árið 2008 en nafnið á Arnar Freyr. -Nafnið var þannig til að ég hélt að kunningi minn frá Hvammstanga hefði kallað mig þessu nafni á fylleríi. Síðar kom í ljós að hann hafði kallað mig bróðir sáttfús sem er ekld minna skrítið. En okkur Helga Sæmundi fannst þetta gott nafn og ákváðum að nota þetta á hljómsveitina. Tónlist sinni lýsa strákarnir sem ný lýrískum kveðskap en svona fyrir okkur hin sem ekki erum að fylgja þeim þá erum við að tala um sambland af rokki, rappi, fönld og fallegri melódíu. Þar höfúm við það. En hvaða þýðingu hefúr sigur í keppni sem þessari? -Við vitum það ekld alveg enn þá, segir Andri og Arnar Freyr á orðið; -Tilfinningin var allavega góð, við upplifðum þetta kvöld aftur þessa barnslegu gleði sem við höfðum ekki upplifað í mörg ár. Helgi Sæmundur segir að öllum líkindum muni þetta þýða fleiri verkefni og hugsanlega einhverja innkomu. -Við fáum að fara í stúdíó Sigurrósar manna auk þess sem við munum spila á stóra sviðinu við Arnarhól á 17. júni og á Airwaves svo eitthvað sé nefnt. Vonandi kemur þetta hljómsveitinni okkar rækilega á framfæri. Við erum líklega að fara að spila um næstu helgi á hátíð sem heitir Aldrei komst ég vestur og er haldin í Reykjavík en það verkefni kom í kjölfarið á þessum sigri. Strákarnir vilja að lokum koma á framfæri þakklæti til Sparisjóðs Skagafjarðar sem styrkti þá um bensínpening, Siggu og Gunnsteins í Loðskinni sem hafa leyft þeim að æfa í húsnæði sínu auk þess sem þeir vilja koma á framfæri sérstöku þakldæti til allra þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína til Reykjavíkur um helgina gagngert til þess að sýna þeim stuðning. Hægt er að nálgast tóndæmi í gegnum Feyki.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.