Feykir


Feykir - 16.04.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 16.04.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 15/2009 Blönduós_____ Söngur um sumarmál Sæluvika Skagfirðinga Stefnir í glæsi- lega dagskrá Hin árlega samkoma Söngur um sumarmál verður haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 18. aphl n.k. kl. 20.30. Fram koma eftirtaldir kórar: Karlakórinn Heimir úr Skagafirði, Söngfélagið Sálubót úr S-Þingeyjasýslu auk heimakóranna sem eru Samkórinn Björk og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Að söngskemmtun lokinni verður dansleikur með hljómsveitinni Sixties. Aðgangseyrir á dagskrá er kr. 2000. Það er óðum að koma mynd á Sæluviku Skagfriðinga sem í þetta sinn stendur frá sunnudeginum 26. aphl til sunnudagsins 3. maf. Menningarhúsið f Miðgarði verður loksins opnað og verða þar glæsilegir tónleikar svo sem sönglagaveisla og tónleikar með Heimi. Leikfélag Skagafjarðar frumsýnir afmælisverk sitt, stjörnum prýdd tónlistarhátíð verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudagskvöldið 1. Maí, en þar munu koma fram meðal annarra og syngja stórstjörnur á borð við Matta Greenstone ehf., félag í eigu íslendinga, hollendinga og bandahskra aðila, hafa ritað undir samning við bandahskt stórfyrirtæki um uppbyggingu gagnavera á íslandi. Áður hafði fyrirtækið skrifað undir viljayfirlýsingu við sveitarfélög í Austur Húnavatnssýslu um mögulegt gagnaver sem tengdist Blönduvirkjun. Áform eru uppi um að framkvæmdir geti hafist á þessu ári og að fyrstu gagnaverin verði komið í notkun í janúar 2011. Á stjórnarfundi Vaxtarsamn- ings Norðurlands vestra, fimmtudaginn 2. aphl sl., var fjallað um umsóknir. Alls höfðu borist 27 umsóknir um styrki, samtals að upphæð kr. 54.682.920. Fimm hlutu styrk, fimm umsóknum var frestað og öðrum synjað. Stjórnin ákvað að veita framhaldsstyrk til tveggja verk- efna, annars vegar til BioPol sjávarlíftækniseturs á Skaga- strönd vegna frumathugunar á líffræði og útbreiðslu beitu- kóngs á Húnaflóa, og hins vegar til starfsstöðvar Matís í Verinu á Papa, ínu Valgerði Idolstjörnu, Magna Ásgeirs og síðan minni stjörnur eins og Róbert Óttarssonbakari á Sauðárkróki sem ætlar að syngja. Fyrri hluti kvöldsins verður helgaður tónlist Erlu Gígju Þorvaldsdóttur en sá síðari íslenskur dægurlögum. Eftir skemmtunina verður ball með hljómsveitunum Von og Sálinni hans Jóns míns. Þá verður sýningin Tekið til kostanna á sýnum stað, harmonikkuunnendur munu skemmta með Ragnari Bjarnasyni og margt margt fleira. Nú er um að gera að fara að taka vikuna frá. í tilkynningu frá Greenstone segir að fýrirtækið hafi frá árinu 2007 unnið að því að meta möguleika á því að byggja og reka gagnaver samhliða því að kanna hvort vilji sé fyrir því hjá erlendum stórfyrirtækjum að staðsetja sig hér á landi. „ Aðilar þeir sem standa að baki Greenstone hafa byggt og rekið gagnaver beggja vegna atlantsála, hafa víðtæka þekkingu á þessum markaði og búa yfir getu tO að sinna aðilum sem krefjast mikils öryggis á þessu sviði.” Sauðárkróki, vegna nýtingar ostamysu í heilsutengd mat- væli. Veittur var styrkur til þriggja nýrra verkefna. Umhverfið þitt ses., hlaut styrk til forathugun- ar á tveimur verkefnum - annars vegar lífdísilframleiðslu í Skagafirði og hins vegar framleiðslu undirburðar fýrir hross, úr úrgangshálmi og -pappír. Félag ferðaþjónust- unnar í Skagafirði hlaut styrk vegna verkefnisins Á Sturl- ungaslóð í Skagafirði. Afgreiðslu fimm umsókna var frestað, en öðrum hafnað að þessu sinni. Húnaþing vestra Hákarl ínetið Á Norðanáttinni er sagt frá því að hákarl hafi veiðst f snurvoð ásamt hákarlalóði sem var utarlega í Miðfirði. Norðlendingur ársins Björn Sigurðsson eða Bangsi eins og hann er kallaður, var á bryggjunni að virða fyrir sér fenginn en Bangsi er ffægur fyrir að verka góðan hákarl. Húnaþing vestra Ömefna- skráningí atvinnu- átaki Menningarráð Norðurlands vestra og Vinnumálastofnun hafa styrkt Húnaþing vestra um það sem nemur 1 stöðugildi f 6 mánuði. Verður starfið nýtt til örnefnaskráningar í Húnaþingi vestra. Menningarráð styrkti verkefnið um 500 þúsund en framlag Vinnumálastofnunar er að styrkja verkefhið sem átaksverkefni sem nemi 1 starfi í 6 mánuði.Blönduósi og stefnt að opnun árið 2010. Feykir.is Heim- sóknamet slegið Heimsóknamet var slegið á Feyki.is vikuna 30. mars til 5. aphl en þá viku fékk vefurinn 12.714 heimsóknir. Flettingar voru 42.311 og að meðaltali stoppuðu gestir tvær og hálfa mínútu á síðunni. Gestir okkar komu ffá 10 þjóðlöndum en utan íslands eru flestar heimsóknir frá Danmörku og Noregi. Leiðari Það logar eldur Allt árið 2008 var að kvikna lítið bál, neyslubál sem fékk að vaxa og dafna í afneitun neysluglaðrarþjóðar. í októberbyrjun geristþað síðan að bálið breiðir úr sér og logar glatt um gervalt landið. Hópur slökkviliðsmanna stóð ráðalaus hjá enda hafði sá sami hópur leyft bálinu að vaxa og dafna ífriði. Þessi hópur rúmlega 60 slökkviliðsmanna,fórsíðan eftir nokkurn tíma að rífast um leiðimar tilþess að slökkva bálið. Rifrildið jókst og klofningur varð meðal slökkviliðsmanna. Það var skipt um yfirstjóm í slökkviliðinu. Sú stjóm ætlaði að slökkva bálið hratt og ömgglega. En áfram logaði eldurinn og smátt og smátt var hann farin að narta í gmnnstoðir þjóðfélagsins. Það var ákveðið að endumýja í slökkviliðinu. Gefa því nýtt umboð til þess að slökkva eldinn. Á meðan fær eldurinn að loga svo til óáreittur. Einhverju er kastað í hann annað slagið en aðallega rífast menn enn um aðferðina við að slökkva. Til að breiða yfir ráðaleysi sittfór hið nýja slökkvilið að grafa upp smá elda úrfortíð hins gamla slökkviliðs. Neysluóð þjóðin elti og velti sér upp úrfortíðareldum mitt í báli nútímans. Nú er svo komið að eldurinn hitar iljar mínar og brennir hratt eigur mínar. Ég á að fara að velja mér nýtt slökkvilið en satt best að segja sé ég ekki ífljótu bragði hvaða slökkvilið ég á að velja. Helst vildi ég geta valið meðalþjóðarinnar hóp reyndra slökkviliðsmanna í öllum stéttum þjóðfélagsins sem myndu í sameiningu slökkva eldana og hjálpa til við að græða sárin semþeir ollu. Hóp sem myndi hratt og ömgglega snúa bökum saman og sprauta á jaðar eldsins og vinna sig inn að upptökum hans. Hóp sem myndi leggja dægurþras og deilur til hliðar og vinna saman að lausn vandans. Við ykkur stjórnmálamenn segi ég: í guðs bænum hættið að rífast eins og börn í sandkassa og farið að einbeita ykkur aðþví sem máli skiptir. Hér loga eldar og þá þarf að slökkva sti'ax. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Ami Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, ÓlafurSigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðaimaður. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is ® 4557176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is ® 8619842 ÓliArnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestun Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325krónurmeð vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Austur Húnavatnssýsla_ Auknar líkur á gagnaveri Vaxtarsamningur Norðurlands vestra Fimm hljóta styrk

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.