Feykir


Feykir - 16.04.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 16.04.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 15/2009 AÐSENT EFNI Samfélagslegt verðmæti Háskólans á Hólum Á síðustu misserum og árum hefur Háskólinn á Hólum verið að brjóta sér leið frá því að vera hefðbundinn bændaskóli á framhaldsskólastigi í að vera nútíma háskóli sem stenst allan samanburð við aðra háskóla innanlands sem erlendis. Þessi leið hefur síður en svo verið greið og vaxtarverkirnir á stundum miklir. Öllum má ljóst vera að þeir miklu umbrotatímar sem við lifum nú hafa áhrif á þróun háskólastigsins eins og aðrar samfélagsstoðir. Spurningin hvort réttlætanlegt sé að reka 7 fullgilda háskóla í landinu og hvort smáir og sérhæfðir háskólar geti lifað sjálfstæðu lífi er áleitin. Margir svara þessum spurningum neitandi og vilja sameina háskóla í stórum stíl. Háskólinn á Hólum er ekki undanþeginn þessari umræðu og eðlilega beinist kasdjósið að þessum skóla sem yngsta og minnsta háskólanum í landinu. Eðli málsins samkvæmt er fyrsta skylda háskóla að mennta og rannsaka. Auk þessara tveggja hlutverka hafa háskólar um allan hinn vestræna heim, ekki síst skólar sem staðsettir eru í dreifbýli, haslað sér völl sem virkir gerendur í svæðisbundinni þróun atvinnu- og menningarlífs. Þróun þessi birtist m.a. í gagnvirku samstarfi fræðastarfs, atvinnulífs og opinberra aðila. Háskólarnir leggja fyrirtækjunum til hagnýta þekkingu og rann- sóknir, fýrirtækin leggja háskólunum til aðstöðu og tækifæri til rannsókna ásamt þekkingu og færni sem nýtist háskólastarfinu. Hið opinbera - ríki eða sveitarfélög - skapa það umhverfi sem þarf til að samstarfið fái dafnað og þrifist og nýta þetta samstarf til stefnumótunar og nýsköpunar í þágu þegnanna. Forsenda svona samstarfs eru vel skilgreind markmið og áhersla á að allir hafi möguleika til að ná markmiðum sínum. Verið - vísindagarðar á Sauðárkróki er dæmi um samstarf af þessu tagi, en þar er einmitt suðupottur menntunar, rannsóknaogsamfélagsþróunar þar sem atvinnulífið og sveitarfélagið eru virkir þátttakendur í fræðastarfinu. Háskólinn á Hólum með ræturnar í samfélaginu Einn megin grundvöllur lítils háskóla í dreifbýli byggir á því að hann næri rætur sínar í því umhverfi sem hann starfar í og að námsframboð endurspegli að einhverju leyti það menningar- og atvinnulíf sem er í umhverfi hans. Með öðrum orðum er mikilvægt að hann skapi sér sérstöðu sem byggir á þeim þáttum sem einkenna umhverfi hans. Háskólinn á Hólum hefur skapað sér þessa sérstöðu. Þær þrjár námsleiðir sem hann býður upp á eiga sér djúpar rætur í samfélaginu sem umlykur hann. Gjaman er sagt að Skaga- Qörður sé vagga íslenska hestsins og hvað er þá eðlilegra en að kenna hestaffæði við Háskólann á Hólum. Sjávarútvegur og sjávarnytjar hafa verið burðarás atvinnulífs á landsbyggðinni og síðast en ekki síst er Skagaíjörður vettvangur margra stórra atburða fslandssögunnar. Það er því afar viðeigandi að Háskólinn á Hólum sérhæfi sig í að kenna ferðamálaffæði með áherslu á menningu, sögu og náttúru. Annar grundvöllur lítils háskóla í dreifbýli er að gæði þeirrar kennslu sem þar fer ffam séu mikil og að fagmennska ráði í rannsóknum og öllu fræðastarfi. Á síðasta ári fór ffam lögbundið gæðamat af hálfu yfirvalda og voru fengnir erlendir sérfræðingar til að framkvæma þetta mat. Þetta mat staðfesti að Háskólinn á Hólum stendur fyllilega undir þeim gæðakröfum sem til háskóla eru gerðar og stenst því samanburð við það besta sem gerist. Efhahagsleg áhrif Háskólans á Hólum á nærsamfálagið Áhrif Háskólans á Hólum eru mörg og margvísleg og ekki víst að allir geri sér grein fyrir þeim miklu og beinu áhrifum sem hann hefúr á nærsamfélagið. Sem dæmi um þessu miklu áhrif sem skólinn hefúr á sitt nærumhverfi má nefna að á árinu 2007 voru 75 starfsmenn starfandi við skólann í 54 stöðugildum. Auk fastra starfsmanna skólans störfúðu þar 16 manns yfir sumarmánuðina við Hólarannsóknina svokölluðu. Launagreiðslur til þessara starfsmanna námu um 250 milljónum króna. Reikna má með að af þessum 250 milljónum króna fari á annað hundrað milljónir inn í nærumhverfið í formi útsvarsgreiðslna og þjónustu- og vörukaupa af ýmsu tagi. Þá eru ótalin ýmis önnur áhrif, eins og t.d. áhrif allra nemenda háskólans, þau störf sem skapast í umhverfi skólans, m.a. í leik- og grunnskólum á svæðinu. Þess má jafnffamt geta að yfir 40% af tekjum skólans er sjálfsaflafé, Smá í Feyki:: Síminn er 455 7171 SIIÍIcIauglýsingar íbúð til sölu eða skipti Til sölu þriggja herbergja 101 m2 íbúð á efrihæð við Öldustíg 15. Til greina kemur skipti uppí einbílishús sem má þarfnast viðhalds. Hægt er sjá myndir á helgioggigja.blogcentral.is Upplýsingar í síma 453 5322 / 844 7277 / 867 5589 sem einkum er aflað með rannsóknarsamstarfi af ýmsum toga. Áhrifin af starfsemi skólans ná að sjálfsögðu langt út fýrir Skagafjörð. Tengsl hans við t.d. Selasetur á Hvamstanga og Háskólasetur á Blönduósi eru gott dæmi um hvernig háskóli eins og Háskólinn á Hólum getur verið aflvaki ffæða- og menningarstarfs sem skapar atvinnu í umhverfi þekkingar og nýsköpunar. Nemendaaukning og alþjóðlegt yfirbragð Á myndinni hér að neðan má sjá þróim nemendafjölda við Háskólann á Hólum á árunum 2000-2007. staðreynd skapar Hólastað og háskólastarfinu ákveðið alþjóðlegt yfirbragð sem laðar fram nýja menningarlega og félagslega strauma. í þriðja lagi á svo þessi fjölgun rætur sínar að rekja til þess að á árinu 2005 var byrjað að kenna til BA gráðu í ferðamáladeild. Samstarf á breiðum grunni Hér að framan hefur verið minnst á mikilvægi samstarfs ffæða, atvinnulífs og opinberra aðila. Samstarf við aðrar háskólastofnanir innlendar og erlendar sem og samstarf við önnur skólastig og aðrar skólagerðir er ekki síður mikilvægt. Sá andi sem svífur — N.m. á fr.mhds«ligi Ljósari línan sýnir fjölgun nemenda í diplóma og BA/BS stig en sú dekkri sýnir fjölgun nemenda á ffamhaldsstigi, þ.e. meistara- eða doktorsstigi. Eins og hér sést hefúr sókn nemenda í skólann aukist umtalsvert á þessu árabili eða úr u.þ.b. 50 nemendum í 150. í dag telja þeir um 180 að meðtöldum þeim nemendum sem Háksólinn á Hólum er með í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Islands á Hvanneyri, en þessir skólar eru með sameiginlega BS gráðu í hestafræðum. Sá kippur sem kemur í nemendaaukninguna upp úr 2004 er í fýrsta lagi í beinu samhengi við þá ákvörðun að færa Hólaskóla á háskólastig. í öðru lagi má rekja þessa fjölgun til aukins áhuga á íslenska hestinum og ekki síður aukinni verðmætasköpun í tengslum við hann. Þessi áhugi nær langt út fýrir landsteinana og nemendum af erlendum uppruna fer ört fjölgandi. Sú yfir nýjum lögum um skólahald á íslandi felur í sér það markmið að brjóta niður múra á milli skólastiga og auka enn frekar á sveigjanleika, samfellu í námi og möguleika á samþættingu á milli skólstiga. Þetta markmið gefúr Háskólanum á Hólum og öðrum menntastofnunum á öllum skólastigum á starfsvæði skólans einstakt tækifæri til að vinna saman að nýjum leiðum til að efla sitt nærumhverfi og laða ffam nýjar hugmyndir til atvinnusköpunar og meiri lífsgæði. Forsenda þess er sú að íbúar svæðisins, sveitarstjómir, atvinnulíf og opinberar stofn- anir sjái sér hag í að vinna saman að eflingu skólans og skilgreini markmið og leiðir að þvi að gera hann að enn öflugra verkfæri í samfélagsþróuninni en hann er nú. Skr. 13.04.09 Herdís Á Sœmundardóttir Frœðslustjóri í Sveitatfélaginu Skagafirði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.