Feykir


Feykir - 16.04.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 16.04.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 15/2009 Sveinn frumflytur You'll Never Walk Alone á Anfield Road fyrir leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni ífyrra... 99% Dýllara telja þetta hafa veriö stórkostleg mistök hjá Óskari Nafn: Sveinn Guðmundsson. Heimili: Sauðárkrókur. Starf: Uppsetjari hjá Nýprent. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? -Uppáhaldliðið er Liverpool. Það atvikaðist þannig að þegar ég var 4 ára gamall gaf Óskar Páll frændi minn mér Liverpool búning í jólagjöf og var þá ekki aftur snúið. Ég var mjög sáttur við þennan glæsilega búning og var hann mikið notaður eftir það. 99% Dýllara telja þetta hafa verið stórkostleg mistök hjá Óskari að gefa mér búninginn þar sem ég átti að verða Man Utd maður og fylgja hefðinni! Hefur þú einhvemtímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Það sem kemur upp í hugan eru endalausar deilur við vini mína sem sumir voru Man Utd stuðningsmenn þegar ég var yngri. Hver er uppáhaldsleikmaður- inn fyrr og síðar? -Robbie Fowler og Stan Collymore var framherjalvenna sem maður gleymir seint. En ætli Steven Gerrard sé ekki í uppáhaldinu þessa stundina, og verður hans minnst sennilega sem besta leikmanns Liverpool fyrr og síðar. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Já, ég fór á leik Liverpool og Arsenal árið 2000 á Highbury, Titi Camara setti boltann í netið fyrir Liverpool á 18. mín eftir 60 metra sendingu frá Gerrard og tryggði Liverpool 1-0 sigur á Arsenal. Áttu einhvern hlut sem tengist llðlnu? -Tvo búninga, fána og aðgöngu- miða og leikskrár. Hef nú ekki mikið verið að sækjast eftir slíku. Hvemig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðn- ingi við liðið? -Konan mín veit ekki mikið um boltann, en gleðst með mérþegar Liverpool vinnur, en sonur minn Guðmundur Peng 3 ára, talar stundum um Man Utd. Afi hans lærði af Óskari bróður sínum og gaf stráknum Man Utd búning í jólagjöf sem hann gengurí. Þess má geta að á sömu jólum kom óvænt upp pakki sem ekki átti að vera undir tréinu og innihélt pakinn Liverpool húfu sem hann notar líka... Afa hans var ekki skemmt! Hefur þú einhvem tímann skipt um uppáhalds félag? -Einfalt svan Aldrei! Uppáhalds málsháttur? -"When l've got nothing betterto do, I look down the league table to see how Everton are getting along." Hvem myndir þú vilja sjá svara þessum spumingum? -Ágúst Inga Ágústsson, vin minn og student í Danmörku Hvaða spumingu viltu lauma að viðkomandi? -Er ekki allt sem þú kannt í markinu, Bruce Grobbelaar að þakka? BOLFISKVINNSLA : FLOKUN : LAUSFRYSTING : PÖKKUN : ÞURRKUN Skrifstofustarf FISK Seafood hf. auglýsir laust til umsóknar skrifstofustarf 100% stöðu. I starfinu felst umsjón og ábyrgð meö launavinnslu auk almennra skrifstofustarfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af bókhaldsvinnu og kunni skil á helsta notendahugbúnaði Windows s.s. Word, Excel og Outlook og einnig af Navision eða sambærilegu bókhaldskerfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störfsem fyrst. Umsóknum skal skila skriflega á skrifstofu FISK merktu „skrifstofustarf,, og umsóknarfrestur er til 30.04.09 SfÆRÐFRÆÐIKEPPM Fjölbrautaskoli Norðurlands vestra Úrslitakeppni í stærðfræðikeppni 9. bekkinga á Norðurlandi vestra verður haldin föstudaginn 17. apríl íbóknámshúsi FNV. Dagskrá á sal hefst kl. 14:00. Á dagskrá eru m.a. tónlistaratridi. Verðlaunaafhending er um kl. 14:30. Starfsbraut skólans sér um kaffiveitingar. Allir vclkomnir BlönduAsbeer FNV þakkar þeim sem hafa styrkt keppnina rjdbbyggð ™ V ERNIRAIR íl$í< k1^2 tr^ Húnaþing vestra "S m KAUPBINB Höfdahrcppur ®sense i JÍSflSíR J&~Mj6ikur*amiag J| Landsbankinn Síminn \|| tRsparisjóðurinn Skiptfm\u rammi HsteinulLhf. STOÐ,, HOfeWÍfl cki> ^Sf WUUWIMr.W'.l'A y/ FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI Nánari upplýsingará www.lnv.is eða ísima: 455 8000

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.