Feykir


Feykir - 16.04.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 16.04.2009, Blaðsíða 9
15/2009 Feykir 9 Feykir kynnir oddvita framboóa þeirra sem hyggjast bjóða upp á framboðslista í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Aö þessu sinni eru þaö Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu, og Jón Bjarnason hjá Vinstri grænum sem svara spurningum Feykis auk Gunnars Sigurðssonar, Borgarahreyfingu, en hans svör eru á blaðsíðu 11. Frambjóðendur í 15 spurningum Guðbjartur Hannesson samfylkingin -Þú ert miklu Ijótari en á myndum Nafn? -Guðbjartur Hannesson, kallaður Gutti Aldur? -Fæddur 3. júní 1950 á Akranesi, Borgfirðingur og Hrútfirðingur að upplagi. Staða? - Forseti Alþingis, þingmaður og frambjóðandi. Fjölskylda? -Kvæntur Sigrúnu Ásmundsdóttur og eigum við tvær dætur, Birnu og Hönnu Maríu. Áhugamál? -Skóla- og félagsmál, stjórnmál, ferðalög, íþróttir og ég er heitur stuðningsmaður ÍA í fótbolta. Eitt sinn skáti ávallt skáti! Af hverju ert þú í stjórnmálum? -Ég er alinn upp við stjórnmálaumræðu, daglega umræðu um hag launafólks og réttindamál almennings. Ég var beðinn að fara í framboð í sveitarstjórn á Akranesi og seinna hvattur til að gefa kost á mér í alþingis- kosningunum 2007 og sló til. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar þú gefur pólitíkinni frí? -Það hafa verið fáir frídagar undanfarið. Ég nýt þess að ferðast og á eftir að heimsækja marga staði bæði innanlands og erlendis. Annars nýt ég þess líka að vera með fjölskyldunni. Ég á yndislegan dótturson og við þyrftum miklu meiri tíma saman. Hver er þín uppskrift að góðu laugardagskvöldi? -Rólegheita kvöld heima með fjölskyldunni eða að hitta félaga og vini yfir góðum kvöldverði. Égermikill matmaður og nýt þess að borða góðan mat. Hvað bók er á náttborðinu þínu? -Það hefúr gengið lítið að lesa undafarið nema einhver skjöl, skýrslur og pappíra. Á náttborðinu eru Waiter Rent eftir the Waiter og Þúsund bjartar sólir, Khaled Hosseini. Hvaða geisladisk hefur þú í bílnum? -Mugison, Hraun, KK, grænlenski trúbatorinn Rasmus Lybert, Björk, Svíinn David Strömback o.fl. Hvaða bíómynd er í mestu uppáhaldi hjá þér? -Hef gaman af rómantískum myndum sem og sakamálamyndum. Sásíðast Viltu vinna milljarð, mjög góð mynd. Átt þú gæludýr? -Nei, en er mikill aðdáandi hunda og hesta. í barnæsku voru kindur á mínu heimili og ég kom oft seint í skóla þegar ég tafðist við að klappa lömbunum á vorin. Lumar þú ekki á góðri sögu úr baráttunni? -Það gengur á ýmsu í baráttunni en oftast eru þetta sögur augnabliksins. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera viðstaddur eina af myndarlegum vígslum nýrra róbótafjósa í Skagafirðinum í aðdraganda síðustu kosninga. Þar þekkti fólk mig ekki vel, heilsaði og spurði hver ég væri. Einn kom þar og spurði hvort ég væri frambjóðandi Samfylkingarinnar, sem ég játti. Það kom smá þögn en síðan sagði hann hreinskilningslega „þú ert miklu ljótari en á myndum1. Það er alltaf gaman að hitta fólk sem ræðir hispurslaust við okkur stjórnmálamennina. Hefur þú alltaf kosið sama flokkinn? -Kaus alltaf Alþýðubandalagið en gerðist stofnandi Samfylkingarinnar og treysti á að sá flokkur leiði áfram þjóðina út úr ógöngum undir öruggri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég er stoltur að vera í þessu liði og um leið þjónn almennings. Ef þú værir forsætisráðherra einn dag hvað myndir þú gera? -Bara að forsætisráðherra gæti á einum degi töfrað fram úrræði til bjargar landi og þjóð. Ég veit betur. Starf forsætisráðherra er gríðarleg vinna, krefst öflugrar verkstjórnar en um leið auðmýktar og virðingar fyrir fólkinu í landinu. Ætli ég myndi ekki heimsækja kjördæmið mitt og heilsa upp á fólk og leita samstarfs um lausnir. Jón Bjarnason vinstrihreyfingin - grænt framboð Með norðlenska kóra í bílnum Nafn? -Jón Bjarnason. Aldur: -65 ára. Staða: -Alþingismaður, fyrrverandi skólastjóri á Hólum í Hjaltadal og bóndi í Bjarnarhöfn. Fjölskylda: -Ingibjörg Sólveig Kolka Bergsteinsdóttir, þroskaþjálfi. Við eigum sex börn: Bjarna, Ásgeir, Ingibjörgu Kolka, Laufeyju Erlu, Katrínu Kolka og Pál V. Kolka. Auk þess eigum við fimm indæl barnabörn. Áhugamál: -Útvist og íslensk náttúra, sögur, sagnir og ættfræði. Af hverju ert þú í stjórnmálum?- Ég berst fyrir hugsjónum félagshyggju, jafnaðar og náttúruvemdar. Ég vil sjálfstætt ísland með blómlega byggð til sjávar og sveita og leggja krafta mín fram í þágu þessara mála. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera þegar þú gefúr pólitíkinni frí?- Heimsækja fólk, fara í gönguferðir um kær svæði, fara á hestbak og dansa við frúna vals, ræl og polka. Hver er þín uppskrift að góðu laugardagskvöldi? Kvöldmatur og notaleg samverustund með öllum börnunum mínum og fjölskyldum þeirra. Hvað bók er á náttborðinu þínu?- Skagfirðingabók 2008, Húnavöka, Pálsættin á Ströndum og Föðurtún. Snúður og Snælda fyrir yngstu barnabörnin. Hvaða geisladisk hefur þú í bílnum? -Karlakórinn Heimi, Rökkurkórinn, Lóuþræla, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Álftgerðisbræður og fleiri góða kóra. Dýrin í Hálsaskógi þegar barnabörnin eru með í för. Hvaða bíómynd er í mestu uppáhaldi hjá þér? - Mér finnst alltaf gaman að sjá íslenskar myndir, t.d. Börn náttúrunnar. Björgunin við Látrabjarg var fyrsta bíómyndin sem ég sá og hún líður mér ekki úr minni. Draumalandið hans Andra Snæs er mynd sem allir ættu að sjá. Hún fjallar um virkjana- og stóriðjuæðið og græðgina sem því fylgdi. Átt þú gæludýr? -Ég á hesta. Lumar þú ekki á góðri sögu úr baráttunni? -Við hjónin fórum að sjá leikritið Þið munið hann Jörund á Hólmavík sem var afar skemmtilegt. Það sprakk á bíl félaga okkar og við leituðum til kunningja að gera við snemma á sunnudagsmorgni. Þá kemur vinur minn Guðmundur frá Stakkanesi og segir: „Þið verðið að koma í kaffi og Sissa er búin að baka pönnukökur“.„Hvað?“ segi ég, „svona eldsnemma á sunnudagsmorgni?" „Já,“ segir hann, „við eigum eiginlega von á ykkur.“ Mér þótti þetta forvitnilegt og við þáðum boðið í dýrindis kaffi og góðgerðir. „Ég skal segja þér það, Jón, að ég var vakinn með traustu banki á hurðina snemma í morgun. Við heyrðum það bæði hjónin. Ég fór fram á skörina og kallaði og fór síðan út en enginn var fyrir utan. Þá vissi ég að það myndu koma gestir sem okkur hjónum þætti gaman að fá í heimsókn. Sissa fór að baka pönnukökur og ég fann ykkur og verið þið hjartanlega velkomin." Þetta var góð stund. Hefiir þú alltaf kosið sama flokkinn? -Ég kaus Alþýðubandalagið uns það leið undir lok en hef síðan alltaf kosið Vinstri græna. Ef þú værir forsætisráðherra einn dag hvað myndir þú gera? -Kalla ríkisstjórnina á morgunbæn í Hóladómkirkju. Friðlýsa Jökulsárnar í Skagafirði fyrir virkjunum. Knýja fram lækkun vaxta og afnám verðtryggingar og henda matvælafrumvarpi ESB út í hafsauga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.