Feykir


Feykir - 16.04.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 16.04.2009, Blaðsíða 11
15/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Edda og Guðmundur kokka Hátíöaruppskriftir eftir páska Núna strax eftir páskana eru það Edda Guóbrandsdóttir og Guðmundur Sigfússon á Blönduósi sem ekkert gefa eftir og láta okkur í té uppskriftir sem sómt hefðu sér vel á veisluborðunum um háta'ðirnar. En veislu getum við sett upp hvenær sem er. Edda og Guðmundur skora á Álfhildi R Halldórsdóttir og Valbjörn Steingrímsson Blönduósi að koma með næstu uppskriftir. Einiberjagrafinn lambavöðvi Með melónu og sinnep- limesósu 1 kg. lambavöðvi (snyrturog jafnþykkur ca. 5 cm) ‘á dl. sykur ‘á dl.gróftsalt 1 ‘á msk. grófmalaður svartur pipar 1 tsk mulin einiber Öllu kryddinu blandað saman. Kjötið sett í plastpoka og kryddblöndunni hellt í pokann, hnýtt fyrir og hrist vel saman. Eða, leggið kjötið í bakka og stráið kryddblöndunni vel undir og yfir kjötið og breiðið plastfilmu yfir. Kjötíð látið liggja í kæli í ca. 3-4 daga. Takið kjötið úr kælinum og skafið kryddið af og skerið kjötið í örþunnar sneiðar með beittum hníf. (gott er að ftysta kjötíð og skera það í áleggshníf). Kjötið lagt í þunnum sneiðum á disk eða rúllað upp í rós. Borið ffam með þunnum sneiðum af hunangsmelónu og sinnep- limesósu. Fyllt svínalund með sólþurrkuðum tómötum Fylling. 6 stk. sólþurrkaðir tómatar í sneiðum 100 gr. rifinn mozarellaostur 2 stk. hvítlauksriffíntsöxuð 1 stk. laukurfínt saxaður 80 gr. nýir sveppir í sneiðum Laukurinn og sveppimir eru steiktir í olíu. Hvítlauknum, sólþurrkuðu tómötunum og rifna ostinum bætt út í, allt þetta síðan kælL Kryddlögur: ‘A dl. ólífuolía ‘A dl. sojasósa 1 msk. rósmarín, saxað Takið sinina af lundunum. Snögg- steikið svínalundimar í smjöri á heitri pönnu. Skerið svo rauf í svínalundirnar eftir endilöngu. Setjið fyllinguna ofan í raufina, lokið með sláturgarni eða tannstönglum. Smyrjið með kryddleginum. Setjið í ofnskúffú og bakið í 180°C heitum ofhi í ca. 15 mín. Fylltir sveppir 20 stórir sveppir 1 100 gr. lauf gráðostur 1 dl. rjómi Sveppimir þvegnir og leggurinn tekinn afþeim. Gráðosturinn hrærður út með ijómanum og sveppirnir fylltir með blöndunni. Þeir bakaðir við 200°C í ca. 5 mín. Fylltar bakaðar kartöflur 6 stk. bökunarkartöflur 2 stk. vorlaukur ‘A agiírka ‘á búnt dill 2 msk. matarolía 3 msk. sítrónusafi Saltogpipar 125 gr. rœkjur 90 gr. hreinjógúrt Bakið kartöflurnar í miðjum ofni í 60 mín við 200°C. Skerið agúrkuna eftir endilöngu og fjarlægið kjarnann með skeið. Skerið vorlauk og agúrku í litla bita eða þunnar sneiðar og klippið niður dillið. Blandið saman sítrónusafa, olíu og kryddi og hellið yfir rækjurnar og grænmetið. Skerið lok af kartöflunum þegar þær em bakaðar og holið þær aðeins að innan með teskeið. Stappið jógúrtinni saman við % hluta þess sem skafið var innan úr kartöflunum. Blandið því saman við grænmetið og rækjurnar, kryddið efir smekk, setjið fyllinguna í kartöflumar og rétturinn er tilbúinn. Meðlæti salat að eigin ósk. Verði ykkur að góðu! Frambjóðendur í 15 spurningum Gunnar Sigurösson borgarahreyfingin Við þurfum breytingar Nafn? -Gunnar Sigurðsson Aldur? -50 ára Staða?-Leikstjóri / verkefnastjóri hjá Emmessís Fjölskylda? - Á fallega og skemmtilega kærustu, fjórar dætur hver annari fegurri, sex barnabörn, einn fósturson, ríkur maður og hamingjusamur. Áhugamál? - Leiklist að sjálfsögðu ásamt brennandi áhuga á bættu lýðræði. Af hverju ert þú í stjórnmálum? -Hef aldrei verið skráður í stjórnmálaflokk og ekkert skipt mér af slíku fýrr en mér ofbauð í október 2008 við hrunið mikla. Ég kallaði þá til opins borgar- fundar i Iðnó og tók svo þátt í að skipuleggja og framkvæma 11 slíka fundi ásamt fjöldanum öllum af góðu fólki. Tók þátt í mótmælum á Austurvelli og búsáhaldabarningi í framhaldi af því.Og hef nú ákveðið að leggja Borgarahreyfingunni lið mitt í komandi kosningum og er þar með í fyrsta skipti á ævi minni orðinn félagi í stjórn- málaafli. Við þurfum breytingar! Hvað fmnst þér skemmti- legast að gera þegar þú gefur pólitíkinni frí? Hef aldrei verið í pólitík, hvað frí varðar þá geri ég mikið af því að ferðast bæði innanlands og erlendis. Hver er þín uppskrift að góðu laugardagskvöldi? -Góð mynd DVD, kærastan og sófinn góði. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér ?-Engin bók á borðinu sem stendur. Hvaða geisladisk hefur þú í bílum? -Var síðast að hlusta á topp band úr fortíðini, Focus, eðaltónlist. Uppáhalds bíómynd? -Mjög hrifin af myndabálknum um Guðföðurinn. Átt þú gæludýr? -Nei en átti hund, fékk hann sem 5 vikna hvolp og átti til dauðadags hansfjórtán árumsíðar. Lumar þú á góðri sögu úr baráttunni? -Á enga góða sögu úr baráttunni sem má fara á prent en ástæðan fyrir mínu framboði er eftirfarandi: Mér var ofboðið og treysti ekki stjórnmálamönnunum til þess að axla ábyrgð og rannsaka hvað raunverulega gerðist af hlutleysi. Hver ber ábyrgðina þegar upp er staðið. Stjórnmálamenn!? Nei. Þeir vilja bíða eftir því hvað sérstakur saksóknari segir. (Saksóknari, sem þeir réðu sjálfir til að rannsaka sig.) Axla fyrirtækin þá ábyrgð? Já og nei. Allt er gert til að bjarga sumum fyrirtækjum en öðrum ekki. Valið virðist ekki hlutlaust þegar að persónuleg tengsl geta haft áhrif. Bankarnir? Nei þeim skal bjargað - þeir fá afskrifað en rukka almenning að fullu. Munu fjölmiðlarnir axla ábyrgð? Nú þegar er búið að færa Morgunblaðinu og Fréttablaðinu björgun með afskriftum á fleiri milljörðum sem þar voru áhvílandi. Nei, fjölmiðlarnir virðast ekki eiga að axla ábyrgð heldur fá afskrifaðar skuldir og nýtt eignarhald. Hverjir eiga þá að bera ábyrgð? Jú, það er nefnilega almenningur sem að ætlast er til að beri ábyrgðina. Hinn venjulegi maður. Heimilin. Þar á eldd að fella niður eitt eða neitt, ekkert sem fellur undir skuldir heimila. Heimilin sem fengu þó ekld öll þessi háu laun og bónusa, heldur bara þau venjuleg laun og greiddu af þeim fulla slcatta. Það telst víst of dýrt að fella niður skuldir eða leiðrétta virkilega óréttláta meðferð sem heimilin, almenningur, hefur orðið að þola á þessu braski banka og fyrirtækja. Bankar og stórfyrirtæki, sem tóku stöðu gegn heimilunum með braski á okkar undarlega gjaldmiðli, fá að njóta vafans, en ekki alþýðan. Hún á að taka út raunverulega refsingu fyrir brot sem hún hafði ekkert með að gera. Alþýðan, hinn vinnandi maður og fjölskylda hans - skal blæða fyrir gjörðir nokkurra misvitra manna og algert eftirlitsleysi ráðamanna, þessa sömu og bar að verja okkur. Hefur þú alltaf kosið sama flokkinn? -Nei gert mín mistök í þessu. Þú ert forsætisráðherra i einn dag, hvað gerir þú? -Tek mér bara frí það sem þarf að gera tekur töluvert lengri tíma en einn dag.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.