Feykir


Feykir - 22.04.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 22.04.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 16/2009 Háskólinn á Hólum Aðalfundur KS var á laugardag Samningur um bleikjueldi Sl. mánudag undirrituðu Steingnmur Sigfússon sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra og Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum samning um stuðning landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins við kynbætur á eldisbleikju. Samningurinn hjóðar upp á árlegt 14 milljón króna framlag og er til fimm ára (2010-2015) . Þeir fjármunir eru þegar fyrir hendi og kalla því ekki á aukin ríkisútgjöld. Bleikjueldi hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum ogídagerframleiðsluverðmæti bleikju um 2 milljarðar á ári. Góðir möguleikar eru á að auka framleiðsluna enn frekar í nánustu framtíð. Húnaþing vestra Stuðniqgur við Eydísi Osk Eydís Ósk Indriðadóttir, frá Grafarkoti í Vestur Hún, veiktist alvarlega af heilahimnubólgu um páskana. Hún hefur legið á sjúkrahúsi í Reykjavík síðan þá. Hún sýnir merki um bata en er enn mjög veik. Óvíst er hvenær hún verður aftur fær um að sinna námi, störfum og litlu dóttur sinni. Eydís er einstæð móðir og hefur stundað nám á Hvann- eyri sl. 2 ár. Reikningarnir hætta ekki að berast þrátt fyrir að fólk geti ekki stundað nám eða vinnu um tíma og þess vegna væri það mikill stuðningur við þær mæðgur ef þeir sem eru aflögu færir geta styrkt þær með fjárframlagi, sama hver upphæðin er. Reikningur Eydísar er nr. 1105-05-401159 kt. 071182- 4289 Leiðari Hitt og þetta Það verður kosið á laugardag. Ég gæti haldið langan Jyrirlestur um kosningabaráttu, misgjörðir og það sem vel hefur verið gert. Ég hefákveðið að gera það ekki. Það eina sem ég vil segja er nú eru nýir tímar og það sem alltafhefur gilt gildir ekki lengur. Gefið ykkur tíma, kynnið ykkur málin, kjósið eftir ykkar sannfæringu nú. Gleðilegt sumar! Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is <D 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is © 8619842 ÓliArnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325krónurmeð vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 4557171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Góð afkoma KS Þórólfur Gislason kaupfélagsstjóri, Stefán Guðmundsson stjórnarformaður og Bjarni Marons- son varaform. stjórnar á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga s.l. laugardag. Mynd ÖÞ Á aðalfundi KS kom fram að heildartekjur Kaupfélags Skagfirðinga á árinu 2008 voru tæplega 19 milljarðar króna. Þá var hagnaður fyrir afskriftir og fjármagns- liði rúmlega 3,1 milljarður króna og hagnaður fyrir gengisbreytingu erlendra lána var tæpir 2 milljarðar króna en tap eftir reiknaða gengisbreytingu erlendra lána og skatta var 2,9 milljarðar króna. í fréttatilkynningunni segir; -Veltufé frá rekstri var rúmlega 3,5 milljarðar króna sem er veruleg aukning frá fyrra ári og það mesta sem félagið hefur skilað frá upphafi. Nettóskuldir allra fyrir- tækjanna í KS-samstæðunni voru samanlagt rúmlega 3 milljarðar króna í lok árs 2008 og höfðu minnkað frá fyrra ári. Bókfært eigið fé félagsins í árslok 2008 var 10,5 milljarðar króna. Eiginfjárstaða félagsins er mjög traust og lausafjár- staðan sömuleiðis. Starfsmenn Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga eru um 600 talsins. Stærstu dótturfélögin eru FISK Seafood og Vörumiðlun sem KS á bæði að fullu, Fóður- blandan sem KS á 70% hlut í og Sláturhús KVH ehf. á Hvammstanga sem KS á helmingshlut í. Kaupfélag Skagfirðinga mun fagna hinni góðu afkomu og bjóða öllum í héraðinu til veislu í tilefni 120 ára afmælis síns. Veislan verður haldin í nýju 3.300 fermetra verk- stæðishúsnæði félagsins á Eyrinni á Sauðárkróki. Miðgarður_______ Ráðherrameð 30 milljónir Menntamálaráðherra hefur skrifað undir samkomulag við sveitarfélögin Akrahrepp og Skagafjörð um 30 m.kr. viðbótarframlag og greiðslu þess vegna byggingarfram- kvæmda við Miðgarð. Árið 2005 var gert samkomulag menntamála- ráðuneytis, Sveitarfélags Skagaíjarðar og Akrahrepps vegna uppbyggingar og endur- bóta á Miðgarði í Skagafirði sem menningarhúss. Gert var ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdirnar yrðu eigi hærri en 100 m.kr. og að ff amlag ríkissjóðs yrði hæst 60 m.kr. Hafist var handa við verkið á árinu 2006. Nú liggur fyrir að kostnaður við endurbæturnar verður ekki undir 220 m.kr. Falast var eftir því við mennta- málaráðuneytið að það yki við kostnaðarþátttöku sína í verkinu og á haust-mánuðum árið 2007 lýsti ráðuneytið vilja til þess að auka framlag sitt um 30 m.kr., meðal annars vegna verðlagsbreytinga á byggingartíma, enda fengist til þess fjármagn af íjárveitingu til menningarhúsa. Dregist hefur að ákvarðanir um við- bótarframlag kæmust til framkvæmda. Vaxtarsamningur Norðurlands vestra Glæsileg heimasiða Nú hefur ný vefsíða Vaxtarsamnings Norðurlands vestra l'rtið dagsins Ijós þar sem hægt er að fræðast um hin ýmsu þarfamál sem Vaxtarsamningurinn kemur að. Vaxtarsamningur Norðurlands vestra styrkir margvisleg verkefni sem öll eiga það sammerkt að geta á einhvern hátt komið íbúum í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum til góða og er markmið hans að efla atvinnulíf og byggðaþróun á svæðinu. Áhersluflokkarnir eru tveir, annars vegar menntun og rannsóknir og hins vegar menning og ferðaþjónusta. FNV______________ Davíðáleið áólympíu- leika Davíð Öm Þorsteinsson, nemandi FNV, var valinn í 5 manna lið íslands sem keppir á Ólympíuleikunum í eðlisfræði í Mexíkó í sumar. Keppnin fer fram 12.-19. júííborginni Merida. Boðið er upp á þjálfun fyrir keppendur í Háskóla fslands alla virka daga frá 3. júní til 7. júlí. Feykir óskar Davíð og FNV til hamingju með frábæran árangur. Ferðavefur Norðurlands vestra Northwestis Hannaður hefur verið nýr ferðavefur fyrir Norðurland vestra á slóðinni www. northwest.is Er vefurinn hugsaður sem hinn opinberi ferðaþjón- ustuvefur fyrir Norðurland vestra en Northwestis var unnin fýrir Ferðamálasamtök Norðurlands vestra af Northwest Veflausnum ehf. Vefurinn, sem var unninn í náinni samvinnu við heimafólk, er hinn glæsileg- asti. Vefhönnuður er Jón Guðmann Jakobsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.