Feykir


Feykir - 22.04.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 22.04.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 16/2009 AÐSENTEFNI Ólína Þorvarðardóttir Samfylkingu skrifar Nú er sögulegt tækifæri grípum það! Samíylkingin er sá stjórnmálaflokkur sem öðrum flokkum fremur horfir til framtíðar og þeirra tækifæra sem vænta má í samstarfi og samfélagi við aðrar þjóðir. Hún er eini flokkurinn um þessar mundir sem býður upp á stefinu og framtíðarsýn í peningamálum. Um leið hefúr flokkurinn einhent sér í þau verk sem vinna þarf í kjölfar efnahagshrunsins - og þau verkefni hafa verið ærin. Megináhersla hefur verið lögð á það að leysa vanda skuldsettustu heimilanna og koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný. Þrennt liggur beint við að gera: • Að hraða endurreisn íjár- málakerfisins og skapa skilyrði íyrir enn hraðari lækkun vaxta og endurvinna traust á íslenskt atvinnu- og efnahagslíf með skýrri framtíðarsýn í peningamálum. Fyrirtækin verða að fá upplýsingar um það hvert stefhir í gjaldeyris- og vaxtamálum því það eru lykilþættirnir í starfsumhverfi þeirra. • Að ráðast strax í arðbærar atvinnuskapandi aðgerðir á vegum hins opinbera til að fjölga störfum. • Að styðja við þau nýsköpun- arfýrirtæki sem eru sprotarnir að stórfyrirtækjum framtíðarinnar. Þá er löngu tímabært að gera sanngjarnar og knýjandi breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerflnu. Sömuleiðis þarf að blása til sóknar í land- búnaði í anda sjálfbærrar þróunar. í báðum þessum atvinnugreinum felast tækifæri í fullvinnslu afurða, vöruþróun og - ef íslendingar ganga i Evrópusambandið - aðgengi að erlendum mörkuðum. Reynsla frændþjóða okkar hefúr sýnt að aðild að Evrópu- sambandinu er styrkur en ekki ógn fyrir hinar dreifðu byggðir. Bæði sjávarútvegur og landbúnaður þurfa á stöðugleika, lægri vöxtum og minni rekstrarkostnaði að halda. Óbreytt ástand er ekki í boði og nauðsynlegt að fá það fram með aðildarviðræðum hvort þessar atvinnugreinar séu ekki í sterkari stöðu innan ESB en utan í þeim breytingum sem ffamundan eru. Brýnasta verkefnið nú um stundir er að veija velferðina. I kosningunum sem nú fara í hönd eigum við íslendingar skýran valkost. Við eigum þess kost að hafna skeytingarleysi og harðneskju frjálshyggjunnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefúr boðað um árabil. Við eigum þess kost að leiða jafnaðarstefnuna til öndvegis í íslenskum stjórnmálum undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur formanns Samfylkingarinnar. Þetta er sögulegt tækifæri - og við megum ekki láta það renna okkur úr greipum. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur skipar 2. sæti á lista Samjylkingarinnar í NV- kjördœmi. AÐSENTEFNI Sigurjón Þórðarson Frjálslynda flokknum skrifar Við hofum haft rétt fyrir okkur Frjálslyndi flokkurinn hefur verið stefnufastur. Þjóðinni hefði sannarlega farnast betur ef stefna Frjálslyndra hefði ráðið för. Frjálslyndi flokkurinn hefúr haft opið bókhald frá upphafi og ekki þegið mútur. Hann hefur beitt sér fyrir réttlátri og árangursríkri fisk- veiðistjórn sbr. Færeyinga. Reynslan sýnir að stöðugur samdráttur á veiðum er ekki ávisun á meiri afla síðar. Flokkurinn hefur beitt sér gegn einkavinavæðingunni, varað við skuldasöfnun þjóðar- búsins og talað fyrir ráðdeild. Flokkurinn hefur um árabil beitt sér fyrir afnámi verðtryggingar og bent á að lántakendur lentu í verulegum erfiðleikum ef laun hækkuðu ekki samhliða öðrum verðbreytingum. Frjálslyndir hafa verið framsýnn og öll meginstefnumál flokksins hafa byggt á traustum grunni. Því væri þjóðráð fyrir kjósendur að hlýða á þá sem hafa haft rétt fyrir sér um hvaða leiðir væri ráðlegt að fara út úr kreppunni. Kjósendur eru búnir að brenna sig á upphlaupsstjórn- málamönnunum sem hafa látið heilu fréttatímana snúast um björgun ísbjarna i Skagafirði og 90% lúxuslán. Frjálslyndir bjóða raunhæfar lausnir sem krefjast vinnu og aumýktar gagnvart risavöxnu verkefni. Verkefnið er að skaffa atvinnulausum vinnu og stoppa í risastórt fjárlagagat. Þótt allir tekjuskattar yrðu tvöfaldaðir næst ekki að fylla í gatið og efþað á að fara niðurskurðarleiðina þarf að skera niður starfsemi sem nemur rekstri fjögurra Landspítala. Það er ekki raun- sætt að lausnin felist í því að skera niður og hækka skatta. Ekki er raunhæft að skapa störf til langframa úr styrktar- sjóðum, bótasjóðum og bygg- ingu Tónlistarhúss. Mörg starfanna munu byggja alfarið á þeim sjóðum sem styrkja þau og lýkur um leið og viðkomandi sjóðir tæmast. Eina færa leiðin er sú að gera sér grein fyrir vandanum og viðurkenna að hann sé þess eðlis að íslendingar þurfi að semja við lánardrottna um afskriftir skulda. Það verður ekki gert með einhverjum gorgeir eða skeytasendingum. Við byggjum afkomu okkar að miklu leyti á viðskiptum við aðrar þjóðir og því er brýnt að fara leið sem lokar ekki mörkuðum. Það er mildu nær að semja um viðráðanlega greiðslu og leita leiða til að auka tekjur samfélagsins. Brýnt er að beita almennum aðgerðum, ná stöðugleika í gjaldmiðlinum og lækka vexti strax. Stefna fijálslyndra er raunhæf og við höfúm ekki lengur efúi á að ýta út af borðinu raunhæfúm lausnum. Stefúan gengur út á að þorskveiðar séu auknar um i00.000 tonn sem mun gefa þjóðarbúinu 40 milljarða í beinum gjaldeyri, skaffa nokkur þúsund störf í fhimffamleiðslu, enn fleiri afleidd störf og verða alvöruinnspýting i efúahags- lífið. Til að búa til þessa fjármuni þarf ekki að stofúa til neinna nýrra fjárfestinga, skipin og fisk- vinnsluhúsin eru fyrir hendi. Aukið innstreymi gj aldeyris mun rétta af gengi íslensku krónunnar og rétta hag þeirra sem greiða af erlendum skuldum. Frjálslyndi flokkurinn hefur sömuleiðis lagt áherslu á aukna ferðaþjónustu með auknu markaðsstarfi. Frjálslyndi flokkurinn vill standa vörð um starfandi iðn- fyrirtæki, framleiða vörur og veita þjónustu sem bæði sparar gjaldeyri og eykur gjaldeyri. Það þarf að skapa skilyrði og andrúmsloft hvatningar til stofúunar fyrirtækja um frjóar hugmyndir á sem víðtækustu sviði, svo sem menningar. Hvatinn kemur ekki með aukinni skattlagningu og fleiri hálftómum sjóðum til að sækja í með því að fýlla út flókin eyðublöð. Það þarf að virkja þann kraff og þær hugmyndir sem búa í fólki, gefa því frelsi til athafúa. Frjálslyndi flokkurinn hefur staðið fast á stefnumiðum sínum sem eru sígild. Kjósendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir exa við F-ið og kjósa Guðjón Arnar Kristjánsson til forystu. Sigurjón Þórðarson Skipar annað sœtið á lista Frjálslyndra í NV-kjördœmi Vísur_________________ Frambjóðendur gefa tilefni til vísnagerðar Fréttir af frambjóðendum upp á síðkastið hafa orðið mönnum að yrkisefni. Þeir Pjétur Guðmundsson og Rúnar Kristinsson sendu Feyki eftirfarandi vísur. Rúnar las um daginn við- tal við Ásbjörn Óttarsson og fannst sums staðar hraustlega talað. Orti því: Kannski að þingið vaxi að von, víki deyfð og þoka, þ'egar Ásbjörn Óttarsson undanferað moka! **** Svo slæddist eftirfarandi vísa í huga Rúnars en ekki veit hann af hverju: Koðnar margt í kreppuvindi, kostafœri sýnast lokuð. Verst er þó ef vatnsréttindi verða brátt úr landi mokuð! **** Pjétur sendi smá vísu til Gunnar Braga vegna fréttar á Feykir.is um ferðalag hans um kjördæmið. Gunnar Bragi áferð ogflugi í leit að stuðning allt um kring, ég vona bara að það dugi svo hann komist inn á þing.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.