Feykir


Feykir - 22.04.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 22.04.2009, Blaðsíða 9
16/2009 Feykir 9 OPNUUMFJÖLLUN Feykis Félag harmonikkuunnenda í Skagafirói Ragnar Bjarnason í Sæluviku Beöiö eftir Ragga Bjarna. Félag harmonikkuunnenda í Skagafirði hélt þrenna tónleika í vetur er báru nafnið Tekið í belg og voru þeir haldnir í Ljósheimum, Löngumýri og á Hofsósi. Þar voru á ferð fimm harm- onikkuleikarar, bræðurnir Jón og Stefán Gíslasynir, Aðalsteinn ísfjörð, Jón Þorsteinn Reynisson, Tanja Mjöll Magnúsdóttir ásamt slagverksleikara, Kristjáni Þór Hansen. Kynnir var Gunnar Rögnvaldsson. Sæluvika Skagfirðinga 2009 stendur yfir frá 26. apríl - 3. maí og mun félagið leggja til dagskrá í þá menningarviku. Á fimmtudagskvöldið 30. apríl kl. 20.30 verður söng- og skemmti- dagskrá í Ljósheimum með hinum landskunna stórsöngvara Ragnari Bjarnasyni. Hann kemur einn hingað norður en heima-menn munu sjá um undirleik hjá honum. Ragnar á margar gamansögur sem hann deilir með áhorfendum á milli laga. Hljómsveitir félagsins leika svo fyrir dansi fram eftir nóttu. Tekið í belg og dagskráin með Ragnari Bjarnasyni eru verkefni sem styrkt voru afMenningarráði SSNV. Á aðalfúndi Sambands íslenskra harmonikkuunnenda árið 2006 var samþylckt að halda einn dag á ári í þágu harmonikkunar sem nefnist Harmonikkudagurinn. Hefur Félag harmonilckuunnenda í Skagafirði alltaf teJdð þátt í þessum degi með dagskrá á Mælifelli. Nú í ár ber daginn upp á 2. maí sem er laugardagur í Sæluviku og af því tilefni verður opið hús í Ljósheimum Id. 14 og þar boðið upp á fjölbreytta harmonikkutónlist. Harmoniklaidagurinn er styrktur af Sparisjóði Skaga- fjarðar. Aðgangur er ókeypis en boðið verður upp á veitingar á vægu verði og eru allir velkomnir. Sönglög á Sæluviku Húsmæóur syngja ABBA Fimmtudagskvöldið 30. apríl verða haldnir tónleikar í nýja Miðgarði undir heitinu Sönglög á Sæluviku. Mun þar 10 manna hljómsveit undir stjórn Stefáns Gíslasonar og Einars Þorvaldssonar syngja íslensk sönglög í bland við ABBA lög. Dagskráin verður tvískipt en fyrir Wé munu hin gömlu góðu íslensku dægurlög verða í hávegum höíð en eftir Jtlé munu þær Kolbrún Grétarsdóttir og Sigurlína Einarsdóttir syngja ABBA lög. Aðrir söngvarar eru Óskar Pétursson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Dúi Benediktsson. -Þau þrjú síðar- nefndu eru nú þekktari nöfn en Kolbrún og Sigurlína en þær hafa verið að koma fram á skemmtunum í sveitinni og sungu síðast á stóra þorrablótinu nú fyrr í vetur, útskýrir Stefán. Aðspurður segist Stefán verða spenntur fyrir að halda loks tónleika í hinum nýja Miðgarði, -Ég geri mér vonir um að Ujómburður í húsinu sé frábær auk þess sem í húsinu er nýtt Ujóðkerfi sem verður frábært að fá tældfæri að vinna með. Nú síðan ber ég sjálfur svo miklar taugar til hússins enda hef ég starfað þar í yfir 20 ár mörgum sinnum í viku svo ég tali nú ekld um gömlu minningarnar frá því að maður kom þarna sem ungur maður, segir Stefán með einhvern óútskýrðan glampa í augum. Kom þá kannski fyrsti kossinn í Miðgarði? -Það er ekki ólíklegt, svarar Stefán og Uær. Sönglög f Sæluviku verða aðrir tónleikar sem haldnir verða í húsinu en það verða strákarnir rauðklæddu í Heimi sem ríða á vaðið og sýna þann 28. apríl síðustu sýningu sína af Stefáni Islandi en sýningin í Miðgarði verður 12. sýningin á 18 mánuðum og hefur alls staðar verið sýnt fyrir fullu húsi. Það er því óhætt að segja að Uð nýja tónlistarhús i Miðgarði verið vígt með glæsibrag. Svanhildur Pálsdóttir er dugleg vió nýjungarnar Salsa og sauöburöur á Hóte Varmahlíó Svanhildur Pálsdóttir. Það verður mikið um að vera á Hótel Varmahlíð um komandi helgi en Svanhildur Pálsdóttir, hótelstýra, er óþreytandi þegar kemur að því að flnna upp á spennandi nýjungum. I upphafi Sæluviku verður salsakennsla í boði fyrir dansunnendur og fljótlega mun hún bjóða upp á sauðburðarhelgi. Feykir sendi Svanhildi, eða Svönu eins og hún er kölluð, linu. Sæl Svana hvað syngur í þér? -Ég er bara í góðum gír, vor í lofti og gaman að vera til. Hvað ber hæst í viðburðum sem framundan eru á Hótel Varmahlið? -Núna um helgina ætlum við að vera með salsanámskeið, fáum kennara frá salsalceland.com sem ætla að kenna okkur réttu sporin. Svo erum við að undirbúa sauðburðarhelgi í maí i samstarfi við Klöru og Atla á Syðri-Hofdölum. Salsa, enn spennandi, dansar þú sjálf? -Ég er búin að skrá okkur Gunna á námskeiðið, við kunnum nefnilega ekki salsa. En ég elska að dansa og því miður geri ég allt of lítið af því, dans er ein besta útrás og skemmtun sem ég veit. Sauðburðahelgi, þetta er annað vorið sem þið bjóðið upp á svona dagskrá hvernig gekk í fyrra? - Þetta gekk frábærlega vel í fyrra. Það voru reyndar ekki mjög margir sem komu, en mjór er mikils vísir. Fjölskyldurnar sem komu voru mjög ánægðar og höfðu aldrei upplifað nokkuð þessu líkt og höfðu þó víða farið. Þetta snýst náttúrlega um að upplifa eitthvað alveg rammíslenskt og lifandi, eitthvað sem tilheyrir sögu þjóðarinnar en er líka nútíðin og framtíðin. Er eitthvað byrjað að panta? -Já við erum búnar að fá nokkxar fyrirspurnir. En þess má geta að það er ekki opið hús á Syðri-Hofdölum þessa helgi, fyrir gesti og gangandi. Þau taka bara á móti þeim sem panta pakkann hér á hótelinu og koma gagngert til þess að dvelja þessa helgi. En hvað með sumarið sjálft hvernig lítur það út? -Ég er bjartsýn fyrir sumarið. Það er mjög mikil aukning í einstaklingbókunum en frekar samdráttur í hópum. Við ætlum að leggja áherslu á veitingastaðinn okkar í sumar og ég vil endilega koma því á framfæri hér, að veitingastaðurinn er ekki eingöngu fýrir hótelgesti á sumrin heldur alla sem vilja fá sér gott að borða, heimafólk sem ferðamenn. Ég er farin að hlakka til, mér finnst svo frábærlega gaman þegar starfsemin fer á fullt og það er alvöru líf í tuskunum. Gleðilegt sumar!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.