Feykir


Feykir - 22.04.2009, Blaðsíða 15

Feykir - 22.04.2009, Blaðsíða 15
16/2009 Feykir 15 MATGÆÐINGAR VIKUNNAR Ásta Rósa og Anna Rún kokka Gómsætur Mangó fiskréttur Þessa vikuna eru það mæðgurnar Ásta Rósa Agnarsdóttir og Anna Rún Austmar Steinarsdóttir sem bjóða okkur upp á Ijúffengt sjávarfang og Tiramisú f eftirrétt. Þær mæðgur skora á Aðalbjörgu Vagnsdóttur og Kristján Alexandersson að koma með næstu uppskriftir að viku liðinni. FORRÉTTUR Rœkjukokteill 250gr. rœkjur Hálfdós ananaskurl 2 msk. majones 2 dl. þeyttur rjómi 2 msk. tómatsósa !6 tskfranskt sinnep Sítrónupipar Hita rækjur upp að suðu, kæla, sigta og blanda saman við ananaskurlið. Setja rækjurnar í íjögur staup. Hræra saman majones, þeyttum rjóma, tómat- sósu og sinnepi. Kryddað með sítrónupipar eftir smekk. Hellið sósunni yfir rækjumar og berið írarn kalt. Hægt er að hafa afganginn af sósunni til hliðar ef einhver vill meiri sósu , gott að hafa ristað brauð með. AÐALRÉTTUR Mango fiskréttur 1 laukur 1 paprikagrœn 50 gr. smjör 150 gr. rœkjur 100 gr. rjómaostur 2 msk. majones 2 msk. mango chutney 1 tsk karrý 2 msk. ananassafi Fiskur eftir smekk Byrja á því að svissa laukinn og paprikuna í smjörinu. Setja svo rækjurnar, rjómaostinn, majonesið, mangoið, karrýið og ananassafann út á pönnuna og blanda vel saman svo úr verði góð sósa. Raðið fiskibitum í smurt eldfast mót og hellið sósunni yfir. Stráið riíhum osti yfir og setjið inn í ofn við 180°c í c.a. 20-30 mín. Borið ffam með hrísgrjónum og góðu brauði. EFTIRRÉTTUR Tiramisú 24 Ladyfmgers (kex) eða 2 hrœrðir tertubotnar 2 bollar espresso kaffi ( kœlt) 6 eggjarauður 6 msk. sykur 500 gr. rjómaostur (mascarpone) '/2 dl. rjómi 250gr. súkkulaðispœnir Dýfið kexinu í kaffið, passa að það sé ekki of blautt né of þurrt (ef notaðir em botnar eru þeir skornir út eftir mótinu sem nota á og kaffi dreypt vel yfir). Hrærið eggjarauður og sykur þar til hræran er orðin létt og ljós. Hrærið rjómaostinn mjúkan með rjómanum og blandið eggjahrærunni saman við rjóma- hræruna. Leggið helminginn af Lady- fingers kexinu í botninn á glermóti (eða annan tertubotninn), stráið helmingnum af súkkulaðinu yfir. Setjið helminginn afhrærunniyfir kexið í mótinu, raðið þá kexi (hinn tertubotninn, kaffibleyttann), súkkulaði, síðan því sem eftir er af rjómaostahrærunni. Sigtið kakó vel yfir allt. Látið standa í 2-3 klst. áður en borið er fram. Svo er líka gott að blanda kaffið með Captain Morgan, Kahlua eða einhverjum góðum líkjör. Verði ykkur að góðu! ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 497 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Ágúst Guðbrandsson sem yrkir svo á kaldri góu. Nú er á vegum klaka - kös kalt er manna iljum. Þusargóa þétt úr nös þeytir krapa - byljum. I góu-lokin verður þessi til. Litla blíðu góa gaf gadd og hríðir löngum, seinna þíðir ísinn af íslands hlíðar - vöngum. Þega nálgast vorið lifnar yfir Ágústi eins og trúlega flestum sem una sér best við gróandi jörð. Næst nokkrar laglegar vísur sem trúlega eru ortar á þó mismunandi Á Ijósumfáki um lendur bláar í Ijúfum dansi kemur vor. Þá eyðast skýja yrjurgráar og öllum verður létt um spor. Fjöllin verðafagurblá ífjarska á vorin. Lilju grösin lifna þá og léttast sporin. Nú er bjart og varmur vindur vorið skartar sínu besta, léttir hjarta, Ijómar tindur liljur smartar rœturfesta. Sól í heiði signir fjöll sinnis eyðist kalinn. Vorið leiðir okkur öll inn í heiðardalinn. Loftið angar laufgast grein Ijósiðfangar bceinn. Við skulum ganga eitthvað ein út í langa daginn. Ekki linnir frásögnum af atvinnuleysi og bágum kjörum fólks sem þarf í auknum mæli að leita sér aðstoðar með lífsnauðsynjar. Ingólfur Ómar yrkir svo. Heyrast víða harmakvein hér ríkir neyð áfróni. Efnahagsins mikla mein mörgum olli tjóni. Nú síðustu daga æsist leikurinn í umræð- umumpeningastyrkitilstjórnmálaflokka. Virðist Sjálfstæðisflokkurinn nú um stundir eiga þar talsvert undir högg að sækja. Ingólfur yrkir. Fánýtt mjög og lúið lið loforð blendin gefur. Kjósum ekki íhaldið sem öllu klúðrað hefur. Ég held að það hafi verið í hinum sögulegu sveitastjórnakosninguml978 sem einn ágætur kjósandi í Kópavogi lét þau orð falla að ef helvítis kommarnir komast til valda hér í Kópavogi, þá flyt ég til Reykjavíkur. Langar næst að birta hér vísu sem ortar voru um það leiti og eru hringhentar. Finnst mér þær ákaflega vel gerðar. Höfundur er eftir því sem ég best veit Jón M. Melsteð. Margur hjó, svo afvarð und í málsflóa drögum. Fargast ró ogfriðarstund fjölgar Gróu sögum. Heimsins leiða hryggjarbit hugfrá sneiðir fegra. Út að breiða óþörf rit ekki er heiðarlegra. Verða oft, hroða víxil spor vel má skoðast hneisa. Einum troða ofan ífor öðrum stoð að reisa. Sumir leika listir þær láns að hreykjajjöðrum. Mótgjörð kveikja, og með því nær máttinn veikja öðrum. Gaman að taka upp léttara hjal og rifja næst upp þessa ágætu visu Þórmundar Erlingssonar, sem mun vera ort er sú dugnaðarkona, sem stundum var kölluð tryppa Sigga lenti í erfiðleikum í fjallferð. Sigga villt um sandinn grá sveimaði veg ókunnan. Fannst að lokumfáklædd hjá fréttamanni að sunnan. Þessar fallegu vorvísur munu vera eftir Þórmund. Dísin rjóð er heimt og hyllt hýrnar þjóðarsálin. Ersem Ijóð, affegurðfyllt fyrsta gróðurnálin. Þó aðgangan þreytirfót þörf er síst að kvarta. Meðan vorsins vinahót verma skap og hjarta. Öll ættum við að vita, að minnsta kosti íbúar í dreifbýlinu, að vorið er á næsta leiti. Fylgja því ýmsar annir meðal annars mikill gleðskapur sem tengist hinum ýmsu menningarhátíðum sem eru haldnar um þetta leiti. Eitt dæmi um slíkt er Sæluvika Skagfirðinga. Hún nálgast nú óðfluga og gaman að enda þáttinn með þessari ágætu sæluviku vísu Stefáns Haraldssonar bónda í Víðidal. Um Sxluviku söngsins lönd svífur andans glóðin, meðan leiðast hönd í hönd halurinn ogfljóðin. Veriði þar með sœl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.