Feykir


Feykir - 07.05.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 07.05.2009, Blaðsíða 3
Hvammstangi Vorverkin unnin Fjöruhlaðborð Húsfreyjanna á Vatnsnesi verður haldið 20. júní næstkomandi en undirbúningur að hlaðborðinu stendur yfir bróðurpart ársins enda maturinn súrsaður og unnin í samræmi við gamlar hefðir. Björn Sigurðsson, eða Bangsi eins og hann er alltaf kallaður, var á dögunum að vinna grásleppu í reyken grásleppuna á að hafa á borðum á Fjöruhlaðborðinu. Annars staðar í bænum mátti sjá Önnu Ágústsdóttur að spúla grjótið sitt sem að líkindum breytist síðar í karla og kerlingar. Þess má geta að Anna bjó til steinfólkið sem býr við Hvammstanga- afleggjarann og tekur á móti vegfarendum með glaðlegu brosi. 18/2009 Feykir 3 Norðurland vestra Atvinnulausum fækkar milli mánaða Frá því að atvinnuleysi för í hæstu hæðir fyrir tveimur mánuðum hér á Norðurlandi vestra, hefúr fækkað mikið á atvinnuleysisskrá og eru nú um 150 án atvinnu á móti rúmlega 190 fyrir tveimur mánuðum. Sundurliðað atvinnuleysi fyrir Norðurland vestra: Hvammstangi 20 Blönduós 17 Skagaströnd 13 Sauðárkrókur 54 Varmahlíð 9 Hofsós 8 Siglufjörður og Fljót 29 Alls 150 Enn er eitthvað um laus störf á starfstorgi Vinnu- málastofnunnar UB - Koltrefjar Hluthafa- samkomulag runniðút Hluthafasamkomulag KS, Sveitarfélagsins Skagaflarðar og Gas-félagsins um undirbúning byggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði er runnið út en aðilar hafa lýst áhuga á að framlengja samkomulagið. Sveitarfélagið heíur þegar lýst yfir áhuga sínum og er fastlega gert ráð fýrir að áfram verði unnið að undirbúningi koltreíjaverksmiðju á Sauð- árkróki. Forstöðumaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla íslands á Norðurlandi vestra, Skagaströnd Stjórn Stofnunar fræðasetra Háskóla íslands auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Rannsókna- og fræðaseturs Fláskólans á Norðurlandi vestra með starfsstöð á Skagaströnd. Rannsókna- og fræðasetrið er staðsett á Skagaströnd og er vettvangur fyrir samstarf Háskóla íslands við sveitarfélög á Norðurlandi vestra, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Meginhlutverk setursins er að efla starfsemi Háskólans á Norðurlandi vestra með rannsóknum í íslenskri sagnfræði, þar sem notast er við aðferðir munnlegrar sögu. Verkefni forstöðumanns eru annars vegar að standa að söfnun, varðveislu og rannsóknum á munnlegum heimildum, einkum þeim sem tengjast sögu Norðurlands vestra. Hins vegar er honum ætlað að stuðla að háskólastarfsemi á Norðurlandi vestra s.s. með kennslu og innlendum og alþjóðlegum námskeiðum og ráðstefnum. Forstöðumaður stundar eigin rannsóknir og hefur umsjón með starfsemi setursins, fjármálum og daglegum rekstri. Viðkomandi þarf einnig að geta tekið að sér að leiðbeina háskólanemum í framhaldsnámi og aðra kennslu á háskólastigi. Krafist er meistara- eða doktorsprófs í sagnfræði eða skyldum fræðigreinum, þekkingar á rannsóknarsviðum setursins, frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum og lipurðar í mannlegum samskiptum. Gott vald á ensku og íslensku er nauðsyn. Reynsla af alþjóðasamstarfi eræskileg. Umsóknarfrestur er til 25. maí 2009. Sjá nánar á www.starfatorg.is og www.hi.is/is/skolinn/laus_storf Nánari upplýsingar veitir Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla íslands í síma 525 4929, rol@hi.is. Við ráðningar í störf hjá Háskóla íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. HÁSKÓLI ÍSLANDS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.